Fréttablaðið - 06.12.2014, Síða 106

Fréttablaðið - 06.12.2014, Síða 106
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 66 Stjarneðlisfræðin er stór-kostlegt fræðasvið, lík-lega það stórkostlegasta. Þar freista vísindamenn þess að svara spurning-um sem eru jafnaldrar mannkyns: Hvaðan komum við? Af hverju erum við hér? Þannig rýnir stjarneðlisfræðin í hið risa- vaxna, hinn mælanlega alheim, en um leið hið agnarsmáa. Í upphafi var alheimurinn til- tölulega leiðinlegur. Hann var reyndar nokkuð óspennandi í um 100 milljón ár eða svo. Vetni og helíum, forverar alls, áttu leik- sviðið þangað til að efnin þétt- ust í gasský sem á endanum féllu saman og mynduðu fyrstu sól- stjörnurnar. Í samrunaofnum fyrstu stjarnanna litu þyngri frumefni dagsins ljós. Með ofsa- fengnum dauða stjarnanna þeyttust þessi efni út í víðátt- ur alheimsins. Þetta var upphaf þeirrar þróunar sem færði okkur alheiminn eins og hann er í dag –nokkuð spennandi alheimur í raun. Þeir sem rýna í alheiminn til forna eru fornleifafræðingar stjarnanna. Hlutverk þeirra er að útskýra hvernig og af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru. Doktors neminn Ása Skúladóttir er einn af þeim og nýjasta rann- sókn hennar er liður í þessari löngu leit. Fyrir leikmanninn eru ný- legar rannsóknarniðurstöður Ásu og kollega hennar við Kapt- eyn-stjarneðlisfræðideildina í Groningen-háskóla lítið annað en frumskógur framandi tákna og orðfæris. Undirritaður var því nokkuð stressaður fyrir símtal- inu frá Hollandi, þar sem Ása býr og vinnur. Röddin á hinum end- anum var glaðvær, í raun hress- andi. „Það er allar stærðargráður að finna í stjarneðlisfræðinni. Það stærsta og það agnarsmáa,“ segir hin 32 ára Ása hlæjandi. Leyndarmál Myndhöggvarans „Það sem ég geri er að skoða yfir- borð þessara fornu stjarna, til að sjá hvernig þær mynduðust, hvern- ig aðstæður voru þegar þær mynd- uðust og í raun úr hverju heimur- inn var gerður þegar þær urðu til.“ Rannsókn Ásu tekur til athugana á stjörnu í hinni ævafornu Sculp- tor-dvergvetrarbraut (stjörnu- merkið Myndhöggvarinn). Eftir að hafa hellt sér yfir rannsóknargögn kom í ljós að þessi fábrotna stjarna var einstök í vetrarbraut sinni. „Sculptor-dvergurinn er lítil, einn þúsundasti af massa Vetrar- brautarinnar. Stjörnurnar þar mynduðust fyrir tíu milljörðum ára en það sem við sáum var að ein stjarnan var allt öðruvísi en hinar.“ Það sem Ása og félagar sáu í töl- unum var að stjarnan er gríðar- lega rík af kolefni. Leit að slíkum stjörnum hefur staðið yfir árum saman. Í ljósi uppgötvunarinnar lagði Ása land undir fót, áfanga- staðurinn var fullkomnasta stjörnuathugunar stöð heims (VLT- sjónaukinn) í Atacama-eyðimörk- inni í Síle. „Þar fengum við að rannsaka stjörnuna í smáatriðum,“ segir Ása. „Og þar fengum við staðfest- ingu á uppgötvuninni.“ Arfur öldunganna En af hverju að standa í þessu? Hvaða máli skiptir að finna kolefnis ríka stjörnu? Til að finna svarið verðum að leita aftur til frum goðanna: fyrstu stjarnanna, sem gáfu okkur allt. Það kemur ekki á óvart að vís- indamenn hafi áhuga á uppruna kolefnis. Það er fjórða algengasta frumefnið í Vetrarbrautinni, á eftir vetni, helíum og súrefni, og er efnafræðileg forsenda lífs. Lík- ami okkar er 18% kolefni. Sólin okkar framleiðir þyngri frumefni í miklum mæli, hún er járnrík og tilheyrir afar fjölmenn- um hópi stjarna. Járnrýrar stjörn- ur aftur á móti eru mun sjaldgæf- ari. „Það sem við höfum séð er að þessar járnrýru stjörnur eru upp til hópa kolefnisríkar,“ segir Ása. „Enn sem komið er getum við ekki séð fyrstu kynslóð stjarna. Með því að rýna í efnin sem þau skildu eftir sig komumst við nær þeim. Það gæti verið að þetta mikla magn kolefnis komi frá fyrstu stjörnunum.“ Niðurstöður Ásu kalla á frekari rannsóknir, það verkefni er þegar hafið. Ása, fornleifafræðingur stjarnanna, er rétt að hefja sína leit. „Skemmtilegasta eðlisfræðin á sér stað úti í geimnum,“ segir Ása. „Þar er dramatíkin. Þetta er svo mikil tenging við okkar dag- lega líf.“ Fornleifafræðingar alheims leita fyrstu stjarnanna Myndhöggvarinn hefur verið afkastamikill undanfarið. Þið finnið hann á norðurhimni, að nætur- lagi. Þar dvelur hann í 280 þúsund kílómetra fjarlægð og þrýstir, lemur og mótar sólstjörnur sem aldrei fyrr. Af milljónum stjarna í þessari vetrarbraut er ein sem fangað hefur athygli íslensks stjarneðlisfræðings. Stjarnan hefur nefnilega stórkostleg leyndarmál að geyma. VLT-SJÓNAUKINN Ása notaði sjónaukann í Síle við rannsóknir sínar. Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@frettabladid.is Það er allar stærðar- gráður að finna í stjarneðlis- fræðinni. Það stærsta og það agnarsmáa. Ása Skúladóttir, doktorsnemi við Groningen-háskóla í Norður-Hollandi THE SAVAGE LOVECAST Dan Savage er kynlífsráðgjafi í Seattle í Bandaríkjunum. Í gegnum appið nálgast ég poddkastið hans sem ég hlusta á í hverri viku og svo er það troðfullt af alls konar fróðleik. INSTAGRAM Ég fylgi vinum og vandamönnum og svona 3.000 skeggjuðum karlkyns módelum. ARION-APPIÐ Því ég þarf að vita hvort ég á pening. TINDER Það segir sig sjálft, verandi einhleyp kona. UP Appið sem vinnur með Jawbone-armband- inu mínu sem telur skrefin mín og skráir hversu djúpt ég sef. QUIZUP Ég er spurninganörd og þetta app er að gera mig að semi-keppnismanneskju. ITUNES Mér er sagt að það sé ógeðslega gamal- dags, en ég kaupi ennþá tónlist þar. Að auki nota ég það til að hlusta á hljóð- bækur og poddköst. MESSENGER Til að halda sambandi við annað fólk. UPPÁHALDS ÖPPIN8 Ragnheiður Haralds og Eiríksdóttir hjúkrunar- fræðingur 3G 9:41 AM Tinder Arion appið Itunes Instagram Savage Lovecast up Quizup Messenger HYRULE WARRIORS ★★★ ★★ Wii U BARDAGALEIKUR Hyrule Warriors er bardagaleikur sem byggir á Zeldu-leikjunum en flokkast þó ekki sem „alvöru“ Zeldu-leikur heldur hliðarafurð. Hann er samstarfs- verkefni Nintendo og fyrirtækisins Koei Tecmo, byggir á grunni Dynasty Warriors-leikjanna og flokkast einnig til þeirrar leikjaraðar. Í Hyrule Warriors berjast spilarar við ógrynni óvina með það að markmiði að stöðva ill öfl í því að ná yfirráðum í Hyrule (en ekki hvað). Leikurinn er skemmtilegur og heldur manni við efnið með áhugaverðum söguþræði. Allar helstu hetjurnar eru til staðar og eru þar Link og Zelda vitanlega í fararbroddi. Sérstaklega er ánægjulegt að finna kunnuglegar fjársjóðskistur og vopn. Einnig þegar leikurinn leiðir mann í borð sem byggja á gömlum Zelda-leikjum, nánar tiltekið Twilight Princess, Skyward Sword og Ocarina of Time. Þar skjóta gamalkunnar persónur upp kollinum og spila inn í atburðarásina. Eftir því sem líður á leikinn safnar maður sér smám saman fleiri pers- ónum til að spila og er þar sniðugt að geta einnig valið óvini sem hafa fallið í valinn og nýtt sér eiginleika þeirra og vopnabúr. Alls eru persónurnar sem hægt er að velja úr þrettán og er hægt að dunda sér við að auka styrk þeirra og hæfileika. Bardagarnir í Hyrule Warriors eru nokkuð einhæfir með miklum sverðasveiflum. Einhvern veginn virkar þetta allt samt ágætlega. Ekki síst þar sem leikurinn er mjög góður í tveggja manna spili þar sem reynir oft á útsjónarsemi, herkænsku og góða samvinnu. Þá er árásarfimi persónanna sem hægt er að velja úr oft mjög til- komumikil. Maður nýtur þess að sigra óvini með loftköstunum sem hægt er að framkalla með fjarstýringunni. Kjörinn leikur fyrir aðdáendur Zeldu sem bíða spenntir eftir risaleiknum sem von er á fyrir Wii U á næsta ári. tinni@frettabladid.is Bardagaveisla í boði Zeldu Í NÝJUM GÍR Zelda, Link og félagar berj- ast af miklum móð í Hyrule Warriors. 1 Mortal Kombat X 2 Metal Gear Solid V: The Phantom Pain 3 The Order: 1886 4 The Legend of Zelda Wii U 5 Uncharted 4: A Thief’s End TOPP 5 2015 Nokkrir leikir sem beðið er með eftirvæntingu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.