Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 74

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 74
Náttúrufræðingurinn 74 Miðað er við staðalvindmælingu í 10 metra hæð og hita í 2 metra hæð sem varpað er upp í 10 metra hæð- ina. Stuðullinn 1,259 er breytilegur og tekur mið af svonefndri tölu Stantons sem og reynslu fyrir flæði skynvarma frá vatnsfleti. Við nákvæma ákvörðun á gufunar- varmaflæðinu L er nauðsynlegt að taka rakainnihald loftsins með í reikninginn. Til einföldunar er stuðst við hlutfall Bowen sem segir til um hlutfall skynvarma og gufun- arvarma í varmatapi yfirborðs. Á hafsvæðum hitabeltisins er gufun- arvarminn um tífaldur skynvarm- inn. Þar er hlutfall Bowen ~ 0,1. Í skraufþurrum eyðimörkunum snýst hlutfallið síðan við og hlutfall Bowen verður af stærðargráðunni ~10. Hlutfall Bowen er um 0,6–0,8 í tilvikum þegar þurrt og kalt loft leitar yfir opið vatn eða hafsvæði.11 Í viðamikilli þýskri tilraun sem gerð var við hafísjaðarinn, vestur af Sval- barða í maímánuði, fyrir nokkrum árum reyndist hlutfall Bowen vera um 0,65.13 Veðuraðstæðum þar á þeim tíma sem rannsóknarleiðang- urinn var farinn svipar til aðstæðna við Þingvallavatn snemma vetrar fram að ísalögn, þ.e. lofthiti var um -5°C og sjávarhiti +1–3°C. Með hjálp veðurmælinga við Þingvallavatn og mati á yfirborðs- hita vatnsins má reikna út flæði skynvarma með sæmilegri ná- kvæmni. Gufunarvarmann er hægt að reikna með svipaðri nálgun og skynvarmann, en hún krefst upplýs- inga um rakainnihald lofts rétt við vatnsborð og þær liggja ekki á lausu. Því er stuðst við hlutfall Bowen í Svalbarðatilrauninni til að finna flæði gufunarvarmans að hausti, frá því um miðjan október þar til að vatnið leggur. Frá árinu 1996 hefur verið starf- rækt sjálfvirk veðurathugunarstöð við þjónustumiðstöðina á Leirum, um 2 km norðan vatnsins. Á þessum stað verður frostið mikið í stillum á veturna og hitinn greinilega heldur lægri en mældist við svipaðar að- stæður við Þingvallabæinn og síðar á Heiðarbæ. Hitaröð fyrir Þingvelli, sem er nokkuð samfelld aftur til ársins 1934, er leiðrétt fyrir þessum kuldaáhrifum. Þegar hreyfing er á loftinu og dálítill vindur er hitinn jafnari við vatnið. Við reikning á flæði skynvarma og gufunarvarma gengur ágætlega að notast við hita- og vindmælingar frá Leirum, en taka verður niðurstöðum með meiri varúð þegar stillt og kalt er í veðri. Það er einnig mál staðkunnugra að norðanáttin sé allajafna heldur meiri við Þjónustumiðstöðina en við vatnið suður af Þingvallabænum. Á 9. mynd má sjá samanlagðan meðalhita nóvember og desember á Þingvöllum alveg frá árinu 1935. Hitafarið þessa tvo mánuði segir ekki alla söguna um varmatap frá vatninu. Stundum hefur hitafarið fyrr að haustinu nokkra þýðingu og í reynd verður að horfa á allan tímann fram að því að vatnið leggur, eða oftast nær fram í janúar og stundum líka í febrúar. Samt sem áður gefur hitinn þessa tvo mán- uði ýmsar vísbendingar. Þannig var kominn ís á vatnið fyrir jól árin 1973, 1981 og 1996 en þá var kalt snemm- vetrar eins og sjá má. Hlýjasta til- vikið, árið 2002, var vatnið íslaust allan veturinn. Á hinn bóginn skipti alfarið úr hagstæðri tíð yfir í kalda í byrjun árs 1988 og þó svo að hlýindi hafi verið um haustið var svo kalt framan af janúar að vatnið lagði 16. janúar. Þingvallavatn kólnar hratt í þurrum og köldum norðanvindi Í nóvember og desember er algengt veðurlag að kaldur norðanvindur blási yfir vatnið (11. mynd). Dreifing vindátta á veðurathugunarstöðinni á Þingvöllum fyrir nóvember og desember sýnir vel hvað vindáttir á milli N og ANA eru tíðar. Áberandi er hvað norðanáttin er hvassari en aðrar vindáttir, eða um 8 m/s að jafnaði. Þá vekur athygli hvað oft er kyrrt þetta síðla hausts, en á veðurathugunarstöðinni er logn í 6% tilvika. Varmatap vatnsins er eins og áður segir afar mismikið frá degi til dags. Þegar mildir vindar leika um vatnið og í annars þungbúnu veðri tapast lítill varmi. Veturinn 2007–2008 lagði Þingvallavatn í febrúar. Fram að því má segja að vatnið hafi kólnað í stökkum frekar en jafnt og þétt. Um og fyrir miðjan nóvember kom veðurkafli þar sem mildir vindar úr suðri og suðvestri léku um landið. Nærri fimm sólarhringa, eða til 16. nóvember, má ætla að varmatap Þingvallavatns hafi ekki verið nema um 20–40 W/m2 og þá eingöngu vegna útgeislunar. Lofthiti var lengst af hærri en vatnshitinn og varma- leiðni frá vatni til andrúmsloftsins með skyn- og dulvarma var þá 11. mynd. Öldugangur á Sandeyjardjúpi, séður frá Svínanesi. Þennan dag, 27. nóvember 2008, var NNA-átt, 15–20 m/s, og -2°C á mæli stöðvarinnar við þjónustumiðstöðina. – Strong northerly wind and waves at Lake Þingvallavatn, 27th. Nov. 2008. Ljósm./Photo: Einar Sveinbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.