Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 69

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 69
69 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Víðtækari mælingar þarf til þess að fyllri mynd fáist af hitafari vatnsins í heild sinni gefur það m.a. færi á að kortleggja staðbundna strauma úti á dýpinu. Fyrstu haustlægðirnar, með sín- um hvassa suðaustanvindi, ná á skömmum tíma að afmá allan hita- mun og Þingvallavatn er furðufljótt að verða jafnblandað allt til botns um leið og vindurinn fer að blása að ráði.2 Öldugangur leiðir til skjótrar lóðréttrar blöndunar niður á visst dýpi. Geta öldunnar til blöndunar fer bæði eftir því hve hvasst er og hvað vindur nær að blása um langan veg eftir vatninu. Aðdrag öldunnar verður hvað mest í suðaustanátt, frá útfallinu við Steingrímsstöð þvert yfir vatnið í átt að Heiðarbæ og Skálabrekku. Í stormi getur lóðrétt blöndun vegna öldunnar náð niður á allt að 15–18 metra dýpi.3 4. mynd sýnir ágætlega hitadreif- ingu Þingvallavatns eftir árstíðum og dýpi. Stopular mælingar gefa til kynna að vatnið sé orðið nokkurn veginn jafnblandað nánast til botns fljótlega í október, ef ekki fyrr. Það á ef til vill ekki við á Sandeyjardjúpi þar sem vatnið er dýpst, en stök mæling gerð þar um miðjan vetur 1985, þegar vatnið var lagt, gaf til kynna því sem næst jafna hitadreif- ingu alveg niður á botn á 114 metra dýpi. Ís á Þingvallavatni Á árunum frá því fyrir 1960 og fram yfir 1990 var algengast að Þingvalla- vatn legði snemma í janúar. Fyrir kemur að vatnið leggi fyrir vetrar- sólstöður en það er fátítt. Fyrsta ísadagsetning sem vitað er um er 13. desember (sjá 1. töflu). Stundum getur komið fyrir að ísinn komi ekki á vatnið fyrr en í febrúar, jafnvel mars, eins og dæmi eru um frá síðari árum. Eftir að Þingvallavatn hefur kólnað nægjanlega kemur stöðug hreyfing í yfirborðslögum og öldu- gangur í veg fyrir að vatnið leggi. Þá myndast sums staðar krapagrautur og smágert ísskæni sem getur verið að velkjast um í vatninu á meðan vindur blæs, en geri froststillu í kjöl- farið leggur Þingvallavatn á stuttum tíma, stundum á aðeins nokkrum klukkustundum. Vatnið er talið al- lagt þegar landfastur ís er á miðju vatni þvert fyrir bæði sunnan og norðan Sandeyjar, enda þótt vakir séu og íslaust með landi við mestu lindirnar.2 Ísa leysir oftast seint í mars eða í apríl, en lengst hefur ís verið á vatn- inu fram í miðjan maí kalda vorið 1979 og litlu skemur fram á vorið nokkur ár laust fyrir 1990. Ísalagnir hafa verið skráðar af þeim feðgum Guðmanni Ólafssyni og Herði Guðmannssyni nokkuð reglulega frá 1951 en þó ekki alveg samfellt framan af. Eins og fyrr er greint töpuðust upplýsingar um ísafar í þegar íbúðarhúsið á Skála- brekku brann árið 2000. Vegna þess eru upplýsingar um ísafar nokkuð gloppóttar á árunum 1990–2000, en dagbókarfærslur starfsmanna Stein- grímsstöðvar bæta þar nokkuð úr, 4. mynd. Dæmigerður breytileiki hita í Þingvallavatni eftir árstíma og dýpi þegar gert er ráð fyrir að ís sé á vatninu í um þrjá mánuði. Þórunn Jónsdóttir teiknaði (eftir fyrirmynd úr grein Hákonar Aðalsteinssonar o.fl.3). – Yearly variations of temperature, from January (left) to December (right). Drawing: Þórunn Jónsdóttir (based on Hákon Aðalsteinsson et al.3). 5. mynd. Þingvallavatn ísilagt veturinn 2007/08. Horft af Hallinu yfir Vatnsvik 15. mars 2008 og blasa snæviþaktar Botnsúlurnar við. Vatnið lagði 3. febrúar. Ísinn hélst óvenjulengi og brotnaði ekki upp fyrr en 21. apríl samkvæmt athugunum Harðar Guð- mannssonar. – Ice on the northeast part of Lake Þingvallavatn, 15th March 2008. Ljósm./Photo: Einar Sveinbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.