Fréttablaðið - 06.12.2014, Qupperneq 72
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Katla jarðvangur leitar að kraftmiklum einstaklingi
í krefjandi starf framkvæmdastjóra.
Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu umhverfi.
Framkvæmdastjórinn hefur rík tækifæri til að sýna frumkvæði að
nýsköpun á svæðinu, vinna að gerð fræðsluefnis, taka á móti nem-
endahópum, veita stuðning við verkefni og fyrirtæki á svæðinu og
þróa rekstrarumhverfi jarðvangsins. Að verkefninu stendur stjórn
og öflugt net fagaðila, framkvæmdastjórinn þarf því auk frumkvæðis
að taka virkan þátt í teymisvinnu.
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi nám að baki
í jarðfræði eða landfræði eða skyldum greinum
• Lipurð í mannlegum samskiptum
• Skipulagshæfni
• Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
• Reynsla af nýsköpunarstarfi er æskileg
Jarðvangurinn nær yfir sveitarfélögin þrjú; Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp
og Skaftárhrepp, og er gert ráð fyrir að starfstöð og búseta rekstrarstjórans
verði í einhverju þessara sveitarfélaga. Um fullt starf er að ræða og um
launakjör fer eftir samkomulagi. Umsóknir, m.a. með upplýsingum um
menntun og starfsreynslu, berist formanni stjórnar jarðvangsins á netfangið
sveitarstjori@vik.is eigi síðar en mánudaginn 29. desember 2014.
Nánari upplýsingar veita:
Ásgeir Magnússon (sveitarstjori@vik.is, s. 487-1210) og
Sigurður Sigursveinsson (sigurdur@hfsu.is, s. 560-2040)
en auk þess er bent á www.katlageopark.is.
Sölufulltrúi fyrir vinnuföt
Würth á Íslandi óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan
sölufulltrúa til starfa. Würth samsteypan samanstendur af rúmlega
400 fyrirtækjum í 84 löndum og starfa yfir 65.000 manns hjá
samsteypunni. Würth sérhæfir sig í gæðavörum fyrir iðnaðarmenn
og eru um 8500 vörutegundir á skrá hér á Íslandi.
Helstu framleiðsluvörur hjá Würth eru efnavara af ýmsum toga
s.s. límkítti, fituhreinsir og HHS 2000 smurefni. Auk þess er
fyrirtækið með breiða línu af rafmagnsvörum, vinnuvettlingum,
persónuhlífum og festingum auk hand- og rafmagnsverkfæra.
Þjónusta okkar byggist á heimsóknum til viðskiptavina sem eru
skipulagðar á viku til mánaðar fresti. Í hverri heimsókn einbeitum
við okkur að heildarlausn fyrir hvern viðskiptavinahóp auk þess að
fara yfir helstu söluvörur.
Við vinnum undir merkjum “Fagfólk velur Würth”
Starfssvið:
• Heimsóknir til viðskiptavina og skipulagning söluferða.
• Sala á vinnufötum, skóm og hliðarvörum til viðskiptavina
• Frágangur pantana
Menntun og hæfniskröfur:
• Iðnmenntun kostur
• Þekking á vörum Würth kostur
• Reynsla af sölustörfum er skilyrði
• Þekking á fatasölu
• Vilji og metnaður til að ná árangri
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
Við bjóðum:
• Árangurstengd laun
• Bifreið til afnota, farsíma og tölvutengingu heima.
• Góðan starfsanda
• Fjölskylduvænt fyrirtæki
Umsjón með starfsumsóknum hefur Haraldur Leifsson
framkvæmdarstjóri - halli@wurth.is
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsóknir í
tölvupósti með ferilskrá og mynd.
Umsóknarfrestur er til 20. desember 2014
Viltu komast á
samning hjá okkur?
Hjá okkur vinnur 121 iðnaðarmaður við fjölbreytt og
spennandi verkefni með það að markmiði að tryggja
fólki aðgang að hreinu vatni, hita, rafmagni og fráveitu.
Þar af eru sex konur. Við viljum breyta þessu.
Okkur finnst áríðandi að fá fleiri konur í hóp þeirra
sem leggja fyrir sig iðngreinar. Því ætlum við að fjölga
iðnnemastöðum og ráða jafn margar konur og karla í þær.*
Ef þú ert iðnnemi sem hefur áhuga á að
komast á samning hjá okkur eru lausar
nemastöður í þessum greinum:
• Vélvirkjun
• Rafvirkjun
• Rafveituvirkjun
Nánari upplýsingar veitir Birna Bragadóttir,
starfsþróunarstjóri Orkuveitunnar, í netfanginu starf@or.is.
Þú sækir um á vefnum okkar, www.or.is.
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2014.
*Um sértæka aðgerð er að ræða þar sem mikið hallar
á konur í iðnaðarstörfum hjá fyrirtækinu. Sjá 24. gr. laga
nr. 10/2008 um jafnan rétt karla og kvenna.
Nánari upplýsingar um þjónustu
okkar má finna á www.or.is
Orkuveita Reykjavíkur
er fjölbreyttur og
lifandi vinnustaður
fólks með mikla
þekkingu.
Fyrirtækið leitast við
að vera í fremstu röð
hvað snertir öryggi,
vinnuumhverfi og
möguleika til að
samræma vinnu
og fjölskylduábyrgð
eins og kostur er.
Orkuveita Reykjavíkur
hlaut jafnréttis-
viðurkenningu
árin 2002 og 2013
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
4
-2
5
4
7
Nox Medical | Katrínartún 2 | Höfðatorg | 105 Reykjavík | 570 7170 | info@noxmedical.com | www.noxmedical.com