Fréttablaðið - 06.12.2014, Side 136

Fréttablaðið - 06.12.2014, Side 136
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 96 „Þetta byrjaði nú eiginlega sem djók, en svo áttuðum við okkur á að þetta væri að vissu leyti okkar listayfirlýsing,“ segir Sigurður Ámundason teiknari. Hann ásamt sjö félögum sínum hefur opnað Hina konunglegu teiknisýningu í galleríi Ekkisens. „Eins og flestir vita þá finnst listamönnum þeir yfirleitt vera snillingar og miklu betri en hinir. Við tökum okkur mjög hátíðlega og er það undirtónninn í sýningunni hjá okkur, þótt hver mynd kannski tákni eitthvað annað. Þegar við tökum okkur svona hátíðlega þá myndast smá keppni innan hópsins. Við viljum enga falska hógværð,“ segir Sigurður léttur. Hann segir hópinn vera eins og nokkurs konar saumaklúbb sem hittist og teiknar saman. Þeir hafi flestir á einhverjum tímapunkti verið saman í skóla og þannig kynnst innbyrðis. „Okkur fannst hálfhallærislegt fyrst að við værum bara strákar, en svo ákváðum við bara að snúa því upp í grín og láta eins og við værum miklar karlrembur, sem við erum ekki,“ bætir Sigurður við. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir halda sýningu saman, en þeir stefna að því að gera hana að árlegum viðburði. „Við erum að vona að hópurinn stækki svo að í framhaldinu sé hægt að búa til eins konar konungsfjöl- skyldu á Íslandi. Þá verður þetta á endanum bara teiknisýning,“ segir hann. Sýningin var opnuð í fyrra- kvöld í kjallara Bergstaðastrætis 25B í galleríi Ekkisens. - asi Félagar sem taka sig hátíðlega Átta teiknarar hafa opnað Hina konunglegu teiknisýningu í galleríi Ekkisens. KONUNGLEGU TEIKNARARNIR Matt- hías Rúnar Sigurðsson, Karl Torsten Ställborn, Sigurður Ámundason, Arn- grímur Sigurðsson, Héðinn Finnsson, Gylfi Freeland Sigurðsson, Sölvi Dúnn Snæbjörnsson og Arnór Kári Egilsson standa að Hinni konunglegu teikni- sýningu. MYND/SIGURLAUG GÍSLADÓTTIR TÓNLIST ★★★★ ★ Kiasmos Kiasmos ERASED TAPES Kiasmos er samstarfsverkefni þeirra Ólafs Arnalds, sem hefur getið sér ágætis orð fyrir tilrauna- kennda tónlist undir klassískum áhrifum, og hins færeyska Janusar Rasmussen, sem er þekktastur sem aðaldriffjöðrin í rafpoppsveitinni Bloodgroup. Hafa þeir félagar starf- að saman um nokkurt skeið og sent frá sér stuttskífur með óreglulegu millibili. Í lok októbermánaðar leit fyrsta breiðskífa piltanna dagsins ljós og er gripurinn samnefndur samstarfsverkefninu/hljómsveit- inni. Um er að ræða vandaða plötu sem flokkast til raftónlistar og sem slík er hún jafnvel nokkuð til- raunakennd. Klassísk áhrif frá Ólafi koma berlega í ljós og þá notast þeir félagar við talsvert af „live“ hljóð- færum sem gefa hljómnum aðra vídd. Taktarnir eru útpældir, hljóm- urinn er mjúkur, ef svo má að orði komast, og erfitt að henda reiður á hvort tónlistin sé dansvæn eða ekki. Kæmi til þess að platan yrði spiluð á klúbbi, væri það líklega rétt fyrir lokun þegar hugur gesta er orðinn tómur og fljótandi. Ef til vill myndi enska orðið „atmospheric“ hæfa hér – en því miður virðist íslenskan ekki geta fangað þá stemningu sem orðinu fylgir. En raftónlistaráhuga- menn vita. Þeir vita. Þeir Ólafur og Janus ná að mynda ágætan heildarsvip, platan er jöfn og sterk frá upphafi til enda. Bestu lögin eru níu mínútna súpurnar Thrown og Burnt en hápunkt inum er náð í Bent – sem er líklegasta lagið til að slá í gegn á klúbba- gólfum Evrópu, hafi það ekki gert það nú þegar. Platan er sem fyrr segir einkar vönduð. Helsti galli hennar, ef galla skyldi kalla, væri að hún er of vönd- uð. Orðsporið sem fer af þeim Ólafi og Janusi er að þeir séu miklir full- komnunarsinnar, sem er auðvitað jákvætt. En hljómurinn mætti vera aðeins meira „dirty.“ En það mætti auðvitað segja um allt. Já, allt! Björn Teitsson NIÐURSTAÐA: Flott skífa frá metnaðar- fullum tónlistarmönnum sem hafa lagt mikla vinnu í verkið. Mögulega of mikla, hljómurinn mætti vera smá „dirty.“ Mjúkir taktar með klassískum áhrifum Chris Martin, söngvari Coldplay, hefur greint frá því að hljóm- sveitin sé að vinna að sinni sjö- undu hljóðversplötu og að titillinn hafi þegar verið ákveðinn, A Head Full of Dreams. Forsprakkinn lét þessi tíðindi flakka í viðtali við útvarpsmann- inn Zane Lowe á BBC Radio 1. Platan mun fylgja í kjölfar Ghost Stories, sem kom út á þessu ári. „Við höfum ekki sagt neinum þetta. Við erum að gera plötu sem heitir A Head Full of Dreams. Við erum að vinna í henni en vegna þess að þetta ert þú og Radio 1 þá finnst mér í lagi að segja þér,“ sagði Martin. „Þetta er sjöunda útgáfan okkar og við lítum á hana eins og síðustu Harry Potter-bók- ina. Ekki það að við gefum ekki meira út einhvern tímann síðar en með þessari plötu erum við að ljúka einhverju.“ Ghost Stories kom út í maí og fór á toppinn í Bretlandi. Hljóm- sveitin fylgdi plötunni eftir með stuttri tónleikaferð um heiminn, þar sem hún spilaði m.a. í Royal Albert Hall í London. Nafn komið á sjöundu plötuna frá Coldplay Næsta hljóðversplata bresku hljómsveitarinnar heitir A Head Full of Dreams. Sú síðasta kom út á þessu ári. CHRIS MARTIN Söngvarinn lét tíðindin flakka í viðtali við útvarpsmanninn Zane Lowe. NORDICPHOTOS/GETTY Cameron Diaz segir að söngur sinn í kvikmyndinni Annie hafi verið „það hræðilegasta sem ég hef gert í kvikmynd“. Hin 42 ára leikkona tekur lagið í söngvamyndinni en Óskarsverð- launahafinn Jamie Foxx leikur einnig í myndinni. „Þetta var það hræðilegasta sem ég hef gert í kvikmynd,“ sagði hún. Henni þótti auðveldara að leika í kynlífsatriði í gamanmyndinni Sex Tape þar sem hún reyndi að stunda kynlíf með eiginmanni sínum [Jason Segel] á rúllu- skautum. En bætti við: „Mér líður best að vera bara eins og ég er.“ Leikstjóri Annie er Will Gluck sem er þekktastur fyrir myndina Friends with Benefits með Justin Timberlake og Milu Kunis í aðal- hlutverkum. Hræðilegt að syngja í Annie CAMERON DIAZ Leikkonan er ekki mikið gefin fyrir að syngja. NORDICPHOTOS/GETTY – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 ellingsen.is Munið gjafabréfi n! Jólagjöfin fæst í Ellingsen Snjallar jólagjafir LEGGHLÍFAR GAITER 420 HD 6.990 KR. EASTON GÖNGUSTAFIR 12.990 KR. SILVA RANGER S ÁTTAVITI 6.495 KR. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 4 4 1 5 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.