Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 93
KYNNING − AUGLÝSING Spjaldtölvur6. DESEMBER 2014 LAUGARDAGUR 5
Spjaldtölvur hafa undanfar-in ár verið mjög vinsælar til jólagjafa bæði fyrir börn og
fullorðna, að sögn Gunnars Jóns-
sonar, markaðsstjóra Tölvulistans.
„Verslanir okkar hafa undanfarin
tvö ár selt spjaldtölvur í tugþús-
undatali og vinsældir þeirra fara
vaxandi með hverju ári.“
Fyrir jólin er Tölvulistinn með
yfir 40 gerðir af spjaldtölvum,
allt frá 8 tommu spjaldtölvu fyrir
börnin á 14.990 upp í f lottustu
iPad-spjaldtölvurnar á 148.990
krónur. „Það er mjög auðvelt að
skilja hvers vegna spjaldtölvur eru
svona vinsælar til jólagjafa fyrir
börn, sérstaklega þegar maður
ber saman verð á spjaldtölvum
og verð á leikföngum í verslunum
og öðrum jólagjafahugmyndum.
Börn elska spjaldtölvur og nota-
gildi þeirra er mjög fjölbreytt þar
sem þau fá aðgang að þúsund-
um ókeypis leikja og fræðslufor-
rita, geta horft á sjónvarp og bíó-
myndir, hlustað á tónlist og sögur,
tekið myndir og lesið rafbækur. Ég
held að það sé erfitt að finna leik-
föng í leikfangaverslunum fyrir
14.990 krónur sem veita jafn mikla
skemmtun og spjaldtölva auk þess
sem ending þeirra er tryggð með 2
ára ábyrgð,“ bendir Gunnar á.
Mikil verðlækkun á hágæða
spjaldtölvum milli ára
Þegar valin er spjaldtölva fyrir
unglinga, maka eða foreldra í
jólagjöf þá færist salan meira í
hágæðaspjaldtölvur með skarpari
skjá og hraðvirkari örgjörvum að
sögn Gunnars. „iPad Air og iPad
mini eru ávallt mjög vinsælar fyrir
jólin hjá okkur. Þær eru vinsælustu
spjaldtölvur heims, af þeirri ein-
földu ástæðu að þær eru í hæsta
gæðaflokki og reynast frábærlega.“
Mikill vöxtur hefur verið í sölu
á vandaðri Android-spjaldtölvum
á heimsvísu og sama gildir um Ís-
land. „Bestu tíðindin fyrir jólin
eru sú mikla verðlækkun sem við
erum að sjá milli ára á hágæða-
spjaldtölvum frá Asus og Tosh-
iba vegna aukinnar framleiðslu
á heimsvísu og hagstæðra magn-
innkaupa. Sem dæmi má nú fá
fyrir jólin 10 tommu spjaldtölvu
með IPS-háskerpuskjá á 49.990
krónur frá Asus en sambærileg
spjaldtölva í fyrra var á 79.990 kr.
sem þýðir um 37 prósenta lækk-
un milli ára. Það þýðir einfald-
lega að fyrir jólin er hægt að fá öfl-
uga Android-spjaldtölvu með frá-
bærum skjá og öflugum örgjörva
á mun betra verði en í fyrra,“ lýsir
Gunnar og bendir jafnframt á að
verðbilið milli ódýrustu og bestu
spjaldtölvanna hefur minnkað
mikið og fyrir hverjar fimm þús-
und krónur í viðbót fæst mjög
mikið fyrir peninginn.
32 GB minnisstækkun með
öllum Android-símum
Innreið Tölvulistans á farsíma-
markaðinn sætir tíðindum þar
sem samkeppnin er hörð fyrir.
Hvernig hyggst Tölv ulist inn
blanda sér í þann slag? „Aukin
samkeppni er alltaf af því góða.
Tölvulistinn er sterkur aðili á
markaðnum og við höfum frá
fyrsta degi lagt okkur fram um
að bjóða hagstætt verð og topp-
þjónustu á sama tíma. Á því verð-
ur engin breyting í símunum.
Nú fyrir jólin fylgir til dæmis 32
GB minnisstækkun að verðmæti
7.990 kr. með öllum Android-sím-
um, sem við vitum ekki til að hafi
verið boðið áður á íslenskum far-
símamarkaði til viðbótar við hag-
stætt verð á sjálfum símunum,“
segir Gunnar.
Ein stærsta
snjalltækjadeild landsins
Spjaldtölvur, snjallsímar og snjall-
úr keyra á sömu stýrikerfum og
eru því mjög skyldar vörur, að
sögn Gunnars. „Í raun má segja
að með því að bæta símum og
snjallúrum við okkar viðamikla
spjaldtölvuúrval séum við senni-
lega að opna eina stærstu snjall-
tækjadeild landsins, þar sem hægt
er að sjá allt það nýjasta og mest
spennandi frá Apple, Asus, Sam-
sung, LG, HTC og Toshiba. Allt eru
þetta fimm stjörnu framleiðend-
ur sem viðskiptavinir okkar hafa
frábæra reynslu af. Við hlökkum
mikið til að bæta símum og snjall-
úrum við úrvalið og bjóðum alla
velkomna að skoða nýju deildina
um helgina.“
Hefja sölu á farsímum og snjallúrum
Tölvulistinn er stærsta tölvuverslanakeðja landsins. Um helgina stíga þeir skrefið inn á farsímamarkaðinn með því að bjóða í
fyrsta sinn upp á iPhone, Samsung, LG og HTC í öllum átta verslunum sínum um landið.
APPLE IPAD AIR 2 Nýjasta gerðin af iPad
með ofurskörpum Retina-skjá með 40%
hraðari örgjörva, meira en tvöfalt hraðari
grafíkvinnslu og allt að 10 tíma rafhlöðu-
endingu. 18% þynnri og er aðeins 6,1 mm
á þykkt. Jólaverð frá kr. 88.990.
10" MEMO PAD MemoPad er frábær
jólagjöf fyrir þá sem vilja gefa hágæða
spjaldtölvu með öllu því nýjasta og
frábærum skjá. Hún er ofurhröð með Intel
Atom örgjörva, 2 GB vinnsluminni og IPS
háskerpuskjá. Jólaverð 49.990.
8" NEXTBOOK Vinsælasta spjald-
tölvan fyrir jólin í Tölvulistanum er 8" frá
Nextbook. Sérstaklega hentug stærð
fyrir börn. Aðgangur að þúsundum leikja
og fræðsluforrita í gegnum Google Play.
Jólaverð kr. 14.990
Stærsta verslun Tölvulistans er á Suðurlandsbraut 26 en samtals eru verslanirnar átta um allt land. Gunnar Jónsson, markaðsstjóri
Tölvulistans, er hér með 10" Asus-spjaldtölvu með háskerpuskjá sem er á 49.990 á jólatilboði.
LG G WATCH R Hringlaga
snjallúr með P-OLED skjá.
Púlsmælir, loftþrýstingsmælir
og lengri rafhlöðuending.
Jólaverð kr. 49.990.
SNJALLSÍMAR
SPJALDTÖLVUR SNJALLÚR
HTC ONE 5" skjár og fjórkjarna
Snapdragon 801 örgjörvi. 1.080 punkta
háskerpuskjár og 16 GB innbyggt
minni. Jólaverð kr. 129.990 og 32 GB
minnisstækkun í kaupbæti.
SAMSUNG GALAXY S5 Glæsilegur arftaki
hins vinsæla Galaxy S4. Stærri myndflaga og
skýrari myndir. Fjórkjarna 2,5 GHz örgjörvi og 2
GB vinnsluminni. Púlsmælir og fingrafaraskanni
sem eflir öryggi símans. Jólaverð kr. 99.990
og 32 GB minnisstækkun í kaupbæti.
LG G3 Fjórir kjarnar og 5,5 tommu skjár sem
styður Quad HD-upplausn sem eru mestu
skjágæði sem hægt er að fá í farsíma. 13 MP
myndavél sem tekur skýrar myndir í há skerpu-
upplausn. Jólaverð kr. 99.990 og 32 GB
minnisstækkun í kaupbæti.
IPHONE 6 Vinsælasti sími heims. Þynnri,
öflugri og léttari. Til bæði með 4,7" skjá
og 5,5". A8-örgjörvi og M8-grafíkkjarni.
Fingrafaraskanni fyrir aukið öryggi. iPhone
6 er á jólaverði frá kr. 119.990 og iPhone
6 Plus frá kr. 129.990.
SAMSUNG GALAXY GEAR S.
Byltingarkennt og glæsilegt snjallúr
með kúptum AMOLED-skjá. Hægt að
hringja í eða úr símanum í gegnum
Wi-Fi eða Bluetooth. Jólaverð 58.990.