Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 21
21 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Ása L. Aradóttir Landgræðsla, líffræðileg fjölbreytni og náttúruvernd Landgræðsla snýst um verndun gróðurs og jarðvegs og endurreisn hnign- aðra vistkerfa (vistheimt). Viðfangsefni landgræðslu tengjast náið mörgum helstu umhverfismálum samtímans, svo sem vernd líffræðilegrar fjöl- breytni, landhnignun og loftslagsbreytingum. Jarðvegseyðing skerðir líf- fræðilega fjölbreytni og margvíslega starfsemi eða virkni vistkerfa, svo sem vatnsmiðlun og frjósemi jarðvegs. Hún veldur einnig losun á gróðurhúsa- lofttegundum og dregur úr getu vistkerfanna til að veita mannlegum sam- félögum margvíslega þjónustu. Vistheimtaraðgerðir miða að því að hraða náttúrulegum framvinduferlum og endurreisa virkni vistkerfa. Rannsóknir hafa sýnt að mögulegt er að örva framvinduferlana með tiltölulega einföld- um uppgræðsluaðgerðum og greina má aukna náttúrulega líffræðilega fjölbreytni og virkni vistkerfa innan fárra ára eftir að uppgræðsla hefst (1. mynd), þó að ferillinn allur geti tekið áratugi. Einnig safnast kolefni upp í vistkerfum eftir uppgræðslu, einkum í jarðvegi; sem þýðir að uppgræðslan leiðir til bindingar koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Vistheimt og verndun jarðvegs og gróðurs geta því verið samvirkar (e. synergistic) lausnir á þeim umhverfisvanda sem fjallað er um í samningum Sameinuðu þjóðanna um verndun líffræðilegrar fjölbreytni (CBD), varnir gegn eyðimerkurmyndun (UNCCD) og rammasamningnum um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Endurheimt náttúrulegra vistkerfa er einnig vaxandi þáttur í náttúruvernd á heimsvísu og ein af þeim aðgerðum sem lagðar eru til í þúsaldarskýrslu Sameinuðu þjóðanna til að sporna gegn afleiðingum víðtækrar landhnign- unar í heiminum. Verndarhluti landgræðslustarfsins og vistheimtaraðgerðir sem miða að því að endurheimta líffræðilega fjölbreytni eru mikilvægur þáttur í náttúruvernd og í samræmi við markmið íslenskra náttúruverndar- laga. Leggja ætti áherslu á endurheimt lykilvistkerfa, birkiskóga og vot- lendis, á röskuðum svæðum næstu áratugina, enda fylgir slíkri endurheimt margvíslegur umhverfislegur og félagslegur ávinningur. Inngangur Þegar nýtt árþúsund gekk í garð var ráðist í viðamikla alþjóðlega úttekt á ástandi vistkerfa jarðar og niðurstöðurnar birtar í svonefndri þúsaldarskýrslu Sameinuðu þjóð- anna.1 Ein af meginniðurstöðum hennar er að maðurinn hefur valdið hraðari og víðtækari breytingum á vistkerfum jarðar síðustu fimmtíu ár en nokkru sinni fyrr. Hnignun vistkerfa hefur skert líffjölbreytileika þeirra og margvíslega þjónustu, svo sem vatnsmiðlun og frumframleiðni, sem aftur hefur ýmsar afleiðingar fyrir afkomu mannkyns (2. mynd). Hnignunin er alþjóðlegt vandamál en þó misjöfn eftir svæðum og þjóð- löndum. Á Íslandi hefur stórum hluta náttúrulegra vistkerfa verið raskað, sums staðar svo mikið að eftir situr auðnin ein.2 Landgræðsla fæst annars vegar við verndun gróðurs og jarðvegs en hins vegar endurreisn hnign- aðra vistkerfa. Viðfangsefni land- græðslu tengjast náið sumum helstu Náttúrufræðingurinn 78 (1–2), bls. 21–28, 2009 Ritrýnd grein 1. mynd. Landgræðslusvæði í Þórsmörk. Birki og annar fjölbreyttur gróður þar sem áður voru moldir. Ljósm.: Ása L. Aradóttir, 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.