Fréttablaðið - 06.12.2014, Page 142

Fréttablaðið - 06.12.2014, Page 142
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | ? ➜ Spurninga- merkið … 9 sem eru öruggir 5 sem eru mjög líklegir 8 sem eru á brúninni 8 sem eiga litla möguleika Hverjir verða strákarnir okkar í Katar? Fréttablaðið skoðar í dag hvaða leikmenn eigi að skipa sextán manna landsliðshóp Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í Katar 15. janúar næstkomandi. Það er stutt síðan að íslenska landsliðið datt inn á mótið og landsliðsþjálfarinn, Aron Kristjáns- son, hefur talað um það að hann ætli ekki að gera margar breytingar á liðinu en hverjir eru öruggir og hverjir eru á brúninni? ARON PÁLMARSSON KIEL (ÞÝSKALAND) 24 ÁRA VINSTRI SKYTTA 10 leikir og 40 mörk í ár– 87 leikir alls. Af hverju: Vinstri skyttu- staðan er frátekin fyrir hann. Aron er einn besti handbolta- maður heims og aðeins meiðsli koma í veg fyrir að hann spili algjört lykilhlut- verk hjá íslenska liðinu á mótinu í Katar. ÁSGEIR ÖRN HALLGRÍMSSON NIMES (FRAKKLAND) 30 ÁRA HÆGRI SKYTTA (HORN) 17 leikir og 59 mörk í ár– 204 leikir alls. Af hverju: Getur bæði leyst af skyttu- og hornastöðuna hægra megin. Er ómissandi fyrir liðið af því að hann er mjög öflugur liðsmaður og þá er hann mjög góður varnarmaður. SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON SÉLESTAT (FRAKKLAND) 33 ÁRA LEIKSTJÓRNANDI 18 leikir og 49 mörk í ár– 234 leikir alls. Af hverju: Er leikstjórn- andi liðsins númer eitt og eins konar spilandi aðstoðar- þjálfari í sóknarleik íslenska liðsins. Snorri Steinn hefur sett upp leik liðsins á undanförnum árum og gerir það áfram. RÓBERT GUNNARSSON PARIS ST-GERMAIN (FRAKKL.) 34 ÁRA LÍNUMAÐUR 18 leikir og 38 mörk í ár– 251 leikur alls. Af hverju: Hefur verið fastamaður í íslenska liðinu í áratug og verður það áfram. Kom ferskari inn í þetta tímabil en mörg á undan og nær sér vonandi á strik í Katar. Íslenska liðið hefur beðið svolítið eftir því. ALEXANDER PETERSSON R-N LÖWEN (ÞÝSKALAND) 34 ÁRA HÆGRI SKYTTA 7 leikir og 27 mörk í ár– 157 leikir alls. Af hverju: Einn af lykil- mönnum íslenska liðsins í bæði vörn og sókn og gefur vonandi kost á sér í mótið sem yrði þá hans fyrsta síðan Aron tók við. Missti af EM 2014 og HM 2013 en hefur spilað síðustu leiki liðsins. BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON BERGISCHER HC (ÞÝSKAL.) 29 ÁRA MARKVÖRÐUR 18 landsleikir á árinu– 153 leikir alls Af hverju: Hefur verið að leika vel í Þýskalandi að undanförnu og er að koma sterkur til baka eftir frekar dapurt gengi framan af. Er og verður aðalmarkvörður liðsins og sá sem getur skilið á milli fyrir liðið. ARNÓR ATLASON ST-RAPHAËL (FRAKKLAND) 30 ÁRA VINSTRI SKYTTA 11 leikir og 35 mörk í ár– 154 leikir alls. Af hverju: Hefur verið í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í mörg ár og það er ekki að fara að breytast á þessu móti. Skorar oft mikilvæg mörk og íslenska liðið treystir á hann til að leysa af Aron í skyttustöðunni. ARON RAFN EÐVARÐSSON GUIF (SVÍÞJÓÐ) 25 ÁRA MARKVÖRÐUR 14 landsleikir á árinu– 36 leikir alls Af hverju: Er fyrir nokkru búinn að tryggja sig inn sem annar af tveimur markvörðum íslenska liðsins. Er mjög ólíkur Björgvini og hefur oft átt flottar innkomur þegar allt lekur inn hjá aðalmarkverðinum. GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON BARCELONA (SPÁNN) 35 ÁRA VINSTRI HORNAMAÐUR 14 leikir og 93 mörk í ár– 303 alls. Af hverju: Fyrirliði liðsins og leiðtogi. Einn besti vinstri hornamaður heims í mörg ár. Frekari orð eru óþörf. STEFÁN RAFN SIGURMANNSSON R-N LÖWEN (ÞÝSKALAND) 24 ÁRA VINSTRI HORNAMAÐUR 11 leikir og 18 mörk í ár– 30 leikir alls. Af hverju: Hann hefur leikið mjög vel í Þýskalandi þrátt fyrir fá tækifæri. Er líka mjög góður varnarmaður sem styrkir stöðu hans í baráttunni um sæti í hópnum. RÚNAR KÁRASON HANNOVER-BURGDORF (ÞÝS.) 26 ÁRA HÆGRI SKYTTA 10 leikir og 31 mark í ár– 48 leikir alls. Af hverju: Er að öllu eðlilegu varamaður Alexanders og Ásgeirs Arnar í skyttunni en hefur verið mikið meiddur. Hann hefur ekki spilað með landsliðinu frá EM í árs- byrjun. Mikil skytta og gæti nýst liðinu mjög vel. ÞÓRIR ÓLAFSSON STJARNAN 35 ÁRA HÆGRI HORNAMAÐUR 17 leikir og 43 mörk í ár– 112 alls. Af hverju: Er kominn aftur heim í íslensku deildina eftir langan atvinnumannaferil. Var síðast í þrjú ár hjá pólska stórliðinu Vive Targi Kielce. Þarf að vera heill til að halda stöðunni í hægra horninu. VIGNIR SVAVARSSON MIDTJYLLAND (DANMÖRK) 34 ÁRA LÍNUMAÐUR 19 leikir og 10 mörk í ár– 209 leikir alls. Af hverju: Er mikilvægur af því að hann styrkir liðið varnarlega. Vignir hefur fengið fá tækifæri í sókn- inni hjá landsliðinu en þarf líka að gera betur þar ef hann ætlar að fá að spila meira með landsliðinu. BJARKI MÁR GUNNARSSON AUE (ÞÝSKALAND) 35 ÁRA VINSTRI HORNAMAÐUR 14 leikir og 93 mörk í ár– 303 alls. Af hverju: Er ekki eins sterkur og hann var á Evrópumeistara- mótinu í Danmörku og var ekki að spila nógu vel í leikjunum við Ísrael og Svartfjallaland. Er framtíðarmaður og mun halda sæti sínu í liðinu. SIGURBERGUR SVEINSSON ERLANGEN (ÞÝSKALAND) 27 ÁRA VINSTRI SKYTTA 2 leikir og 6 mörk í ár– 44 leikir alls. Af hverju: Var í stóru hlut- verki í síðustu leikjum íslenska liðsins og mun áfram banka á dyrnar. Var góður gegn Ísrael en lék ekki vel í Svart- fjallalandi. Sá leikur gæti spillt fyrir honum enda í harðri samkeppni. ÓLAFUR GUÐMUNDSSON HANNOVER-BURGDORF (ÞÝS.) 24 ÁRA VINSTRI SKYTTA 16 leikir og 26 mörk í ár– 59 leikir alls. Af hverju: Hefur verið að glíma við meiðsli og var ekki með íslenska liðinu í síðustu tveimur leikjum. Var í íslenska hópnum á EM og missti aðeins af þremur leikjum liðsins á árinu 2014. GUNNAR STEINN JÓNSSON GUMMERSBACH (ÞÝSKAL.) 27 ÁRA LEIKSTJÓRNANDI 18 leikir og 14 mörk í ár– 18 leikir alls. Af hverju: Stimplaði sig vel inn á Evrópumeist- aramótið í Danmörku og leit þá út fyrir að ætla að tryggja sig inn í liðið á næstu árum. Hefur hins vegar ekki náð að fylgja eftir góðu gengi sínu frá því á EM. KÁRI KRISTJÁNSSON VALUR 30 ÁRA LÍNUMAÐUR 13 leikir og 19 mörk í ár– 83 leikir alls. Af hverju: Er kominn heim og hefur verið að raða inn mörkum fyrir topplið Olís- deildarinnar. Hann er samt langt frá því að vera öruggur með sæti í hópnum þrátt fyrir að línu- staðan sé frekar veik. ÓLAFUR GÚSTAFSSON AALBORG HÅNDBOLD (DAN.) 25 ÁRA VINSTRI SKYTTA 1 leikur og 0 mörk í ár– 22 leikir alls. Af hverju: Menn biðja og bíða milli vonar og ótta að Ólafur verði heill heilsu í janúar en ef hann er laus við meiðslin sem hafa verið að plaga hann þá ætti hann að fá sæti í liðinu og styrkja varnarleikinn. SVERRE JAKOBSSON AKUREYRI 37 ÁRA VARNARMAÐUR 18 leikir og 0 mörk í ár– 169 leikir alls. Sverre hefur verið kletturinn í vörn íslenska liðsins síðan Alfreð Gíslason tók hann inn fyrir HM í Þýskalandi 2007. Síðan þá hefur varnarleikur íslenska liðsins byggst upp í kringum sterka og brosmilda tröllið að norðan. Sverre hefur gefið það út í hálf- kveðnum vísum að hann verði ekki með á heimsmeistaramótinu og síðan mega menn líka spyrja sig að því hvort Sverre sé nægjanlega góður í þessa gríðarlega mikilvægu stöðu í íslensku vörninni. Sverre er kominn heim og spilar með Akureyri í Olís-deildinni í vetur og hann verður 38 ára gamall á næsta ári. Sverre er ekkert unglamb lengur og það er líka tvennt ólíkt að vera að spila sem atvinnumaður í þýsku deildinni eða í íslensku deildinni. Daníel Freyr Andrésson SönderjyskE (Danmörk) 25 ÁRA MARKVÖRÐUR 1 landsleikur í ár– 2 leikir alls. Sveinbjörn Pétursson Aue (Þýskaland) 26 ÁRA MARKVÖRÐUR 5 landsleikir í ár– 8 leikir alls. Björgvin Hólmgeirsson ÍR 27 ÁRA VINSTRI SKYTTA 1 leikur og 2 mörk í ár– 2 leikir alls. Árni Steinn Steinþórsson Haukar 23 ÁRA HÆGRI SKYTTA 6 leikir og 6 mörk í ár– 8 leikir alls. Atli Ævar Ingólfsson Guif (Svíþjóð) 26 ÁRA LÍNUMAÐUR 1 leikir og 1 mark í ár– 6 leikir alls. Tandri Már Konráðsson Ricoh (Svíþjóð) 24 ÁRA VINSTRI SKYTTA 2 leikir og 0 mörk í ár– 2 leikir alls. Róbert Aron Hostert Mors-Thy Håndbold (Danmörk) 23 ÁRA LEIKSTJÓRNANDI 0 leikir í ár– 303 alls. Heimir Óli Heimisson Haukar 24 ÁRA LÍNUMAÐUR 1 leikur og 2 mörk í ár– 1 leikur alls. ERNIR HRAFN ARNARSON EMSDETTEN (ÞÝSKALAND) 28 ára hægri skytta 2 leikir og 5 mörk í ár– 16 leikir alls. Af hverju: Hans mögu- leikar hafa oft staðið og fallið með forföllum í hægri skyttustöðunni og það eru ekki miklar líkur á að það breytist. Er aldrei inni í myndinni ef Rúnar Kárason er leikfær og Alexander gefur kost á sér. BJARKI MÁR ELÍSSON EISENACH (ÞÝSKAL.) 24 ÁRA VINSTRI HORNAMAÐUR 8 leikir og 19 mörk í ár– 13 leikir alls. Af hverju: Hefur vissulega hæfileikana til þess að vera í íslenska hópnum en sam- keppnin er rosaleg í vinstri horninu. Það er því samkeppnin en ekki hæfileikarnir sem kemur væntanlega í veg fyrir að hann fari til Katar. ARNÓR ÞÓR GUNNARSSON BERGISCHER HC (ÞÝSKAL.) 27 ÁRA HÆGRI HORNAMAÐUR 11 leikir og 6 mörk í ár– 34 leikir alls. Af hverju: Missir væntanlega enn og aftur af sæti í ís- lenska liðinu en er í samkeppni við Þóri. Aron velur varla varamann í hornið því bæði Alexander og Ásgeir Örn geta leyst þessa stöðu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.