Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 58
Náttúrufræðingurinn 58 á 0–130 m dýpi, en sjaldgæfur á meira dýpi.6 Vitað er um lifandi eintök allt niður á 625 m dýpi við Vestur-Grænland.4 Smyrslingur lifir á allbreytilegri botngerð; eðju, leir, silti, sandi, möl og grjóti.4 Ungir ein- staklingar sitja gjarnan margir saman á þörungum en fullvaxnir smyrsling- ar hafa grafið sig niður í botnsetið.4 Sviflirfustigið er frekar langt.7 Smyrslingur hefur víða fundist í jarðlögum allt frá míósentíma og er ein algengasta tegund skeldýra í íslensku sjávarseti frá ísöld og nútíma. Tegundin er talin upprunn- in í Kyrrahafi og hefur verið viðloða íslenska jarðsögu síðan hún kom inn í Furuvíkurmyndunina á Tjörnesi fyrir um það bil 2,5 milljón árum (3. mynd).8 Smyrslingur er af flestum talinn afkomandi Kyrrahafstegundarinnar Mya salmonensis Clark, 1932, sem hefur eingöngu fundist í jarðlögum í Japan og Alaska (4.–5. mynd).9,10 Tegund þessi er ekki eins þver- stýfð að aftan og smyrslingurinn og grynnri möttulbugur bendir til þess að möttulpípurnar hafi verið mun styttri og því hefur þessi tegund ekki grafið sig eins djúpt í setið og núlifandi smyrslingur. Því finnst höfundum þessarar greinar líklegast að smyrslingur hafi fengið núverandi lögun þegar Mya salmo- nensis fór að grafa sig dýpra niður í sjávarbotninn. Það má vel vera að dýrið hafi þannig brugðist við erfiðari lífskjörum, en danski dýra- fræðingurinn A.S. Jensen11 taldi formbreytinguna fyrst og fremst stafa af aðlögun að lækkandi sjáv- arhita. Í kaldari sjó grafa skeljarnar sig dýpra niður í botninn þar sem þær hafa meira skjól og því virð- ist náið samhengi milli þessara tveggja þátta, dýpri graftar og lágs sjávarhita. Þá má benda á að skel núlifandi smyrslings verður ekki þverstýfð að aftan fyrr en hún er orðin 1–2 cm löng. Fram að því er skelin meira og minna ávöl að aftan og má auðveldlega sjá þetta á vaxtarbeltum fullvaxinna smyrs- lingsskelja. Þverstýfingin byrjar þegar dýrið fer að grafa sig niður í botninn, en fram að því lifir það á 2. mynd. a. Vinstri og hægri skel af smyrslingi úr fjörunni á Tjörnesi. b. Hægri vallarskel úr jarðlögum frá lokum síðasta jökulskeiðs við Bollagarða á Seltjarnarnesi. c. Vinstri sand- gerviskel tekin lifandi við Point Barrow í Alaska (frá MacNeil 1965,9 birt með leyfi U.S. Geological Survey, Department of the Interior). d. Vinstri sandgerviskel úr jarðlögum frá hlýskeiði ísaldar í miðhluta Breiðuvíkur á Tjörnesi (frá Má Vilhjálmssyni 1985).24 e–f. Vinstri kambskel úr krókskeljalögum frá plíósentíma í Tungukambi á Tjörnesi. g. Vinstri bárðarskel úr krókskeljalögum frá plíósentíma í Hallbjarnarstaðakambi á Tjörnesi (frá Strauch 1972,10 birt með leyfi Schweizerbart’sche Verlagsbuchhandlung OHG (http://www. schweizerbart.de). h. Hægri bárðarskel úr jarðlögum frá plíósentíma við Ramsholt í Eng- landi (frá Wood 1850).43 i. Vinstri og hægri sandskel úr fjörunni í Eiðsvík í Kollafirði. – a. Mya truncata. Left and right view of recent valves from Tjörnes, North Iceland. b. Mya truncata uddevalensis. Right view of a valve from Late Weichselian deposits at Bolla- garðar, Seltjarnarnes, Southwest Iceland. c. Mya truncata pseudoarenaria. Left view of a recent shell from Point Barrow, Alaska (from MacNeil 1965,9 by courtesy of U.S. Geological Survey, Department of the Interior). d. Mya truncata pseudoarenaria. Left view of a valve from Lower Pleistocene deposits in Breiðavík, Tjörnes, North Iceland (from Már Vilhjálms- son 1985).24 e–f. Mya schwarzbachi. Left view of a valve also showing the chondrophor from the Upper Pliocene Serripes Zone, Tjörnes, North Iceland. g. Mya truncata gud- munduri. Left view of a valve from the Upper Pliocene Serripes Zone, Tjörnes, North Iceland (from Strauch 1972,10 by courtesy of Schweizerbart’sche Verlagsbuchhandlung OHG (http://www.schweizerbart.de). h. Mya truncata gudmunduri. Right view of a valve from the Upper Pliocene Coralline Crag at Ramsholt, England (from Wood 1850).43 i. Mya arenaria. Left and right view of recent valves from Eiðsvík, Southwest Iceland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.