Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 81

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 81
81 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee Náttúrustofa Vesturlands Náttúrustofa Vesturlands var stofn- uð árið 1998 en starfssvæði hennar nær yfir gamla Vesturlandskjör- dæmi, frá Hvalfirði í suðri að Gils- firði í norðri. Við setningu laga nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur var gert ráð fyrir að öll sveitarfélög á starfs- svæðinu tækju þátt í rekstri við- komandi náttúrustofu en sú þróun hefur yfirleitt gengið hægt. Stykkis- hólmsbær er eina sveitarfélagið sem kemur að rekstri Náttúrustofu Vesturlands. Stofan er eign bæjarins en rekin með aðstoð ríkisins eins og aðrar náttúrustofur. Náttúrustofa Vesturlands er í ráðhúsi Stykkishólmsbæjar, Hafnar- götu 3. Þar er skrifstofuaðstaða og rannsóknarstofur, annars vegar fyrir erfða- og örverurannsóknir en hins vegar fyrir krufningar og aðrar athuganir á dýrum. Fyrsti forstöðumaður Náttúru- stofu Vesturlands var ráðinn árið 1999 en starfsemin komst þó ekki á skrið fyrr en árið 2001 og hefur vaxið mikið síðan. Starfsemin hefur mótast af umhverfi stofunnar og sérþekkingu starfsfólks. Rannsóknir hafa verið undirstaðan en umhverfis- mál og almenningsfræðsla einnig skipað veglegan sess. Rannsóknir hafa einkum beinst að landspendýrum og fuglum. Af einstökum viðfangsefnum rann- sókna hefur minkur verið lang- stærsta verkefnið. Minkurinn er álitinn ágeng tegund og er því mikilvægt að stunda á honum rannsóknir sem meðal annars geta nýst til betri stjórnunar stofnsins. Minkarannsóknir Náttúrustofunnar hafa komið inn á marga þætti en þeim má skipta gróflega í tvennt: a) Atferli einstaklinga – rannsóknir sem miða að því að skilja landnotkun, virknimynstur, félagskerfi og mök- unarkerfi minksins. b) Stofngerð og stofnstjórnun – rannsóknir sem beinast að því að auka skilning á uppbyggingu stofnsins (stofnstærð, aldursdreifing, vanhöld, kynjahlut- fall, frjósemi o.fl.) og þeim þáttum sem stjórna stærð hans. Minkarann- sóknir náttúrustofunnar hafa verið unnar í samvinnu við Pál Hersteins- son, prófessor við Háskóla Íslands, en auk þeirra hefur Náttúrustofan komið lítillega að rannsóknum á refum og hagamúsum. Af einstökum fuglarannsóknum hafa verið fyrirferðarmestar ann- ars vegar vöktun og rannsóknir á haförnum, í samvinnu við Nátt- úrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands, Náttúrustofu Vestfjarða og fuglaáhugamenn, og hins vegar rannsóknir á þróun útbreiðslu gló- kolls á Vesturlandi en Náttúrustof- an hefur einnig komið að vöktun rjúpnastofnsins og vetrarfuglum, verkefnum sem eru í umsjón Nátt- úrufræðistofnunar Íslands. Meðal annarra rannsókna eru úttekt á dreifingu og styrk gerla- mengunar vegna skólplosunar við þéttbýlisstaði á Snæfellsnesi og úttekt og ráðgjöf varðandi ágengar plöntutegundir í landi Stykkis- hólmsbæjar. Stjórnendur Náttúrustofu Vest- urlands telja almenningsfræðslu 1. mynd. Forvitinn minkur í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Rannsóknir á mink hafa verið eitt af meginverkefnum Náttúrustofunnar. Ljósm.: Sigrún Bjarnadóttir. 2. mynd. Tófuyrðlingur. Náttúrustofan hefur vaktað ábúð refagrenja í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Ljósm.: Róbert A. Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.