Fréttablaðið - 06.12.2014, Síða 88

Fréttablaðið - 06.12.2014, Síða 88
FÓLK|HELGIN ■ HUGVEKJA OG SÖNGUR Aðventuhátíð Bergmáls verður haldin í Háteigskirkju sunnudaginn 7. desember klukkan 16. Þar verður boðið upp á jólasálma, hugvekju og söng. Drengja- kór Þorfinnsbræðra syngur ásamt einsöngvurunum Guðbjörgu R. Tryggvadóttur, Aðalsteini Má Ólafssyni og Guðmundi Davíðssyni. Við píanóið verða Kristinn Örn Kristinsson og Ingimar Pálsson. Bergmál er líknar- og vinafélag krabbameinssjúkra og langveikra sem rekur hvíldarheimili, Bergheima að Sólheimum. Allir vinir og velunnarar sem vilja næðis njóta eru velkomnir. Eng- inn aðgangseyrir er að hátíðinni. Að lokinni dagskrá verða veitingar í Safnaðarheimili Háteigskirkju. AÐVENTUHÁTÍÐ BERGMÁLS Hugljúf stund í Háteigskirkju á vegum líknar- og vinafélags krabbameinssjúkra og langveikra. BERGHEIMAR AÐ SÓLHEIMUM Það hafa verið stífar æfingar und-anfarnar vikur hjá mér en eftir að tónleikarnir með Borgardætrum og okkur KK fara í gang kemst meiri rútína á,“ segir Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarkona. „Jólatónleikarnir hjá Borgardætrum hafa verið haldnir árlega frá því við gáfum út plötu fyrir fjórtán árum og ég og KK gerðum jóladisk árið 2005 sem við fylgdum eftir og höfum haldið áfram með jólatónleika síðan þá. Þetta gengur vel hjá okkur og er gaman, við erum alveg ótrúlega heppin.“ Þar sem Ellen hefur nóg að gera í desember segist hún hafa lært að skipuleggja sig vel. Hún bakar með barnabörnunum í nóvember og segir alla fjölskylduna vera orðna vana því að hún sé upptekin á þessum tíma. „Barnabörnin mín grínuðust einmitt með það um daginn að ég væri bara búin að gleyma þeim en ég er svo rík að eiga fjögur börn, fjögur barnabörn og eina stjúpdótturdóttur. Elsta dóttir mín, Sigríður, á þrjú þeirra, miðstelpan mín, Elísabet á einn strák og svo á Elín eina stjúpdóttur.“ DÁSAMLEGT AÐ VINNA MEÐ BÖRN- UNUM Fjölskylda Ellenar er, eins og flestir vita, mikil tónlistarfjölskylda en öll börn þeirra Ellenar og Eyþórs Gunnarssonar tónlistarmanns hafa lagt tónlistina fyrir sig. „Allar stelpurnar mínar, Sigga, Elísa- bet og Elín, eru saman í hljómsveitinni Sísí Ey. Þær hafa verið að ferðast um erlendis og eru svolítið að slá í gegn þar. Strákurinn okkar, hann Eyþór Ingi, er í Tónlistarskóla FÍH og er á fullu að semja og svo er Eyþór með mér í Borgardætr- um og í Baggalút.“ Verandi í tónlistarbransanum og þekkja hann því og hve harður hann getur verið reyndu þau Ellen og Eyþór að beina börnum sínum frá því að leggja tónlistina fyrir sig. „Samt sem áður finnst okkur það dásamlegt að þau séu í þessu. Þessi bransi er auðvitað oft upp og niður en við erum vön því og börnin hafa alist upp við það og við getum í raun ekki kvartað. Við elskum það sem við gerum og þá er ekki hægt að biðja um meira,“ segir Ellen og brosir. Hún bætir því við að fjölskyldubönd- in eflist í gegnum tónlistina og að það sé gaman fyrir hana að fá að vera með börnunum sínum í henni. „Við komum sjaldan fram saman en við mæðgur vorum saman með tónleika á dögunum og í febrúar ætlum við að vera með stóra fjölskyldutónleika í Salnum þar sem við ætlum að að blanda alls konar tónlist saman.“ BEST AÐ SYNGJA MEÐ BRÓÐURNUM Ellen skaut upp á stjörnuhimininn árið 1979 þegar hún söng lagið Einhvers staðar einhvern tímann aftur með Mannakornum. Hún hefur sungið með fjölda tónlistarmanna en segir þó KK, bróður sinn, vera uppáhaldstónlistar- manninn sinn. „Að sjálfsögðu er KK uppáhalds en fyrstan ber auðvitað að nefna mann- inn minn, hann er algjör snillingur og það eru forréttindi að fá að vinna með honum. Svo er mjög gott að vinna með Borgardætrum og Mannakornum, Maggi Eiríks og Pálmi Gunnars eru eins og bræður mínir. Svo eru auðvitað miklu fleiri og ég gleymi örugglega að nefna einhvern sem er frábær. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna með alveg ótrúlega skemmtilegu fólki.“ VERKEFNI Í PÍPUNUM Ellen hefur gert meira af því undan- farin ár að semja tónlist og stefnir á að gera enn meira af því á næsta ári. „Ég er með smá verkefni í pípunum, jafn- vel plötu. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt og eitthvað sem mig langar virkilega að gera og hef trú á.“ Eyþór, eiginmaður Ellenar, tekur þátt í þessu verkefni með henni en þau höfðu ekki unnið mikið saman fyrr en þau gerðu plötuna Sálmar árið 2004. Aðspurð segir Ellen þau stundum verða þreytt hvort á öðru þar sem þau búa og vinna saman. „Við erum bara eins og venjuleg hjón en okkur þykir svo vænt hvoru um annað og höfum sem betur fer þroskast og höfum verið lengi saman í þessum bransa,“ segir hún og hlær. Helgarnar hjá Ellen eru yfirleitt undir- lagðar af vinnu en þegar hún fær frí finnst henni gaman að fá barnabörnin í heimsókn. „Oft höfum við kósíkvöld eða förum saman eitthvert út í náttúruna. Mér finnst gaman að fara á hestbak og þegar ég syng úti á landi nýti ég mér tækifærið þar sem eru hestaleigur og fer á bak. Í janúar fer Eyþór út að spila í heilan mánuð og þá ætla ég að kíkja í heimsókn til hans og við ætlum að fara saman til Parísar.“ JÓLIN EIGA AÐ SNÚAST UM AÐ HJÁLPA ÖÐRUM Jólin hjá fjölskyldunni eru hefð- bundin en annríki aðventunnar verður lokið rétt fyrir aðfangadag. „Um hver jól ætla ég að hafa lítið tré en hef aldrei komist upp með það,“ segir Ellen og hlær. Hún bætir við að öll fjölskyldan verði saman heima hjá þeim Eyþóri á aðfangadags- kvöld. „Það verður eflaust einhver hamagangur enda fjórir krakkar á aldr- inum sex til tólf ára að taka upp gjafir.“ Á aðventunni leitar hugur Ellenar til þeirra sem minna mega sín og er hún að reyna að finna upp á einhverju til að gera til að létta þeim sem eiga erfitt lífið. „Ég mun auðvitað spila einhvers staðar þar sem það er vel þegið en mér finnst við hér á landi oft of gjörn á að kvarta þó við búum í raun í paradís mið- að við önnur lönd. Þó margt megi betur fara hér ættum við samt að geta hjálpað þeim sem eiga virkilega erfitt og mér finnst að jólin eigi að snúast um það.“ ■ liljabjork@365.is KK BRÓÐIR Í MESTU UPPÁHALDI SÖNGFUGL Aðventan er annasamur tími hjá Ellen Kristjánsdóttur tónlistarkonu. Hún heldur rúmlega tíu tónleika með KK, bróður sínum, auk þess sem frumsýning á jólatónleikum Borgardætra var í vikunni en þeir verða líka tíu. ELLEN Á aðventunni leitar hugur Ellenar til þeirra sem minna mega sín og leitar hún leiða til að leggja sitt af mörkum til að létta meðborgur- unum lífið. MYND/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.