Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2014, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 06.12.2014, Qupperneq 57
SPJALDTÖLVUR LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2014 Kynningarblað Epli.is, eBækur og Tölvulistinn Undanfarin ár hafa spjald-tölvur verið vinsæl jólagjöf. Að sögn Ólafs Sólimanns, hjá Epli, hefur iPad verið vinsæl- asta spjaldtölvan síðustu ár sem gjafir fyrir fólk á öllum aldri. „For- eldrar koma og kaupa iPad fyrir börnin sín, sjálfa sig og jafnvel for- eldra sína. Það virðist vera þannig að þeir sem eiga sjálfir iPad kaupi líka fyrir fólkið í kringum sig. Við höfum fundið vel fyrir því undan- farin ár að iPadinn er vinsæl jóla- gjöf og er hvíti liturinn sérstak- lega vinsæll um jólin. Ætli það sé ekki tengingin við snjóinn,“ segir Ólafur og brosir. Notaður í leikskólum Notagildi iPad er mikið og geta allir aldurshópar fundið eitthvað við sitt hæfi í þeim. „Börn á leik- skólaaldri og allt upp í fólk á efri árum notar iPad á sínum forsend- um. Inni á leikskólunum eru tölv- urnar notaðar, meðal annars, til að þjálfa fínhreyfingar og kenna börnum að draga til stafs. Einnig er verið að vinna með myndbönd og búa til rafbækur. Eldri krakk- ar nota iPadana til að leita sér að upplýsingum, vinna tónlistar- myndbönd og aðra kvikmynda- vinnu og alls kyns aðra skapandi vinnu sem tengist verkefnum í skólanum. Fullorðna fólkið notar svo spjaldtölvurnar í ýmislegt, svo sem til að lesa rafbækur, finna uppskriftir og annað á netinu.“ Minna pappírsflóð Notkun spjaldtölva í fyrir tækjum hefur aukist mikið upp á síð- kastið. „Við sjáum mikinn vöxt í því að stjórnendur fyrirtækja velja að nota spjaldtölvur sem fundar- bækur, glósutæki og tæki til að halda utan um minnispunkta. Með spjaldtölvum er einnig hægt að minnka pappírsflæði sem oft er mikið í fyrirtækjum. Til dæmis eru þær sniðugar fyrir starfsfólk sem er í vettvangsathugunum. Þá eru skýrslurnar gerðar beint á iPad í staðinn fyrir að gera þær fyrst á pappír sem er svo farið með í hús og upplýsingarnar færðar yfir í tölvu. Þá er myndavélin á spjald- tölvunni góður kostur þar sem hægt er að taka myndir og setja beint inn í skýrslu á einu og sama tækinu,“ útskýrir Ólafur. Skjáirnir orðnir betri Ólafur segir það mikinn kost fyrir eldra fólk að hægt sé að stækka bæði letur og vefsíður á iPad. „Nýj- ustu skjáirnir, svokallaðir retina- skjáir, eru orðnir það góðir að þeir þreyta ekki augun. Skerpan er svo góð að augað greinir ekki leng- ur muninn á því hvort verið sé að lesa af skjá eða blaði. Áður þreytt- ist augað alltaf þar sem það voru óskýrar línur á skjánum. Margt eldra fólk var líka í vandræð- um með músina, átti erfitt með að stýra henni og horfa á skjáinn um leið. Með iPadinum eru þessi vandræði úr sögunni þar sem ein- falt er að nota hann þar sem fólk horfir á skjáinn, ýtir beint á hann og sér eitthvað gerast í framhaldi af því.“ Öryggi í fingrafaralesara iPad er ein öruggasta spjald tölvan á markaðnum og fingrafaralesari hennar eykur öryggið til muna. „Fingrafaralesarinn kemur í raun og veru í staðinn fyrir lykilorð. Þannig verður fólki gert auðvelt að setja öryggið á og ekki þarf að muna neitt sem er stór kostur í þessum lykilorðaskógi sem flest- ir þekkja. Með því að nota fingra- faralesarann er búið að gera tækið og allar upplýsingar inni á því það öruggar að nánast óhugsandi er fyrir einhvern óviðkomandi að komast inn í það. Ef iPadinn týn- ist eða er stolið er hægt að þurrka allar upplýsingar á honum út frá netsíðu. Fingrafaralesarinn er líka hluti af því að gera okkur öruggari í þessum stafræna heimi sem við lifum í og gera hann þægilegri.“ iPad er vinsæl jólagjöf fyrir alla iPad er góð gjöf fyrir fólk á öllum aldri og notagildi hans nær yfir alla aldurshópa. Skerpan í nýjustu skjáunum er orðin það góð að augun þreytast ekki við lestur og áhorf líkt og áður. Öryggi spjaldtölvunnar hefur einnig aukist til muna með tilkomu fingrafaralesarans. iPad er einfaldur og þægilegur í notkun. Ólafur Sólimann, hjá Epli, segir hvíta iPadinn vera sérstaklega vinsælan fyrir jólin. MYND/GVA iPad mini 3 Verð frá 74.990.- Silfur - Gull - Dökkgrár iPad Air 2 Verð frá 89.990.- Silfur - Gull - Dökkgrár Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is Foreldrar koma og kaupa iPad fyrir börnin sín, sjálfa sig og jafnvel foreldra sína. Það virðist vera þannig að þeir sem eiga sjálfir iPad kaupi líka fyrir fólkið í kringum sig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.