Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn 50 afkoma unga hafa hafa verið metn- ar þar.43 Stofninn er langt undir sögulegum mörkum og því er talið ólíklegt að búsvæða- eða fæðufram- boð haldi stofninum niðri. Búsvæð- abreytingar hafa einskorðast við lítinn hluta hins þekkts útbreiðslu- svæðis.40 Lífslíkur unga eru svip- aðar og hjá öðrum andategundum og því virðist ólíklegt að afkoma unga haldi stofninum niðri.44 Blikönd Blikönd (6. mynd) er minnst þessara tegunda og þótt hún tilheyri sér- stakri ættkvísl er hún flokkuð með æðaröndum á grundvelli útlitsein- kenna kvenfugls og unga.14 Blikönd sker sig nokkuð úr meðal æðar- anda í hegðun og útliti, þykir líkjast gráöndum (Anatini) því hún tekur fæðu úr yfirborði líkt og þær.20 Heimsstofninn er talinn hafa dregist saman úr 400.000–500.000 fuglum skömmu fyrir 1970 í um 220.000 fugla undir aldamótin 2000. Evrópski vetrarstofninn var talinn vera 30.000–50.000 fuglar upp úr 1990, en þá var stofninn álitinn traustur. Nú er álitið að evrópski vetrarstofninn hafi minnkað um 65% úr því sem var fyrir tæpum tveimur áratugum.45 Blikönd var sett á válista í Norður-Ameríku árið 199746 og skráð sem tegund í yfirvof- andi hættu af Alþjóðanáttúruvernd- arráðinu (IUCN) árið 2005.47 Til samanburðar eru hinar þrjár æð- arendurnar skráðar sem í nokkurri hættu (e. least concern).48,49,50 Áhrif mannsins Umsvif mannsins hafa veruleg áhrif á æðarendur líkt og flesta aðra fugla. Þessi áhrif eru af tvenn- um toga. Annars vegar bein áhrif vegna nýtingar (veiði, eggjataka, dúntekja) og hins vegar óbein áhrif, t.d. vegna mengunar eða vegna drukknunar í netum. Sökum ein- angrunar stofnanna vantar oft betri upplýsingar um áhrif þessara þátta á lýðfræði æðaranda. Hérlendis hefur æðarfugl verið alfriðaður síðan 1849 auk þess sem eggjataka hefur verið bönnuð öðrum en landeigendum síðan 1787 vegna þess að fuglinn er nýttur til dúntekju.24 Auk þess er skylt að skilja fjögur egg eftir í hreiðri51 og þess því varla að vænta að eggjataka hérlendis hafi mikil áhrif á æðarfugl sem verpur yfirleitt 4–5 eggjum.52 Dúntekja var stunduð í Noregi fram- an af 20. öldinni og er enn stunduð í litlum mæli, t.d. í Tromsø-fylki en þar tóku menn einnig eggin lengst af.25 Dúntekja lagðist af í Finnlandi eftir 18. öld.53 Flestir stofnar æðaranda hafa verið veiddir lengst af, einkum æðarfugl og æðarkóngur.8,17 Báðar tegundirnar eru veiddar af inúít- um í Norður-Ameríku og Græn- landi.3,17,37 Veiðar eru taldar hafa valdið fækkun æðarfugla og æðar- kónga á Vestur-Grænlandi á 20. öld8,37 enda fækkaði þeim helst nærri byggð.33 Á árunum 1980– 1990 voru skotnir rúmlega 130.000 æðarfuglar ár hvert í Danmörku og tegundin er hefðbundin villibráð víða við Eystrasalt.10 Margir stofn- ar æðarfugls í Kanada hafa verið taldir ofveiddir, t.d. við Nýfundna- land og Labrador.17 Hrognkelsa- veiði fer fram á grunnslóð sem er einnig fæðusvæði æðarfugla.37,54 5. mynd. Gleraugnaæður, Somateria fischeri, bliki. – Spectacled Eider male. Ljósm./Photo: Stig Frode Olsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.