Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 49
49 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hefur farið hægt fækkandi á Bret- landseyjum (um 3% á ári sl. tíu ár) en ekki er fulljóst hvað veldur.31,32 Í austanverðri Norður-Ameríku er fylgni milli nýtingar frumbyggja og stærðar æðarstofna. Æðarfugli fór lengi fækkandi víðast hvar á Grænlandi, nema í norðausturhluta landsins.8,33 Var ofveiði kennt um fækkun, enda var stofninn fljótur að ná sér á strik eftir að veiðitímabilið var stytt og fræðsla fyrir grænlenska veiðimenn aukin.34 Varpstofninn í Labrador á sér svipaða sögu: hann stækkaði (13–23%, mismun- andi eftir varpsvæðum) 1998–2003 í kjölfar hertra veiðireglna og auk- innar fræðslu fyrir frumbyggja.22 Æðarfuglum fækkaði undir lok 20. aldar við norðurstrendur Rússlands, strendur Alaska og á Belcher-eyjum í Hudsonflóa.17,28,35 Ekki eru í öllum tilfellum skýringar á reiðum hönd- um, en m.a. er bent á fjöldadauðs- föll í kjölfar þess að vakir í hafís, þar 4. mynd. Æðarkóngur, Somateria spectabilis, bliki. – King Eider male. Ljósm./Photo: Daníel Bergmann. sem fuglarnir hafast við á vetrum, hafa horfið.28 Æðarkóngur Æðarkóngur (4. mynd) heldur sig á afskekktum svæðum árið um kring; upplýsingar um hann eru því tak- markaðar og torveldar það ákvarð- anatöku um verndun. Æðarkóngum hefur fækkað bæði í Evrasíu og Norður-Ameríku.36 Stofnstærð á Grænlandi takmarkast nokkuð af dauðsföllum að vetri (janúar–febrúar) vegna skotveiða eða drukknunar í netum.37 Æðarkóngum fækkaði í Beaufort-hafi (Íshafið norður af Norðvestur-Kanada og Alaska) úr 800 þúsund fuglum 197529 niður í 350 þúsund fugla 1995, eða um 3,9% á ári.35 Svipaða sögu er að segja frá Norðvestur-Kanada.38 Æðarkóngar drepast stundum í frosthörkum þegar ísa leggur yfir fæðusvæði þeirra.3,39 Þrátt fyrir fækkun æðar- kóngs hafa hvorki Bandaríkjamenn né Kanadamenn skráð tegundina á válista.3 Gæti það stafað af hags- munaárekstrum náttúruverndar og frumbyggjaveiði eða af því að stofn- inn er stærri og dreifðari (og því minni hætta búin) en t.d. stofnar gleraugnaæðar og blikandar, sem báðar eru alfriðaðar í álfunni. Gleraugnaæður Gleraugnaæður (5. mynd) var lengstum lítið rannsökuð.40 Stutt er síðan menn fundu hinar sér- stæðu vetrarstöðvar gleraugnaæðar, sem eru meginvakir í hafísnum í Beringssundi sunnan St. Lawrence- eyjar nyrst í Kyrrahafinu.41,42 Gler- augnaæði fækkaði á síðari hluta 20. aldar og hún er skráð á válista í Bandaríkjunum.43 Rannsóknir hafa einkum beinst að varpvistfræði á Yukon-Kuskokwim ósasvæðinu í Alaska en lífslíkur, varpárangur og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.