Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn 22 umhverfismálum samtímans, svo sem loftslagsmálum, vernd líffræði- legrar fjölbreytni og vörnum gegn landhnignun. Einnig hefur land- græðsla áhrif á fæðuframleiðslu, bú- setuskilyrði og landnýtingarmögu- leika, auk þess sem hún er vaxandi þáttur í náttúruvernd.3 Endurreisn hnignaðra vistkerfa, eða vistheimt (e. ecological restoration), er ein af þeim lausnum sem lagðar eru til í þúsald- arskýrslu Sameinuðu þjóðanna og víðar til að sporna gegn afleiðingum víðtækrar landhnignunar í heiminum og bæta afkomumöguleika komandi kynslóða.1,4 Skipulagt landgræðslustarf hér á landi spannar nú rúma öld.5 Viðfangsefnin eru margþætt og fer fjölgandi þrátt fyrir greinilegan árangur landgræðslustarfsins, enda umhverfismál æ ríkari þáttur í sam- félagi nútímans. Í þessari grein er fjallað um samspil landgræðslu og vistheimtar við umhverfis- og nátt- úruvernd á Íslandi. Hnignun lands, líffræðileg fjölbreytni og þjónusta vistkerfa Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða þeirrar margvíslegu þjónustu sem vistkerfi veita mannlegum sam- félögum (2. mynd). Líffræðileg fjölbreytni spannar breytileika á mörgum stigum: frá erfðavísum og tegundum til vistkerfa og lífkerfa6 (3. mynd). Fjöldi tegunda er sá þáttur líffræðilegrar fjölbreytni sem oftast er fjallað um en líffræðileg fjölbreytni á þó einnig við um gerð og virkni vistkerfa og stofna.7 Skerðing líffræðilegrar fjölbreytni hefur verið skilgreind sem langtíma- eða varanleg skerðing á þáttum líf- fræðilegrar fjölbreytni og möguleik- um hennar til að veita þjónustu eða varning, hvort sem er á hnattræna vísu, svæðisvísu eða staðbundið.8 Skógareyðing, tap á gróðurþekju og jarðvegsrof sem leitt getur til myndunar auðna eru dæmi um skerðingu líffræðilegrar fjölbreytni á svæðis- eða landslagsvísu. Slík skerðing hefur áhrif á gerð vistkerfa og margvíslega vistfræðilega ferla og getur þýtt tap á hentugum bú- svæðum fyrir margar tegundir auk þess sem geta vistkerfa til að veita margvíslega vistfræðilega þjónustu minnkar.1 Breytingar sem orðið hafa á vist- kerfum Íslands frá landnámi hafa skert líffræðilega fjölbreytni lands- ins verulega. Núverandi útbreiðsla birkiskóga og birkikjarrs er um 1200 km2, sem er minna en 5% af áætl- aðri útbreiðslu þeirra við landnám.9 Jarðvegseyðing sem fylgdi í kjölfar skógeyðingar innar hefur haft mikil áhrif á íslensk vistkerfi (4. mynd). Talið er að mikil eða mjög mikil jarðvegseyðing sé nú á um 40% landsins2 og víðáttumikil svæði hafa tapað frjósamri moldarhulu. Votlendi hefur einnig verið raskað umtalsvert. Er talið að framræsla á seinni hluta 20. aldarinnar hafi rask- að 55–75% alls votlendis á láglendi Íslands10 og að á Suðurlandi hafi 97% votlendis verið raskað.11 Tap á búsvæðum vegna land- hnignunar getur leitt til útdauða einstakra tegunda lífvera. Til dæmis er talið að röskun votlendis á síðustu öld og innflutningur á amerískum mink (Mustela vison), sem er framandi dýrategund í íslenskum vistkerfum, hafi útrýmt keldusvíninu sem varp- fugli.12 Einnig má velta því fyrir sér hvort fleiri tegundir hafi horfið við tap á búsvæðum vegna jarðvegs- eyðingar og eyðingar skóglendis hér á landi frá því að landið byggð- ist. Uppbrot búsvæða (e. habitat fragmentation) vegna landhnignunar 2. mynd. Líffræðileg fjöl- breytni er undirstaða margvíslegrar þjónustu sem vistkerfi veita mann- legum samfélögum (byggt á Millennium Ecosystem Assessment, Biodiversity Synthesis).1 3. mynd. Líffræðileg fjölbreytni spannar mörg skipulagsstig og innifelur einnig ferla eða virkni vistkerfa (byggt á Rogers og Montalvo 2004).6 Viðhald HRINGRÁSIR NÆRINGAREFNA JARÐVEGSMYNDUN FRUMFRAMLEIÐNI ...... ÞJÓNUSTA VISTKERFA Lífsviðurværi FÆÐA FERSKVATN VIÐUR OG AÐRAR TREFJAR ELDSNEYTI ...... Varnir FLÓÐAVARNIR VERNDUN LOFTSLAGS SJÚKDÓMAVARNIR VATNSHREINSUN ...... Menning MENNTUN OG VÍSINDI TÓMSTUNDIR / ÚTIVIST FEGURÐ / YNDI ANDLEG UPPLYFTING ......
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.