Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 8
Ó
dýrara er að kaupa sér
ódýrasta tilboðsflugmiðann
til útlanda á 9.900 krónur,
fara í Fríhöfnina og versla
tollinn þar heldur en að
kaupa áfengi í Vínbúðinni. Og þú átt
afgang. Í fyrra dæminu sem sett er
upp og sýnt hér með greininni þá er
miðað við að keyptur sé allra ódýrasti
tilboðsmiði aðra leið en flugfélögin
hafa reglulega boðið upp á tilboð
þar sem flugið kostar aðra leið 9.900
krónur. Auk flugmiðans er keypt eins
líters flaska af Grand Marnier sem
kostar 3.999 krónur í Fríhöfninni,
einn lítra af Baileys sem kostar 3.199
krónur á sama stað og tvær kippur
af Egils Gull í hálfs lítra dósum sem
kosta samtals 2.518. Samtals gerir
þetta án flugmiðans 9.716 krónur.
Sama áfengi kostar 20.717 krónur í
ÁTVR. Munurinn er því 11.001 króna
eða 113 prósent. Sé keyptur tilboðs-
flugmiði á 9.900 krónur þá er 1.101
króna í afgang.
140 prósenta munur
Í seinna dæminu er keypt Grand
Marnier-flaska sem kostar eins og
áður sagði 3.999 krónur í Fríhöfn-
inni, Gordon‘s Gin-flaska einn lítri
sem kostar þar 2.599 krónur og auk
þess tvær kippur af Bola Premium-
bjór sem kosta 2.798 krónur. Samtals
eru þetta 9.396 krónur. Sama verð í
ÁTVR er 22.510 krónur. Munurinn er
því 13.114 krónur eða 140 prósent.
Sé keyptur ódýrasti tilboðsflugmið-
inn aðra leið eins og í fyrra dæminu
eru því 3.214 krónur í afgang. Ekki er
þó reiknað með bensínkostnaði eða
slíku í dæmunum enda aðeins gert
til gamans.
Mikil hækkun
Frá árinu 2008 hafa álögur á sterkt
áfengi hækkað mikið en síðasta
hækkun tók gildi 1. janúar. Á sama
tíma hefur sala á sterku áfengi dreg-
ist töluvert saman. Í desember 2008
hækkuðu áfengisgjöld um 12,5 pró-
sent, í maí 2009 hækkuðu þau um
15 prósent auk þess sem virðis-
aukaskattur af áfengi hækkaði úr
24,5 prósentum í 25,5 prósent. Í jan-
úar 2010 hækkuðu áfengisgjöld enn
um 10 prósent, í janúar 2012 um 5,1
prósent og svo í janúar 2013 um 4,6
prósent. Það er því töluverð hækkun
síðan 2008. Sé tekið dæmi um eins
lítra Smirnoff Vodka-flösku þá kost-
aði hún 4.864 krónur árið 2008 en
kostar í dag 7.199 krónur. Í prósent-
um er hækkunin 48 prósent.
8 Fréttir 25.–27. janúar 2013 Helgarblað
Ríkið tekuR 87% af
veRði flöskunnaR
n Flug aðra leið og áfengi í Fríhöfninni kostar minna en áfengi í Vínbúðinni
ILS stofnar
leigufélag
Stjórn Íbúðalánasjóðs tók á mið-
vikudag ákvörðun um stofnun
leigufélags um hluta af fasteign-
um sjóðsins. Mun félagið taka yfir
eignarhald og rekstur 524 fast-
eigna Íbúðalánasjóðs um land allt,
frá og með 1. janúar 2013. Félagið
sem um ræðir heitir Leigufélagið
Klettur ehf. og verður fyrst um sinn
í eigu Íbúðalánasjóðs. Rekstur þess
er sjálfstæður og hefur í félaginu
verið kosin sérstök stjórn.
Félagið yfirtekur núgildandi
leigusamninga í óbreyttri mynd og
ættu leigjendur viðkomandi eigna
ekki að verða fyrir neinni röskun.
Eignasvið Íbúðalánasjóðs mun
annast rekstur fasteigna Leigufé-
lagsins Kletts ehf., þar til félagið
tekur að fullu til starfa.
Eftir stofnun félagsins er Íbúða-
lánasjóður enn með um 1.700 fast-
eignir í eignasafni sínu. Hátt í 400
af þeim eru í útleigu, en stofnun
leigufélagsins mun í engu raska
stöðu þeirra sem leigja þær íbúðir,
að sögn Íbúðalánasjóðs.
Stofnun leigufélagsins hefur tvö
meginmarkmið. Annars vegar að
losa um eignarhald Íbúðalánasjóðs
á fasteignum og aðskilja rekstur
þeirra frá rekstri sjóðsins. Hins
vegar að koma til móts við þann
vilja stjórnvalda að auka framboð á
húsnæði til langtímaleigu.
Megintilgangur Leigufélags-
ins Kletts ehf. er að bjóða hent-
ugt íbúðarhúsnæði til leigu um
allt land, með langtímahúsnæðis-
öryggi að leiðarljósi. Heildarverð-
mæti þeirra 524 eigna sem félagið
yfirtekur er um 7,7 milljarðar króna.
Áætluð velta félagsins á árinu 2013
er um 700 milljónir króna. Hagnað-
ur af rekstri félagsins mun renna til
uppbyggingar á starfsemi þess.
Könnun á geymslu skotvopna:
Skotvopn í
ólæstum
hirslum
MMR kannaði hvort skotvopn væru
á heimilum fólks og hvernig þau
væru þá geymd. Skotvopn reynd-
ust vera á tæpum fjórðungi heimila
en af þeim sem svöruðu sögðu 23,5
prósent skotvopn vera á heimilinu
og 76,5 prósent sögðu engin skot-
vopn vera á heimilinu.
Í niðurstöðum könnunar MMR
kemur fram að á meirihluta þeirra
heimila sem skotvopn voru til stað-
ar voru gerðar einhvers konar ráð-
stafanir varðandi geymslu þeirra.
Þrátt fyrir að meirihluti geri ráðstaf-
anir varðandi geymslu skotvopna
vekur það athygli að skotvopn eru
geymd í sérgerðum vopnaskáp á
heimilum tæplega helmings skot-
vopnaeigenda. Af þeim sem svör-
uðu sögðu 43,9 prósent að skotvopn
væru geymd í sérútbúnum vopna-
skáp, 11,2 prósent sögðu að skot-
vopn væru geymd í læstri hirslu,
með gikklás, 10,5 prósent sögðu að
skotvopn væru geymd í læstri hirslu
en þó ekki með gikklás og 15,5 pró-
sent sögðu að skotvopn væru geymd
í ólæstum hirslum, með gikklás.
Tæpur fimmtungur sagðist gera
litlar eða engar ráðstafanir varðandi
geymslu skotvopna. Af þeim sem
tóku afstöðu sögðust 18,8 prósent
geyma skotvopn í ólæstum hirslum,
án gikkláss eða ekki gera neinar sér-
stakar ráðstafanir varðandi geymslu
skotvopna.
ÁTVR
10.550
ÁTVR
10.550
ÁTVR
7.460
ÁTVR
5.979
ÁTVR
4.188
ÁTVR
4.500
Fríhöfnin
3.999
Fríhöfnin
3.999
Fríhöfnin
2.599
Fríhöfnin
3.199
Fríhöfnin
2.518
Fríhöfnin
2.798
Ríkið tekur 87 prósent
af verði flöskunnar
Af þessari sömu vodkaflösku tekur
ríkið 87 prósent af verði flöskunnar.
Flaskan kostar núna út úr ríkinu,
eftir síðustu hækkun, 7.199 krónur.
Af því fara 87 prósent til ríkisins, eða
6.272 krónur. ÁTVR leggur 615 krón-
ur á flöskuna sem gerir 8,5 prósent.
Virðisaukaskattur af flöskunni er svo
25,5 prósent sem gera 1.463 krónur
eða 20 prósent af verði flöskunnar,
þar ofan á leggst áfengisgjaldið sem
er 4.194 krónur eða 58 prósent af
verði flöskunnar. Afgangurinn, 927
krónur, eða 13 prósent af heildar-
verði, fara svo í innkaupaverð flösk-
unnar, flutningsgjöld og framlegð.
Sama flaska kostar 2.399 krónur í
Fríhöfninni. n
Dæmi 1 Flugmiði, einstakt fargjald 9.900 kr. Afgangur ef verslað er í fríhöfninni 1.101 kr.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is munur
11.001
munur
13.114
Dæmi 2 Flugmiði, einstakt fargjald 9.900 kr. Afgangur ef verslað er í fríhöfninni 3.214 kr.
Minnkandi sala
á sterku víni í
Vínbúðum
2008 -3%
2009 -11%
2010 -16%
2011 -5,0%
2012 -4.1%
Desember 2008 Áfengisgjöld hækka
um 12,5%
Maí 2009 Áfengisgjöld hækka um 15%
Maí 2009 Vsk. á áfengi hækkar úr
24,5% í 25,5%
Janúar 2010 Áfengisgjöld hækka um 10%
Janúar 2012 Áfengisgjöld hækka um 5,1%
Janúar 2013 Áfengisgjöld hækka um 4,6%
Smirnoff
vodki 1 lítri
Verð út úr búð= 7.199 kr
Heildarhlutur ríkisins =
6.272 kr
n Álagning ÁTVR = 615 kr
eða 8,5% af heildarverði
n Virðisaukaskattur 25,5%
= 1.463 kr eða 20% af
heildarverði
n Áfengisgjald 4.194 kr eða
58% af heildarverði
n Afgangur = 13% eða 927 kr
sem inniheldur innkaupsverð
vörunnar, flutningsgjöld +
framlegð
M
y
n
D
iR
s
ig
tR
y
g
g
u
R
a
R
i