Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 12
Náttúrufræðingurinn 12 Fyrstu fjögur þrep aðferðarinnar eru grunnrannsóknir sem unnar eru vegna mats á þolmörkum ferðamennsku. Í síðari þrepunum (5–9) eru niðurstöður þeirra rann- sókna nýttar af hagsmunaaðilum (t.d. ferðaþjónustufyrirtækjum, Um- hverfisstofnun og sveitarstjórnum). Í því vinnuferli er tekin afstaða til þess hverjar séu viðunandi breytingar af völdum ferðamennsku, hvers konar ferðamönnum og ferðamennsku viðkomandi svæði getur hentað og hvaða upplifun því er ætlað að veita. Þegar stefna hefur verið mótuð þarf að koma henni í framkvæmd og fylgjast með þeim áhrifum sem hún hefur. Í rannsókninni við Laka er ekki stefnt að því að ljúka þessu lokastigi vinnuferlisins enda aðrir betur til þess fallnir. Gögnin og þekkingin sem af verkefninu sprett- ur ætti hins vegar að nýtast þeim sem vinna að skipulagi svæðisins. Afþreyingarrófið og mörk við- unandi breytinga styrkja hug- myndafræðina á bak við hug- takið þolmörk ferðamennsku. Í afþreyingarrófinu taka stjórnendur svæðanna (t.d. þjóðgarðsvörður, sveitarstjórn) afstöðu til þess hver þolmörkin eigi að vera með hlið- sjón af skoðunum ferðamanna og ástandi umhverfisins. Þeir setja fram markmið fyrir svæðið með tilliti til þess umhverfis sem á að vernda og þeirrar upplifunar sem ferðamenn eiga að geta notið. Uppbygging á svæðunum er þá í samræmi við þau markmið sem stjórnendur útivistarsvæðisins hafa sett því. Í fimmta þrepi líkansins um mörk viðunandi breytinga er tekið tillit til fleiri hagsmunaaðila en gert er í afþreyingarrófinu því þar bætast ferðaþjónustuaðilar í hópinn. Þessir aðilar greina frá því fyrir hvers konar ferðamenn og ferðamennsku þeir vilja nýta viðkomandi svæði. Þær upplýsingar nýta rannsakendur svo með niðurstöðum þolmarka- rannsóknanna og með hliðsjón af afþreyingarrófinu. Með þessu er í raun verið að skil- greina markaðshluta og ákveða síð- an hvaða svæði skuli markaðssetja gagnvart ákveðnum markhópum. Í fyrsta lagi felst skilgreining mark- aðshluta í því að flokka núverandi og hugsanlega gesti saman í hópa (markaðshluta) þar sem gestir hafa svipaðar væntingar, óskir og þarfir. Síðan þarf að velja sem markhóp þann markaðshluta sem býður upp á mesta möguleika.34 Hægt er að nota ýmsar breytur við að greina ferðamenn, t.d. tegund ferða (hóp- ferð, einstaklingsferð), einkenni ferðamannanna (þjóðerni, aldur, kyn) og viðhorf þeirra til ýmissa þátta.34 Einnig má fara þá leið að greina ferðamenn í hópa út frá viðhorfum þeirra til umhverfisins og byggist hinn svokallaði við- horfskvarði (e. the purist scale) á því, en hann hefur verið notaður við skipulagningu ferðamennsku á víðernum og náttúruverndar- svæðum í Norður-Ameríku og á Norðurlöndum.30,35–38 Anna Dóra Sæþórsdóttir31,39 hefur einnig fjallað um hvernig hægt er að skipuleggja náttúruferðamennsku hér á landi með hliðsjón af viðhorfskvarðanum. Ferðamennska á Lakasvæðinu Tilgangur og markmið Lakagígar og nágrenni var friðlýst sem náttúruvætti árið 1971. Árið 2004 varð svæðið hluti af Skafta- fellsþjóðgarði og vorið 2008 hluti af Vatnajökulsþjóðgarði (4. mynd). Á Lakasvæðinu kristallast tvenns konar tengsl milli ferðamennsku og umhverfis. Það eru sambúðartengsl (e. symbiotic relationship), sem felast í því að þjóðgarður er stofnaður til að vernda fallega og stórbrotna náttúru og til að auka efnahagslegan ávinn- ing af ferðamönnum. Þegar svæði er gert að þjóðgarði fær það aukna athygli, aukið fjármagn til uppbygg- ingar og betri kynningu. Það leiðir til aukins fjölda gesta. Aukinn fjöldi gesta getur hins vegar valdið um- hverfisspjöllum. Í því koma fram hin tengslin á milli ferðamennsku og umhverfis, árekstratengslin (e. relationship of conflicts) sem hljótast af vaxandi vinsældum svæðisins. Lakasvæðið endurspeglar þannig þá togstreitu sem oft gerir vart við sig milli hinna ólíku hagsmunaaðila og var því valið hér sem tilviksrann- sóknarsvæði til að þróa aðferðir sem nýtast mættu til landnýtingaráætl- unar fyrir ferðamennsku á hálendi Íslands. Meginmarkmið tilviksrannsóknar- innar við Laka var að móta aðferðir sem nýtast við mat á þolmörkum ferðamennsku við þær séríslensku aðstæður sem hér ríkja. Það var gert með því að meta þolmörkin annars vegar með hliðsjón af umhverfinu og hins vegar með því að greina viðhorf hagsmunaaðila á Lakasvæð- inu (þ.e. ferðamanna, ferðaþjónust- unnar og yfirvalda) til nýtingar og framtíðaruppbyggingar svæðisins í þágu ferðamennsku. Rannsóknaaðferðir Rannsókninni við Laka var skipt upp í eftirfarandi fimm verkþætti til að fá sem víðtækast yfirlit yfir alla þætti ferðamennsku á svæðinu: Fjöldi ferðamanna1. . Umferðartelj- arar, sem fengnir voru hjá Vegagerðinni, voru settir út á fimm stöðum á Lakasvæðinu. Þeir söfnuðu gögnum um fjölda bifreiða á klukkustundar fresti. Gögnin voru greind og út frá þeim, ásamt svörum við spurningalistum (sbr. 3. lið) þar sem spurt var um fjölda ferða- manna í hverri bifreið, mátti reikna fjölda ferðamanna sem komu á svæðið og að nokkru leyti sjá ferðahegðun þeirra. Þolmörk umhverfisins2. . Til þess að meta áhrif ferðamanna á umhverfi var þróað flokkunar- kerfi og á grundvelli þess síðan hannaður sérstakur ástands- kvarði fyrir göngustíga og vegi. Ástandskvarðinn var prufu- keyrður á Lakasvæðinu og í framhaldinu verður unnt að nýta hann til að meta ástand göngustíga og vega á öðrum svæðum hálendisins. Ástands- kvarðinn nær frá flokknum núll, sem gefur til kynna gott
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.