Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn 6 voru viðfangsefni hans meira í kalda vatninu en jarðhita, þ.e. verk tengd vatnajarðfræði, vatnafari, grunnvatni og neysluvatnsmálum. Í maí 1982 var hann ráðinn deildarstjóri á Vatns- orkudeild Orkustofnunar (VOD) yfir jarðfræði- kortlagn ingu og hélt áfram sem slíkur á ROS (Rann- sóknarsvið Orkustofnunar). Þann 1. febrúar 1999 fór hann síðan á ALD (Auðlindadeild Orkustofn- unar). Þar var ábyrgðarsvið hans hagnýt jarðefni. Fyrstu rannsóknarskýrslur Freysteins sem skráðar eru í Bókasafni Orkustofnunar eru frá 1964. Freysteinn fór fremstur í flokki þeirra jarðvís- indamanna sem lögðu stund á íslenska vatnajarð- fræði og hafði allra manna gleggsta sýn yfir íslenskt vatnafar. Um það skrifaði hann ótal skýrslur og greinargerðir og einnig fræðilegar ritgerðir í vísindarit. Grunnvatn og lindir voru hugðarefni hans, uppruni vatnsins, rennslisleiðir neðanjarðar, rennslismagn og efnainnihald. Enginn þekkti betur grundvallarlögmál þessara fræða. Hann átti auðvelt með að beita hvers kyns reikniformúlum máli sínu til stuðnings, Darcy-lögmálið þekkti hann út í ystu æsar og allar afleiður þess. Hann var ótrúlegur reikningshaus og gat hann reiknað hin flóknustu dæmi í huganum með undraverðum hraða og öryggi. Enn klárari var hann þó í efna- fræðinni og þeim hvörfum sem eiga sér stað milli vatns og bergs. Hann safnaði sýnum úr lindum, brunnum og borholum víðsvegar og lét efnagreina. Þannig varð til afbragðs gagnasafn og á grundvelli þess gerði hann fjölmörg kort sem sýna efnagildi í grunnvatnsstraumum landsins. Á síðari árum vann hann mikið að vatnsvernd- armálum og lagði gjörva hönd á lagabálka um vatn og vatnsvernd. Hann var snjall nýyrða- og hug- takasmiður og íslenskaði fjölmörg heiti og hugtök í fræðum sínum, grunnhugtök vatnsverndarinnar, brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði, eru t.d. frá honum runnin. Freysteinn var sérstaklega heiðraður á norrænni ráðstefnu um neysluvatn á vegum Norðurlanda- deildar IWA (International Water Association), sem haldin var í Reykjavík sumarið 2006. Freysteini hlotnuðust svokölluð „Pump Handle Award“ ársins 2006, sem veitt eru fyrir einstakt framlag í þágu betra og heilnæmara neysluvatns. Freysteinn Sigurðsson var óvenjulegur maður og ógleymanlegur öllum sem kynntust honum. Hann var afburða sögufróður og gat sett fyrirvaralaust á heilu fyrirlestrana um Sturlungaöld, höfund Njálu, stríðsárasögu Þýskalands, miðaldasögu Evrópu og helgra manna sögur, svo ekki sé minnst á Herúla, þátt þeirra í landnámi Íslands og menningaráhrif fram eftir öldum. Hann var einnig óvenju hagyrtur og manna fljótastur að kasta fram kviðlingum og stökum en hirti sjaldan um að skrifa kveðskap- inn niður, lét aðra um það. Aðaleinkenni þessa skáldskapar var kerskni og alvöruleysi. Þó gat hann einnig brugðið fyrir sig viðkvæmri ljóðrænu, einkum í náttúrulýsingum, og náði oft miklu flugi. Hann samdi ófá skemmtikvæði og afmælisbragi og söng þá á mannfundum enda var hann hrókur alls fagnaðar og söngmaður góður, hafði áheyrilega barítónrödd. Fræg varð vísa sem hann skildi eftir sig í gestabók í fjallakofa norðan Vatnajökuls. Þar hafði hann verið á ferð með verkfræðingum og hlustað daglangt og náttlangt á hin ýmsu tilbrigði við virkjanir á þessu svæði. Þá setti hann saman lítið vers til að stríða þeim og hinni óspilltu nátt- úru til varnar. Ómar Ragnarsson fréttamaður rakst síðan á kveðskapinn þegar hann gisti sama kofa nokkru síðar og það var ekki að sökum að spyrja – vísan varð uppistaðan í rokufrétt í Sjónvarpinu og olli talsverðum hvelli í orkugeiranum. Freysteinn var mikill félagsmálamaður og bar- áttujaxl, beitti sér jafnt fyrir hag og kjörum stéttar sinnar og náttúruvernd. Hann var formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) 1986–1988. Starf félagsins efldist mjög í hans tíð, hafin var upp- bygging trúnaðarmannakerfis og í aprílbyrjun 1987 stýrði hann félaginu í snörpu 10 daga verkfalli, sem skilaði góðum árangri. Hann var formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN) 1990–2001 og var kjörinn heiðursfélagi þess árið 2005. Hann var einn af stofnendum Oddafélagsins og stjórnarmaður þar frá upphafi, stjórnarmaður í Landvernd til dauðadags og varaformaður sam- takanna hin síðustu ár. Einnig var hann stofnfélagi og driffjöður í Gildi heilagrar Barböru á Íslandi en hún er verndardýrlingur jarðfræðinga. Eftirlifandi eiginkona Freysteins er Ingibjörg Sveinsdóttir lyfjafræðingur. Þau bjuggu lengst af á Kársnesbraut 33 í Kópavogi. Börn þeirra: Sigurður, eðlisfræðinemi (1966–1997), Gunnar, skógfræð- ingur (1970–1998), og Ragnhildur, umhverfisfræð- ingur (1975). Íslenskir náttúrufræðingar og náttúruverndar- menn eiga Freysteini að þakka margar eftirminni- legar og gefandi samvinnu- og samverustundir í áranna rás, jafnt í kjarabaráttu, á baráttusamkom- um, í fræðsluferðum, skemmtiferðum, fyrirlestrar- sölum og víðar. Með honum er genginn einn litrík- asti persónuleikinn í skrautlegum hópi íslenskra jarðvísindamanna fyrr og síðar. Árni Hjartarson, jarðfræðingur Mynd. Freysteinn Sigurðsson, ásamt Þórólfi H. Hafstað samstarfsmanni sínum, við jarðfræðirannsóknir í Ódáða- hrauni 13. júlí 1992. Ljósm. Ingibjörg Kaldal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.