Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Qupperneq 53
Fólk 53Helgarblað 25.–27. janúar 2013
É
g ætlaði að vera búin að læra
tangó fyrir afmælið en segjum
bara að dansskórnir séu ekki
enn fundnir,“ segir Sjöfn Har
myndlistarkona sem verður sextug
25. janúar. Hún ætlar að eyða af-
mælisdeginum á Hótel Rangá með
nánustu fjölskyldu en þar hefur
hún pantað suður-ameríska svítu.
„Kannski finn ég tangóinn þar,“
segir hún og hlær.
Hún segir það svolítið ógnvekj-
andi tilhugsun að hún sé að kom-
ast á sjötugsaldurinn. „Það hlaut að
koma að þessu. Ég lít bara á þetta
þannig að ég sé að komast í fyrri
flokk heldri borgara.“
Sjöfn hefur haldið upp á stór-
afmæli á mismunandi vegu en
þegar hún varð fertug hélt hún
veislu í Listhúsinu í Laugardal þar
sem kóngurinn í Múlakaffi mætti
með þorramat. Þegar hún varð
fimmtug eyddi hún deginum í
Höfðaborg í Suður-Afríku þar sem
bróðir hennar býr. „Nú ætla ég nú
bara að skreppa yfir í næstu sýslu.“
Sjöfn er fædd og uppalin í
Stykkis hólmi en er nú búsett á
Stokkseyri þar sem hún hefur
undanfarin ár verið með vinnu-
stofu og myndlistarskóla. Áður var
hún með vinnustofu á Eyrarbakka, í
Reykjavík og í Kaupmannahöfn.
Þ
etta verður notalegur dekur-
dagur,“ segir Hanna Valdís
Garðarsdóttir á Selfossi sem
verður fertug í dag, föstudag.
Hanna Valdís segir veisluhöld bíða
þar sem þau hjónin standi í fram-
kvæmdum á heimilinu. „En í stað-
inn ætla ég í spa og á snyrtistofu
í alls kyns dekur. Svo um kvöldið
ætlum við að eiga notalega stund
heima og elda eitthvað gott saman.“
Hanna Valdís er lyfjatækn-
ir og starfar á sjúkrahúsinu á Sel-
fossi, bæði við lyfjaafgreiðslu og
við umönnun á öldrunardeild auk
þess sem hún sér um bókhald fyrir
Bílasölu Selfoss. Hún er ákveðin í að
taka sér frí frá vinnu í tilefni dags-
ins og segist ekki hafa áhyggjur af
hækkandi aldri. „Þetta er bara mjög
gott enda má maður vera þakklátur
fyrir að fá að eldast. Það er ekki eins
og ég sé orðin eitthvað háöldruð. Ég
þakka bara fyrir hvert ár.“
Ætlaði að vera
búin að læra tangó
Spa og dekur
Sjöfn Har verður sextug í dag, föstudag
Hanna Valdís tók sér frí í tilefni dagsins
N
afnið er tilkomið með
gaman sömum hætti en en
ég var sjóari og var stund-
um kallaður Stjáni blái. seg-
ir Kristján Þór Júlíusson al-
þingismaður sem heldur úti síðunni
Stjáni blái. Hann segir nafnið því
bæði skírskotun í sjómennskuna og
stjórnmálin.
Nýtir sér tæknina
Blár litur er áberandi á síðunni sem
hann byrjaði með fyrir nokkrum
árum og segja má að hún sé eins
konar fjölmiðill þar sem Kristján
birtir viðtöl sín við fólk í landinu.
Aðspurður um áherslur sínar á síð-
unni segist hann vilja bera út þau
lífsviðhorf sem almenningur í hans
kjördæmi hefur. Hann hafi alltaf
lagt sig fram um að hlusta á það
sem fólk hefur að segja og reynt að
miðla því áfram með einhverjum
hætti. „Svo sér maður möguleik-
ann sem þessi nýja tækni í sam-
skiptum býður upp á. Að maður
hafi þann möguleika að bjóða
fleirum að hlusta á þetta sama fólk
sem ég gef mig í rauninni út fyr-
ir að vinna fyrir. Ég tel að radd-
ir þessa fólks eigi fullt erindi inn í
þjóð félagsumræðuna í dag. Hér er
mikil fjölbreytni og mikil reynsla
sem getur orðið öllum til gagns.
Það er í rauninni megintilgangur
minn, að vinna eitthvað til gagns
með þessu.“
Viðbót við ræðupúlt Alþingis
Kristján, sem þingmaður í stóru og
víðfeðmu kjördæmi, bendir á að
þetta sé í raun það sama sem hann
hefur gert á vettvangi vinnu sinnar
í flokknum, að miðla upplýsingum.
„Ef maður tekur starf þingmanns, þá
ber hann þessi boð á milli kjördæma
í ræðupúlti Alþingis. Það er hins
vegar bara einhliða frásögn en með
þessari tækni gefst miklu meira rými
til að bera skilaboð fólks og sjónar-
mið milliliðalaust. Þetta er því bara
viðbót við aðra fjölmiðlun í landinu.“
Lærir á tæknina smátt og smátt
Þingmaðurinn er einnig farinn að nýta
sér Facebook í sömu erindagjörð-
um. „Ég hef verið með opinbera síðu
á Facebook núna í tvö til þrjú ár og
er að koma mér inn á þessa miðlun.
Maður lærir á þessa tækni tækni
smátt og smátt og kemur alltaf auga á
nýja möguleika til að nýta þessa nýju
tækni.“
Hann bætir við að samspil heima-
síðu, upptöku og Facebook gefi hon-
um þann möguleika, sem stjórn-
málamanni, að bera út skilaboðin frá
fólkinu til þeirra sem hafa áhuga á að
hlýða á þau.
Aðspurður hvort hann noti einnig
nafn Stjána bláa á Facebook segir
Kristján: „Nei, hún heitir nú því virðu-
lega nafni Kristján Þór Júlíusson.
Maður getur ekki verið Stjáni blái alls
staðar.“ n
Kristján Þór
er Stjáni blái
n Skírskotun í sjómennskuna og stjórnmálin
Stjáni blái Fyrrverandi
sjómaðurinn Kristján.
K
nattspyrnumaðurinn Garðar
Gunnlaugsson er á lausu.
Samkvæmt öruggum heim-
ildum DV hafa Garðar og
Skagamærin unga, Alma Dögg
Torfadóttir, slitið samvistum. DV
flutti fyrstu fréttir af sambandi
þeirra í júlí í fyrra. Þá virtist parið
afar hamingjusamt og ástfangið
og fréttir af sambúðinni bárust
svo um haustið. „Við pössum mjög
vel saman – erum með svipaðan
húmor og getum talað endalaust
saman og sitjum oft langt fram á
kvöld og spjöllum. Svo skemm-
ir ekkert fyrir hvað hún er falleg
og góð. Það er alveg ótrúlegt hvað
hún virðist þola gamla karlinn,“ lét
Garðar hafa eftir sér í september.
Nú hefur ástareldurinn hins vegar
slokknað en samkvæmt heimild-
um DV voru sambandsslitin gerð
í góðu.
Eins og alþjóð veit er Garðar
fyrrverandi eiginmaður glamúr-
drottningarinnar Ásdísar Ránar
Gunnarsdóttur. Hjónakornin fyrr-
verandi eiga saman tvö börn en
heimildir blaðsins herma að þótt
Garðar og Ásdís Rán séu í góðu
sambandi barnanna vegna séu
afar litlar líkur á að þau taki saman
aftur.
Garðar og Ásdís bjuggu meðal
annars saman í Búlgaríu en þangað
fluttu þau vegna knattspyrnuferils
hans. Nú býr Garðar á Akranesi þar
sem hann spilar knattspyrnu með
ÍA og elur upp son þeirra, Hektor.
Það að fótboltamaðurinn
sé aftur kominn út á markað-
inn eru eflaust góðar fréttir fyrir
einhleypar íslenskar konur enda
Garðar eftirsóttur piparsveinn sem
eitt sinn var valinn herra Ísland.
Garðar neitaði að tjá sig um
málið þegar DV leitaði eftir því. n
n Sleit sambandinu við Skagameyna
Garðar á lausu
PiparsveinnÞær eru eflaust ófáar stúlk-
urnar sem fagna því að Garðar Gunnlaugs-
son sé kominn á markaðinn.
Afmælisbarnið
Kemst í fyrri flokk
heldriborgara.
Fertug í dag
Aldrei að vita nema hún fái barnið í afmælisgjöf
Þ
að er lítið planað í tilefni dags-
ins en ég verð þó með smá
fjölskylduboð heima,“ seg-
ir Valbjörg Pálmarsdóttir á
Sauðárkróki sem verður fertug í dag,
föstudag.
Valbjörg er leikskólakennari á
leikskólanum Ársölum. „Að vísu er ég
hætt að vinna þar sem ég er að bíða
eftir að fæða barn,“ segir Valbjörg
sem er skrifuð inn 9. febrúar.
Valbjörg á tvær stelpur fyrir en
segist ekki vita hvort kynið sé um
að ræða núna. „Það verður bara
spennandi að fá að vita þegar þar að
kemur. Svo er aldrei að vita nema ég
fái bara barnið í afmælisgjöf. Kannski
ég verði bara á deildinni í staðinn
fyrir að vesenast með kaffiboð,“ segir
hún hlæjandi.
Aðspurð segist hún sakna þess
að missa af afmælissöng leik-
skólabarnanna þar sem hún sé
hætt að vinna. „Að vísu ætla ég
að kíkja aðeins á leikskólann til
að gefa samstarfskonunum köku.
Það er aldrei að vita nema þær
syngi fyrir mig.“
Söngvakeppnin um helgina