Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 16
Náttúrufræðingurinn 16 frá Kirkjubæjarklaustri, en enn sem komið er beina ferðaskrifstofur ferð- um sínum þangað í litlum mæli. Þjónusta og aðstaða er einföld og fábreytt og samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er það í anda þess sem ferðamenn og ferðaþjónustu- aðilar vilja. Svæðið stenst fyllilega væntingar gesta. Þeir fara fögrum orðum um náttúruna og upplifa kynngimagnaðan kraft náttúruafl- anna (10., 11., 12. og 13. mynd). Almennt trufla núverandi skemmdir vegna ágangs ferða- manna ekki gesti á Lakasvæðinu. Innan við 10% ferðamanna verða þó frekar mikið vör við skemmdir og þá fyrst og fremst vegna utan- vegaaksturs og rofs úr göngustíg- um (14. mynd). Ferðalangar voru ekki hlynntir frekari uppbyggingu á svæðinu og voru andvígir því að komið yrði upp bensínsölu, veitingaaðstöðu, hótelaðstöðu og slitlögðum vegum. Aðeins minni andstaða var við uppbyggða vegi og akbrýr, en þó var slíkt óæskilegt að mati meira en helmings ferða- fólks. Um helmingur aðspurðra taldi hugmyndir um gestastofu og nýja aksturshringleið um Miklafell og Þverá áhugaverðar, en um 30% fannst slíkar framkvæmdir hins vegar mjög óæskilegar (15. mynd). Af þessu má draga þá ályktun að flestir gestir Lakagígasvæðisins vilji viðhalda svæðinu eins og það er og ekki bæta neinum mannvirkjum við þau sem eru þar nú þegar. Ferðamönnum finnst mikilvægt að ekki séu margir aðrir ferðamenn á svæðinu og finnst fámennið vera hluti af aðdráttarafli svæðisins. Þótt langflestum ferðamönnum þyki fjöldi annarra ferðamanna á Lakasvæðinu hæfilegur, finnst 10% gesta ferðamenn þar nú þegar vera of margir og er það vísbending um að þolmörkum þessa hóps gæti brátt verið náð. Þetta er áhugavert í ljósi þess að ferðaþjónustuaðilar í Skaftárhreppi og þjóðgarðsyfirvöld vilja fjölga gestum í von um að það skili auknum hagrænum áhrif- um af þjóðgarðinum. Sem leið til að ná þessu markmiði hafa verið settar fram hugmyndir um að bæta aðgengi að svæðinu, en um ágæti þess voru hins vegar skiptar skoðanir meðal ferðamanna. Flestir ferðaþjónustuaðilar í Reykjavík sem nýta svæðið voru hlynntir óbreyttu aðgengi að Lakasvæðinu. Annars 12. mynd. Náttúrufegurð er mikil við Lakagíga. – Beautiful nature near Laki. Ljósm./Photo: Rögnvaldur Ólafsson. 10. mynd. Ástæður komu á Lakasvæðið. – Reasons for coming to the Laki area. 0 10 20 30 40 Náttúra/landslag Jar fræ i Úts ni/ví átta Fegur Kyrr /óspillt náttúra Saga Andstæ ur Allt Fólk Ve ur % 11. mynd. Mest heillandi á Lakasvæðinu. – Most fascinating in the Laki area. 0 5 10 15 20 25 Jar fræ i Náttúra/landslag Heyrt/lesi /bent á Forvitni Sko a/njóta úts nis Fegur svæ isins Hópfer Saga Ganga/útivist Kyrr /ósnortin náttúra Vildi koma aftur jó gar ur %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.