Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 42
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42
Mig langar að segja hennar sögu því við eigum á hverj-um degi að vera þakklát fyrir það sem við höfum. Það
getur allt breyst á örskotsstundu
eins og hjá mömmu,“ segir Hrafn.
Valdís móðir hans lést eftir
skyndilegt hjartastopp sem hún
fékk eftir að hafa farið í vel heppn-
aða skurðaðgerð vegna krabba-
meins í ristli. Aðgerðin gekk vel
en nokkrum dögum síðar fór hún
í hjartastopp, algjörlega ótengt
aðgerðinni. „Þetta var ótrúlega
mikið áfall enda höfðum við búist
við því að það versta væri yfirstað-
ið,“ segir Hrafn.
Margir þekkja nafn Valdísar
Gunnarsdóttur og muna eftir rödd
hennar enda var hún ein þekktasta
útvarpskona landsins til margra
ára. „Við mamma vorum rosalega
náin. Við vorum eiginlega bara eitt.
Við áttum okkar eigið tungumál
og létum eins og fífl fyrir framan
hvort annað,“ segir Hrafn um náið
mæðginasamband þeirra. Það var
því mikið áfall þegar móðir hans
greindist með ristilkrabbamein.
„Það var eitthvað búið að vera að
angra mömmu í maganum í nokkr-
ar vikur og við skildum ekki af
hverju það lagaðist ekki,“ segir
hann. Valdís fór til heimilislækn-
is sem sendi hana í ristilskoðun.
„Ég beið rólegur úti í bíl á meðan
hún fór í skoðunina. Svo hringir
mamma í mig hágrátandi og segir
mér að hún sé með illkynja ristil-
krabbamein. Ég gjörsamlega fraus
enda hefði mér aldrei dottið í hug
að þetta myndi einhvern tímann
koma fyrir hana,“ segir hann.
Vel heppnuð aðgerð
Valdís fór í aðgerð sem heppnað-
ist vel og æxlið var fjarlægt. „Allt
gekk eins og í sögu. Þetta leit allt
rosalega vel út og læknirinn sagði
að við þyrftum ekki að hafa áhyggj-
ur. Ég held ég hafi aldrei grátið
jafn mikið af gleði,“ segir Hrafn
einlægur.
Annað áfall átti þó eftir að dynja
á þeim. „Mamma var byrjuð að geta
gengið og borðað. Hún stóð sig vel í
endurhæfingu og það þýddi að það
væru bara nokkrir dagar þangað til
hún gæti komið heim. Ég heimsótti
hana á hverjum degi á spítalann og
sagði henni frá deginum mínum.
Meðan hún lá inni þá töluðum við
alltaf saman í símann í klukkutíma
áður en við fórum að sofa jafnvel
þótt ég væri nýfarinn frá henni á
spítalanum,“ segir hann. „Þann 29.
október sendi ég mömmu skilaboð
því við höfðum ekki spjallað saman
í síma kvöldið áður og spurði hvort
það væri allt í lagi. Mamma svaraði
til baka: „Æi ég sofnaði var þreytt
ástin mín, elska þig þín mamma,“
segir hann og heldur áfram: „Hálf-
tíma seinna þá hringir systir
mömmu í mig meðan ég er í skól-
anum. Hún gat ekki talað og eina
sem ég heyrði var: „Hún datt“ og
„komdu upp á spítala strax“, ég
hljóp í gegnum skólann, beint út í
bíl og beint á spítalann.“
Skyndilegt áfall
Valdís hafði farið í óvænt hjarta-
stopp. „Ég vissi ekkert hvað hafði
gerst. Ég kom inn í aðstand-
endaherbergi og þar voru systur
mömmu hágrátandi og þá vissi ég
að eitthvað hræðilegt hafði gerst,“
segir hann alvarlegur. Valdís hafði
farið í hjartastopp. Læknar höfðu
náð að lífga hana við en henni var
haldið sofandi í öndunarvél. „Ég
varð aðeins rólegri þegar ég heyrði
að þeir höfðu náð að lífga hana við.
Ég hélt að slæmu fréttirnar væru
búnar en svo reyndist ekki vera.
Læknarnir tilkynntu okkur að hún
hefði orðið fyrir miklum heila-
skaða,“ segir hann.
Næstu dagar voru erfiðir. „Ég
var svo hræddur og vissi ekki neitt.
Hugsunin um að ég að ég gæti ekki
talað við mömmu aftur var eins og
að líf mitt væri búið. Allt var stopp.“
Læknar gerðu fjölskyldunni ljóst
að þótt hún myndi vakna þá yrði
hún ekki söm. Hrafn segir þau þó
hafa haldið í vonina þó að innst inni
hafi þau vitað eins og var, að þetta
væri búið. Fjölskyldan var hjá Val-
dísi síðustu dagana, spilaði uppá-
haldsmúsík hennar og talaði við
hana. „Það hjálpaði mér líka mikið.
Ég skreytti herbergið á spítalanum
með dótinu sem henni þótti vænst
um og við gerðum það eins heimil-
islegt og við gátum. Við spjölluðum
mikið við hana og létum hana vita
að við elskuðum hana,“ segir Hrafn.
Þyrfti ekki að hafa áhyggjur
í byrjun desember í fyrra var hún
svo flutt á líknardeildina í Kópa-
vogi. „Við skreyttum með jóladóti
og reyndum að gera allt heimilis-
legt þar líka. Við vissum að það
myndi gefa henni orku til þess að
halda áfram,“ segir hann. Þó var
vitað að baráttan væri á enda.
Þann 8. desember kvaddi hún svo
þennan heim. „Ég sagði við hana að
hún væri besta mamma sem hægt
væri að óska sér og að ég elskaði
hana meira en allt í heiminum og ég
ætlaði að gera hana stolta. Ég hvísl-
aði í eyrað á henni að hún mætti
fara og hún þyrfti ekki að hafa
áhyggjur af mér. Ég væri með svo
gott fólk í kringum mig, fólk sem
hefur stutt mig eins og klett í þessu
öllu,“ segir hann. „Eftir að ég hvísl-
aði þessu að henni tók hún síðasta
andardráttinn. Þegar við löbbuðum
út af stofunni hljómaði lagið War
is over með John Lennon, uppá-
haldstónlistarmanninum hennar
mömmu, sem dó sama dag mörgum
árum fyrr. Það var svolítið tákn-
rænt,“ segir hann.
Ákvað að lifa ekki í sorg
Hrafn segir næstu vikur og mán-
uði hafa verið erfiða. Aðeins 19 ára
gamall hafði hann misst móður
sína og sinn besta vin. Þrátt fyrir
að það hafi verið langt frá því að
vera auðvelt þá hafi hann ákveðið
strax frá byrjun að lifa ekki í sorg
því það hefði móðir hans ekki vilj-
að. „Ég er svo heppinn að hafa átt
svona góða mömmu. Það eru ekkert
nema mistök að lifa í sorginni. Ég
sagði við sjálfan mig að hún myndi
vilja sjá strákinn sinn standa sig
vel í öllu því sem hann gerir og
það hef ég gert,“ segir hann. Hrafn
tók prófin í skólanum, hélt áfram í
handbolta og vann með. Hann hefur
fengið góða hjálp frá ættingjum og
vinum. Hann viðurkennir að auð-
vitað hafi árið verið erfitt, hann
leyfi sér að syrgja en líka að vera
hamingjusamur.
Ótrúleg í alla staði
„Það sést ekki alltaf utan á manni
en ég leyfi mér líka að syrgja. Ég
sakna hennar rosalega og græt
þegar ég vil gráta. En það verð-
mætasta sem maður á eru minn-
ingar og ég rifja upp góðar minn-
ingar á hverju degi,“ segir hann.
Eftir að móðir hans lést flutti hann
inn til góðra vina móður sinnar.
Hann þurfti með góðri hjálp að tak-
ast á við mjög fullorðinslega hluti
eins og að skipuleggja jarðarför og
ganga frá eigum hennar. „Ég hef
þroskast mikið á þessu eina ári og
lært það að maður veit aldrei hvað
gerist næst,“ segir Hrafn og minn-
ist móður sinnar með bros á vör.
„Mamma var ótrúleg í alla staði,
gullfalleg, góður vinur, góð mann-
eskja – hún hafði bókstaflega allt.
Ég er svo stoltur af því að vera
sonur hennar og hún kenndi mér
svo margt,“ segir hann brosandi.
„Maður á að vera þakklátur fyrir
það sem maður hefur í lífinu því
það getur allt breyst á morgun og
maður á ekki að sjá eftir neinu.“
Fædd 10. 11. 1958– dáin 08.12.2013
Maður á
að vera
þakklátur
fyrir það sem
maður hefur í
lífinu því það
getur allt
breyst á
morgun og
maður á ekki
að sjá eftir
neinu.
Ákvað að lifa ekki í sorg
Þann 8. desember í fyrra lést útvarpskonan Valdís Gunnarsdóttir eftir skammvinn veikindi. Hún hafði greinst með ristilkrabba-
mein og fór í aðgerð vegna þess. Aðgerðin heppnaðist vel en í bataferlinu fékk hún óvænt hjartastopp. Hrafn Valdísarson segir
sögu móður sinnar og hvernig hann hefur tekist á við lífið eftir að hafa misst móður sína sem var einnig hans besti vinur.
LEYFIR SÉR AÐ
SYRGJA
Hrafn ákvað strax
að lifa ekki í sorg
en leyfir sér þó að
syrgja.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Valdís Gunnarsdóttir var um árabil ein þekktasta útvarpskona
landsins. Hún lést eftir skammvinn veikindi, 8. desember í fyrra, aðeins 55
ára gömul. Valdís starfaði um ára bil við fjöl miðla, fyrst á Rás 2 og svo lengst
af á Bylgj unni sem dag skrárstjóri og þátta gerðar kona ásamt því að starfa
sem flugfreyja hjá Flug leiðum hf., síðar Icelanda ir. Valdís tók upp á mörgu
skemmtilegu og óvenjulegu í þáttagerð sinni og kynnti þjóðina meðal annars
fyrir Valentínusar deginum.
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@frettabladid.is