Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 46
Náttúrufræðingurinn 46 Náttúrufræðingurinn 78 (1–2), bls. 46–56, 2009 aÆðarfugl, æðarkóngur, gleraugnaæður og blikönd mynda saman yfirættkvíslina Somatereae, sem tilheyrir deildinni Mergini. Lagt er til að þessi hópur nefnist æðarendur á íslensku. Æðarendur: ástand og stjórnun stofna Stofnar sjófugla eru mikið til umræðu vegna hugsanlegra áhrifa yfirstand- andi loftslagsbreytinga. Æðarendura (Somatereae) eru fjórar tegundir sjófugla sem allar byggja afkomu sína á hafinu kringum norðurheimskaut. Flestir stofnar æðaranda hafa átt undir högg að sækja þótt á því séu undantekningar, t.d. æðarfuglinn (Somateria mollissima) hérlendis. Aðrar tegundir eru æðarkóngur (S. spectabilis), gleraugnaæður (S. fischeri) og blikönd (Polysticta stelleri). Flestir stofnar æðaranda eru veiddir, einkum æðarfugl og æðarkóngur þar sem ofveiði hefur verið kennt um hnignun stofna. Allar fjórar tegundirnar búa við svipað álag af umsvifum mannsins, svo sem ofveiði, drukknun í fiskinetum, mengunarslys, þrávirk eiturefni og loftslagsbreytingar. Hlýnun jarðar gæti einnig aukið tíðni ofsaveðra á norð- lægum slóðum. Búsvæði æðaranda gætu því breyst til hins verra, þó svo að minnkandi vetrarís og hraðari vorbráðnun hans gæti reynst varpfuglum vel. Hlýnun gæti verið jákvæð staðbundið (a.m.k. í einhvern tíma) þó að hnattrænu áhrifin valdi á endanum stórfelldum búsvæðabreytingum. Lífslíkur andarunga eru oft litlar fyrstu dagana því að þeir eru viðkvæmir fyrir áhrifum veðurs, næringarskorts og afráns á þessu stigi. Fremur fáar vísbendingar eru þó um það að afkoma unga hafi áhrif á stofnstærð æðaranda, því meðal langlífra tegunda eru lífslíkur fullorðinna oftast mikilvægastar fyrir stöðugleika stofns. Rannsóknarefni framtíðarinnar eru næg, enda eru framtíðarhorfur æðaranda háðar yfirvofandi umhverfis- breytingum og aðförum manna á útbreiðslusvæði þeirra. Jón Einar Jónsson, Ævar Petersen, Arnþór Garðarsson og Tómas G. Gunnarsson Inngangur Norðurskautið og aðliggjandi svæði eru heimkynni dýra sem eru aðlöguð köldu og vindasömu loftslagi.1,2 Þar á meðal eru stofnar sjófugla og andfugla sem sumum hverjum er hætta búin sökum lofts- lagsbreytinga.3,4 Loftslagsspár sýna að veðurfar muni breytast einna mest á nyrstu breiddargráðum jarð- ar.5,6 Heimskautasvæðin eru þegar undir álagi af fiskveiðum, olíuleit og sjóflutningum.3 Bráðnun íss kringum norðurskautið fær menn til að horfa þangað í auðlindaleit sem og til sjóflutninga um Íshafið sem áður var ófært sökum hafíss. Stofnstærð langlífra tegunda er mest háð lífslíkum fullorðinna þar sem einstaklingar verða kynþroska nokkurra ára gamlir og koma fáum Ritrýnd grein 1. mynd. Æðarfugl, Somateria mollissima, kolla. – Common Eider female. Ljósm./Photo: Snorri Sævarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.