Fréttablaðið - 06.12.2014, Page 12
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12
SKEMMDIR Í TSJETSJENÍU Hermaður í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, á verði við
skólahús sem skemmdist í átökum milli uppreisnarmanna og lögreglu á fimmtu-
daginn. Átökin kostuðu að minnsta kosti 20 manns lífið.
VEÐUR Í nóvemberlok höfðu frá
upphafi ársins 2014 runnið 65,5
milljón tonna af heitu vatni úr
leiðslum Orkuveitu Reykja-
víkur til heimila og fyrirtækja
á höfuðborgarsvæðinu.
Orkuveitan segir heitavatns-
notkun á höfuðborgarsvæðinu
sýna hversu nöpur tíðin var í
júlí í sumar og hversu nýliðinn
nóvember var mildur.
Áðurnefnd 65,5 milljón
tonn af heitu vatni eru nokkru
minna magn en notað var á
höfuðborgarsvæðinu í fyrra.
Þá var algert metár í notkun á
heitu vatni.
Árið í ár er þó yfir meðaltali
áranna 2006 til 2013. - kbg
Rúm 65 milljón tonn af heitu vatni hafa verið notuð til upphitunar frá ársbyrjun:
Mildur nóvember en júlí napur
SVEIFLUR
Skrúfað var
rækilega frá
ofnunum
í júlí en
notkunin í
nóvember
var óvenju
lítil.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
SPRENGJUÁRÁS Í ÍRAK Íbúar í sjíahverfinu Sadr City virða fyrir sér eyðilegginguna
eftir sprengjuárásir í gær. Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið.
HUNGURVERKFALL Í HONG KONG Joshua Wong, einn af leiðtogum námsmanna, í
hjólastól á blaðamannafundi í Hong Kong í gær eftir langt hungurverkfall. Leiðtogar
námsmanna hafa sagt að til greina komi að þeir hætti þátttöku í mótmælunum,
sem nú hafa staðið yfir í meira en tvo mánuði.
4
ÁSTAND
HEIMSINS
1
MÓTMÆLI Í PALESTÍNU Palestínskur piltur flýr undan ísraelskri herbifreið, eftir að
hafa tekið þátt í mótmælum í þorpinu Kafr Qaddum, skammt frá borginni Nablus
á Vesturbakkanum. Mótmælendur höfðu kastað grjóti en ísraelsku hermennirnir
dreifðu illa þefjandi úða yfir mótmælendur. NORDICPHOTOS/AFP
1
4
2
2
3
3