Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 62
Náttúrufræðingurinn 62 cuneiformis (Böhm, 1916) þegar sú síðarnefnda tók þátt í miklum sæ- dýraflutningum úr Kyrrahafi yfir í Norður-Íshaf og Norður-Atlantshaf fyrir 3,6 milljón árum (4. mynd).10,25 Formbreyting skeljanna gæti bent til þess að kambskel hafi myndast við aðlögun Kyrrahafstegundarinnar að lægri sjávarhita þegar hún barst norður í Norður-Íshafið og að kamb- skelin hafi verið orðin fullmótuð þegar hún náði inn á Tjörnessvæðið. Hún gæti því hafa þróast frá Mya cuneiformis á svipaðan hátt og sand- gerviskel myndaðist frá smyrslingi síðar á plíósentíma. SANDSKEL Latneskt heiti tegundarinnar er Mya arenaria (eða Arenomya arenaria) og var henni upphaflega lýst og gefið nafn af Carl von Linné árið 1758.3 Skeljarnar eru aflangar, sporlaga og frekar þunnar og ekki áberandi kúptar (2. mynd i). Þær eru ávalar í báða enda, en afturendinn er mjórri en framendinn. Yfirborðið er með lengdarrákum eða lágum hrukkum og dökkgulleitu hýði. Nefið er ekki sérlega áberandi, miðstætt eða rétt framan við miðju. Útskotið í hjör- inni er mun mjórra en hjá öðrum miguskeljum hér á landi en aftari kjölurinn á því nær út yfir röndina, svo að allgreinilegur hnúður eða tönn sést á plötujaðrinum (5. mynd). Þar að auki er djúp hola inn í skelja- nefið við rætur útskotsins, en slík hola er ekki til staðar hjá smyrslingi eða undirtegundum hans. Möttul- bugurinn er djúpur og nær inn í miðja skel, en neðri rönd hans liggur ekki alveg niður við möttul- línuna eins og hjá smyrslingi. Út- og innstreymispípur eru samvaxnar, klæddar hrukkóttri, mógulleitri húð. Þær geta orðið mjög langar og við strendur Danmerkur hafa fundist sandskeljar þar sem möttulpípurnar eru allt að 50 cm að lengd.26 Skeljar við Ísland geta orðið að minnsta kosti 110 mm langar. Sandskel hefur fundist núlifandi í Norður-Atlantshafi frá Norður- Noregi og Íslandi í norðri og suður á bóginn til Vestur-Frakklands Sandgerviskel lifir í dag við Vestur- og Austur-Grænland, Frans Jósefs- land, Svalbarða, Novaja Semlja, Alaska, Nýfundnaland, Norður- Noreg og Ísland.4,6,19 Þá er hún einnig þekkt úr Barentshafi, Hvíta- hafi, Okotskahafi og Karahafi.19 Sandgerviskel hefur því augljóslega norðlægari útbreiðslu en smyrsling- ur. Hún heldur sig á 6–80 m dýpi. Minnsta og mesta dýpi þar sem hún hefur fundist lifandi er við Vestur- Grænland.4 Dýrið grefur sig alldjúpt niður í frekar eðjukenndan botn og við Noreg finnst það einkum þar sem sjór er frekar kaldur á vorin og selta í minna lagi.22 Hitaþol sand- gerviskeljar virðist vera frá -3ºC til +7ºC.5 Sandgerviskel kom fram í lok plíósentíma (4. mynd) og hún hefur fundist í jarðlögum á Grænlandi, Frans Jósefslandi, Svalbarða, Novaja Semlja, Síberíu, Alaska, Kanada, Maine í Bandaríkjunum, Skandínav- íu og hér á landi.19,23 Í íslenskum jarðlögum kemur hún fyrst fram í setsyrpunum við Svarthamar í mið- hluta Breiðuvíkurlaga á Tjörnesi, en þær eru um það bil 1,5 milljón ára gamlar (3. mynd).24,25 Sandgerviskel líkist mjög ungum smyrslingum áður en þeir grafa sig niður í botninn. Það má því segja að skelin hafi varðveitt lögun ungviðis af smyrslingi, sem hún þróaðist frá undir lok plíósentím- ans. Því má vera að hún sé dæmi um þróunarreglu Schindewolfs um skyndilega nýmyndun tegunda þegar ungviði verður kynþroska (e. proterogenese). Útbreiðsla og hitaþol sandgerviskeljar bendir eindregið til þess að hún sé kaldsjávartegund. Kambskel Árið 1972 lýsti F. Strauch nýrri teg- und miguskelja úr krókskeljalögum (lageiningu 17) í Hallbjarnarstaðar- kambi á Tjörnesi og gaf henni nafnið Mya schwarzbachi í höfuðið á lærimeistara sínum M. Schwarzbach, jarðfræðiprófessor í Köln í Þýska- landi.10 Hér verður skel þessi nefnd kambskel. Schwarzbach stundaði rannsóknir hér á landi um árabil ásamt nemendum sínum og birtu þeir allmargar greinar um rann- sóknir sínar. Meðal nemenda hans má nefna jarðfræðingana Þorleif Einarsson og Kristján Sæmundsson. Kambskel svipar að nokkru til sandgerviskeljar og raunar sand- skeljar því hún er með langan og ávalan efturenda; þó er alláberandi kjölur eftir aftari bakrönd sem er næstum því bein, þannig að skelin mjókkar mun brattar í átt að aftur- enda en skeljar flestra annarra miguskelja (2. mynd e–f). Skeljarnar gapa því lítið sem ekkert að aftan. Hlutföll hæðar og lengdar (H/L) eru töluvert lægri en hjá sandgerviskel, og sandskel eða nálægt 0,57–0,58, en hinar tvær eru með þessi hlutföll annars vegar 0,66–0,67 og hins vegar 0,62–0,63. Nefið er nokkuð framstætt og áberandi, mitt á milli fremsta þriðjungs og miðju. Í hjörinni er útskotið mun afturdregnara en hjá öðrum miguskeljum og hornið milli aftari hryggjarins á útskotinu og bakrandarinnar er mun hvassara en hjá öðrum miguskeljum (5. mynd).10 Möttulbugurinn er djúpur og nær fram fyrir miðju skeljar. Skeljarnar geta að minnsta kosti orðið 95 mm langar og yfirleitt eru þær stærri en smyrslings- og sandgerviskeljar og nálgast stærstu sandskeljar. Kambskel hefur fundist í krók- skeljalögum á Tjörnesi, úr lagein- ingum 12–25 (3. mynd).10 Hún hefur ekki fundist í ísaldarlögunum í Breiðuvík eða yngri setlögum hér á landi. Kambskel hefur ekki fund- ist annars staðar í setlögum, en þó má nefna að efst í svonefndum Red Crag-lögum í Austur-Anglíu á Englandi hefur fundist miguskel, Mya pullus Sowerby, 1826, sem lík- ist mjög kambskel en ekki er talið öruggt að þar sé um sömu tegund að ræða.10 Þessi lög eru talin mynd- uð á sama tíma og krókskeljalögin á Tjörnesi. Kambskel hefur hvergi fundist núlifandi og hefur líklega dáið út stuttu eftir að krókskelja- lögin mynduðust, ef til vill á fyrsta stóra jökulskeiði ísaldar fyrir 2,6–2,5 milljón árum (3.–4. mynd). Talið er líklegt að kambskel hafi þróast frá Kyrrahafstegundinni Mya
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.