Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 40
Náttúrufræðingurinn 40 Tannbein Sement Króna Rót Tannhol í desember; stundum fæðast þó afkvæmin í mánuðinum á undan eða eftir. Birnurnar taka sem sagt allajafna einungis þátt í tímgun á þriggja ára fresti og eru fyrsta veturinn í híði en annars á rölti á ísbreiðunni, rétt eins og karldýrin sem aldrei skríða í híði. Þetta kerfi virðist ráðandi í Evrópustofnum ísbjarna. Á Hudson-svæðinu í Kanada tók tímgunarferillinn á árum áður oft ekki nema tvö ár, en síðustu áratugina hefur hann verið að lengjast í þrjú ár vegna versnandi lífsskilyrða.6 Þá er þekkt að í Alaska geta birnir af báðum kynjum lagst tímabundið í híði.5–7 Félagskerfi ísbjarna mótast af aðstæðunum sem dýrin búa við. Ísbirnir eru einfarar og keppa karldýrin um mökunarrétt. Þar eiga stærstu og sterkustu birnirnir mestu möguleikana en oft má sjá þrjú og allt upp í sjö karldýr í ná- munda við birnur í mökunarhug- leiðingum.5,6 Birnir í Austur-Græn- landsstofninum taka allajafna ekki þátt í tímgun fyrr en á sjöunda vetri þótt sumir verði frjóir eitthvað fyrr. Er talið að eldri og sterkari birnir haldi þeim yngri frá mökun þar til þeir hafa náð fullum líkamlegum þroska.8 Veikburða dýr reyna að komast hjá átökum og forðast sér sterkari dýr. Margoft hefur verið staðfest að karldýr drepi ísbirni, ekki síst kvendýr og húna.5,6 Talið er að heimsstofninn sé um þessar mundir 20–25 þúsund dýr og skipast þau í 19 mismunandi stofna. Tveir þeirra lifa norður af Íslandi.5–7,9 Flest dýrin sem hingað flækjast eru talin upprunnin úr stofni sem heldur til við Austur-Grænland en sum gætu verið upprunnin úr stofni sem kenndur er við Svalbarða. Dýr í þessum stofnum eru að jafnaði nokkru smávaxnari en ísbirnir ann- arra stofna, en stærstu ísbirnirnir lifa í Austur-Síberíu og Alaska.5 Aðferð við aldursgreiningu Hægt er að greina aldur margra spendýra með því að skoða árhringi í beinungi eða beinlími (e. cementum), en það er lag af kalkkenndum vef sem hleðst smám saman utan á ræt- ur tanna þegar dýr eldast (2. mynd). Þéttni vefjarins breytist eftir árs- tíðum. Að vetrinum gildnar tönnin lítið sem ekkert og þá er beinlíms- lagið þéttara í sér en hlýju mánuði ársins, þegar vefurinn vex hraðar og beinlímslagið verður gljúpara. Með sérstökum efnum eru vetrar- línurnar litaðar og gerðar sýnilegar þannig að unnt er að telja þær með allgóðri nákvæmni. Áður en þetta er mögulegt er kalkið leyst úr tannvefnum í sýrubaði (5% HNO3) í allt að sólarhring. Þegar tönnin hefur verið fullkomlega afkölkuð minnir hún á brjóskvef og þá er sýran skoluð burtu í rennandi vatni. Eftir það er vefurinn frystur og fjöldi 20–25 µm þunnsneiða skor- inn langsum úr miðhluta tannrótar- innar með frystivefjarskera (Leitz Wetzlar – 38414). Sneiðarnar eru færðar í vatnsbað, veiddar þar upp á smásjárgler og látnar þorna. Að litun lokinni eru vefjarsneiðarnar skoðaðar í ljóssmásjá, mynstur lín- anna rannsakað og dökku línurnar taldar þar sem þær aðgreinast best. Hér á landi hafa þúsundir þurr- lendisspendýra (refur, minkur og hreindýr) sem og sjávarspendýr (landselur, útselur, grindhvalur, hnísa) verið aldursgreindar með þessari aðferð.10 Auk þeirra hafa erlendar tegundir eins og otur og steinmörður verið athugaðar með góðum árangri. Hér á landi hefur aðferðin verið í þróun vel á þriðja áratug en hún byggist að stofni til á verklýsingum sem útbúnar voru í Danmörku við aldursgreiningar á rauðref.11,12 Þó hefur verið tekin upp mun fljótvirkari og árangursríkari litunaraðferð13 auk þess sem nú er beitt öruggari aðferð við að festa þunnsneiðarnar við smásjárglerin.14 Ýmsir hafa metið aldur hvíta- bjarna með þessari aðferð, bæði birni þar sem aldur dýranna var óþekktur8,15 og birni sem vitað er hvað voru gamlir vegna þess að þeir höfðu verið auðkenndir á unga aldri.16,17 Oftast reyndist aldurs- greining þessara einstaklinga vera rétt, en stundum skeikaði um eitt eða jafnvel fleiri ár. Auðveldast reyndist að greina aldur miðaldra dýra en yngstu dýrin voru stundum metin eldri en þau voru í raun. Sama var uppi á teningnum með elstu dýrin því þau voru stundum talin yngri en þekktur aldur þeirra tilgreindi. 2. mynd. Framtönn og litaðar þunnsneiðar af tannrótum hvítabjarnar Ursus maritimus. Árhringir myndast í beinlímslagið sem hleðst utan á tannbein rótanna (mörkin sýnd með rauðri punktalínu) þegar dýr eldast. Lituðu vefjasneiðarnar eru 25 µm þykkar. – Incisor (I1) and two stained, longitudinal tooth-root sections from a polar bear Ursus maritimus show- ing growth layer groups in the cementum region. The dotted red line indicates the segrega- tion between the dentary and the cementum layers. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.