Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 75

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 75
75 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hverfandi. Þann 17. nóvember gerði allhvassa norðanátt. Á sama tíma kólnaði niður í um -1°C. Vindhrað- inn var til jafnaðar 12 m/s. Sam- anlagður skynvarmi og dulvarmi reiknaðist vera 214 W/m2 til jafnaðar yfir daginn og við bættist tap vegna nettóútgeislunar (sjá rammagrein), um 60 W/m2. Slíkt á sér einkum stað í norðanátt. Frá upphafi veður- mælinga á Leirum reiknast saman- lagt varmastreymi skynvarma og dulvarma mest hafa orðið 615 W/ m2 í 8 stiga frosti og 15 m/s vindi til jafnaðar þann 16. nóvember 2006. Sambærilegt varmastreymi er helst að finna þegar ískalt heimskautaloft berst af hafíssvæðum yfir opið haf að vetrinum og það getur reyndar farið yfir 1000 W/m2. 12 Til að setja þessar tölur í samhengi skal þess getið að það tekur allan vatnsbolinn rúmlega 8 daga að kólna um 1°C þegar varmatapið nemur 200 W/m2. Varminn sem tapast úr vatninu þessa átta sólarhringa jafn- gildir um 3,4 TWh (teravattsstund- um). Það samsvarar um 40% allrar raforkuvinnslu Landsvirkjunar eins og hún var árið 2007. Ætla mætti að Þingvallavatn kólnaði nokkuð þegar snjó úr ná- grenninu skefur út á vatnið. Fjúk eða snjókoma sem jafngildir 100 mm úrkomu og hafnar í vatninu krefst vitanlega bræðsluvarma og hann er tekinn úr Þingvallavatni. Bræðsluvarmi 100 mm, sem er nálægt því að vera öll úrkoma eins mánaðar, kælir vatnsbolinn ekki nema um 0,2°C eða þar um bil. Í flestum árum hefur bráðnun á snjó því engin afgerandi áhrif á kólnunar- hraða Þingvallavatns. Geislunarmælingar Veðurstofa Íslands eignaðist fyrir nokkru fullkomið tæki til geislunarmælinga sem komið var fyrir í mælireit Veðurstofunnar í Reykjavík. Tækið mælir inngeislun sólar, speglun frá yfirborði, einnig geislun skýja og andrúmslofts á innrauða sviðinu sem og útgeislun jarðar. Allir geislunarþættirnir eru með mælieininguna W/m2 (vött á fermetra). Niðurstöðurnar eru geymdar í gagnaskrá á Veður- stofunni og eru til reiðu gildi á klukkustundar fresti. 2. tafla sýnir dæmigerð gildi frá morgni til kvölds einn bjartan nóvemberdag árið 2007. Ef gert er ráð fyrir svipuðu skýjafari og hita við Þingvallavatn og í Reykjavík á hverjum tíma má nota þessi gögn til að reikna geislunarjafnvægi fyrir Þingvallavatn. Sú nálgun er gerð til viðbótar að vatnsflöturinn spegli til baka 90% allrar inn- geislunar sólar, sem nær þó ekki að komast hærra en 9° upp fyrir sjóndeildarhringinn á hádegi fyrri hlutann í nóvember. Speglun í endurkasti frá loft- hjúpi og skýjum (Qh) er til staðar, en hún er minniháttar og til einföldunar sleppt í þessum samanburði. Útgeislun jarðar (I) er háð yfirborðs- hita og eðlisgeislun hverrar yfirborðsgerðar. Vatns- flötur sem er 1°C geislar frá sér um 314 W/m2. Ef gert er ráð fyrir að vatnshiti Þingvallavatns hafi verið um 2,5°C þennan nóvemberdag 2007 hefur hitatap vegna nettóútgeislunar numið tæplega 60 W/m2 að jafnaði þann dag. Á meðan sólgeislunar nýtur lítið sem ekkert til hitunar yfirborðs er geislunartap frá yfirborði vatns eða sjávar um 35 W/m2 til jafnaðar á okkar slóðum. Geislunartapið er mismikið frá degi til dags eftir skýjafari, veðri o.s.frv. Þegar endurkast frá lofthjúpi og skýjum er með minnsta móti í þurru og stjörnubjörtu veðri getur varmatapið numið allt að 80–100 W/m2, en fer niður í það að vera nánast ekkert í þungbúnu veðri og röku lofti. 2. tafla. Geislun í Reykjavík 17. nóvember 2007 frá kl. 7 til 21. Qs er inngeislun sólar, A er þáttur endurkasts eða speglunar frá yfirborði. Qh er geislun frá lofthjúpi og skýjum og I er jarðljós eða útgeislun yfirborðs jarðar. Mælieiningin er W/m2. Að samanlögðu var nettógeislunin R neikvæð þennan dag, þ.e. yfirborðið tapar varma og kólnar. Speglun frá vatnsfleti er nokkru meiri en á túninu við Veðurstofuna þar sem mælirinn er staðsettur. – Net radiation in Reykjavík on a typical cloudless day in late autumn, 17th November 2007. 
 17. nóv. 2007 Nettógeislun Klst. Qs A Qh I R 07 0 0 288 316 -28 08 0 0 247 312 -65 09 0 0 280 314 -33 10 2 1 239 309 -70 11 24 7 296 313 -14 12 37 10 264 311 -43 13 83 29 253 310 -50 14 27 5 239 307 -65 15 25 6 241 305 -61 16 12 4 238 302 -63 17 0 0 278 305 -26 18 0 0 269 303 -34 19 0 0 285 306 -21 20 0 0 257 303 -46 21 0 0 245 301 -56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.