Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 41
41 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Tennur úr sjö ára hvítabirni. – Teeth from a seven year old polar bear. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson. Lífssaga hvítabjarna Síðustu áratugi hafa sérfræðingar, bæði austan hafs og vestan, kynnst lífsháttum hvítabjarna eftir að hafa fangað þá og merkt með sendi- tækjum. Þannig hefur verið hægt, iðulega með hjálp gervitungla, að fylgjast langtímum saman með til- teknum einstaklingum. Jafnframt hafa fjölmörg dýr verið fönguð og útbúin með merkjasendum (e. trans- ponder) auk þess sem auðkennis- númer hafa verið tattóveruð á varir. Á seinni árum hafa menn tekið til við að kanna hvort mynstur lína í beinlímslagi tannróta þessara dýra endurspegli á einhvern hátt lífs- sögu einstaklinganna, til dæmis tímgunarsögu.18,19 Nýlegar athug- anir frá Hudson-svæðinu í Kanada hafa sýnt að beinlímslagið þykknar marktækt hægar árin sem húnar fylgja mæðrunum miðað við árið sem þær tímguðust, gengu með og eignuðust afkvæmin.18 Þessi fræði eru heldur ónákvæm en munu væntanlega skýrast betur eftir því sem fleiri merktir einstaklingar með þekkta lífssögu verða rannsakaðir. Við eðlilegar aðstæður tekur tímgunarferill birna í Austur-Græn- lands- og Svalbarðastofnunum þrjú ár.5 Álagið á móðurina á þessum tíma breytist mikið milli ára. Veltum því aðeins fyrir okkur hvernig þetta álag er líklegt til að endurspeglast í árhringjum á tannrótum. Byrjum á árinu þegar birnan skríður í híði í vetrarbyrjun til að ala þar húna í desember. Árið sem þetta gerist er líklegt að ljóst, breitt lag hafi náð að myndast eftir að síðustu afkvæmi birnunnar höfðu verið vanin und- an. Eftir að það gerist fær birnan væntanlega næði til að fita sig við kópaveiðar á útmánuðum, ótrufluð af húnunum. Seinnipart vetrar eða um vorið makast hún, en nýlegar rannsóknir hafa sýnt að í Austur- Grænlandsstofninum makast dýrin á tímabilinu frá lokum mars til loka maí.8 Sumarið notar birnan til að undirbúa sig fyrir fæðingu húnanna og fyrirhugaða híðisdvöl. Á eftir þessari hlutfallslega breiðu, ljósu línu má vænta áberandi, dökkrar línu sem endurspeglar álagið á birnuna samfara hinni eiginlegu meðgöngu (um 2 mánuðir), fæð- ingu húnanna og margra mánaða föstutíma þegar birnan mjólkar af sér öll hold og gengur meðal annars á kalkforða líkamans. Oft- ast yfirgefa birnurnar híðið ekki fyrr en komið er fram í mars eða apríl. Búast má við að næsta ljósa lína sé hlutfallslega mjórri en sú sem myndaðist árið áður og líklegt er að næstu tvær vetrarlínur séu svipaðar, en sumarlínan þar á milli lík þeirri frá árinu áður. Og þannig koll af kolli svo lengi sem birnan tekur þátt í tímgun. Ef birnan miss- ir húnana einhverra hluta vegna styttist tímgunarferillinn, því að strax næsta vor á eftir makast hún að nýju.5 Skagabirnan Dökku, mjóu rákirnar sem taldar eru endurspegla vetrarlínur í tannrótum birnunnar sem tók land á Skaga í júní 2008 voru 14, þannig að hafi rétt verið talið og skýr vetrarlína mynd- ast fyrir hvert ár ævinnar var birnan komin á 15. ár (4. mynd) því fæðing- artími ísbjarna er yfirleitt miðaður við 1. janúar. Mestrar ónákvæmni gætir á fyrstu aldursárum dýrsins. Til dæmis er óljóst hvort ógreinileg lína næst tannbeininu (merkt a á 4. mynd) endurspeglar veturinn þegar dýrið var eins árs eða hvort lína sem merkt er 2 er aukalína sem gæti hafa myndast við eitthvert ótilgreint álag að vori eða sumri. Sérstaklega var gefinn gaumur að mynstrinu sem rakið var hér að ofan og talið rökrétt að búast mætti við að sjá innan hvers tímgunar- ferils (breitt, ljóst lag innan við þrjár vetrarlínur þar sem sú fyrsta, línan sem endurspeglar híðisveturinn, er mest áberandi). Þrjú slík svæði sáust í beinlímslaginu þannig að álitið er að birnan hafi þrisvar eignast af- kvæmi. Svo virðist sem birnan hafi í öllum tilvikum náð að ala húna sína upp, því að tímgunarferillinn virtist í öllum tilvikum hafa tekið þrjú ár. Sé sú tilgáta rétt lauk birn- an við uppeldi síðasta eða síðustu húnanna skömmu áður en hún lagði upp í sundið til Íslands.20,21 Athygli vekur hversu áþekkar hver annarri línurnar eru sem tald- ar eru endurspegla híðisveturna (auðkenndir með H á 4. mynd). Ein lína til viðbótar líkist óneitanlega mjög þessum áætluðu híðisvetrar- línum en það er vetrarlínan sem myndaðist þegar talið er að dýrið hafi verið 5 ára (4. mynd). Vegna þessa er hugsanlegt að birnan hafi í raun og veru lagst í híði þennan vetur og alið þar afkvæmi fimm ára gömul. Húnarnir hafi þó ekki lifað og birnan þess vegna náð að tímgast á ný um vorið. Af þessum sökum er áætlaða híðislínan (H) auðkennd með spurningarmerki. Vel er þekkt að birnur í stofninum við Austur-Grænland eignast sín fyrstu afkvæmi fimm ára gamlar og rennir það stoðum undir tilgátuna.8 Skagabjörninn Dökku rákirnar sem taldar eru endur- spegla vetrarlínur í birninum sem tók land á Skaga í byrjun júní 2008 voru að minnsta kosti 22 (5. mynd) þannig að hann er talinn hafa verið kominn á 23. ár, að minnsta kosti, þegar hann synti til landsins. Til viðbótar sjást sex ógreinilegri línur sem flestar eru þó álitnar vera millilínur frá hlýju mánuðum árs- ins, þótt ekki verði útilokað að sumar hverjar gætu endurspeglað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.