Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 78
Náttúrufræðingurinn
78
Surtseyjar vegna rannsókna sinna
á myndun eyjarinnar. Ráðið ákvað
síðan á sama fundi að gefa út tilmæli
til almennings um að ferðamenn
sem kæmu til Surtseyjar skildu ekki
eftir bréfarusl né annað þess háttar
og legðu sig yfirhöfuð fram um að
valda sem allra minnstum spjöllum
með umgengni sinni um eyna, og
að við slík ummæli léti ráðið sitja
um sinn.
En náttúruverndarráðsmönnum
og þeim sem farnir voru að vinna að
rannsóknum Surtseyjar varð fljótt
ljóst að frekari aðgerða væri þörf
til verndar eynni og á fundi í Nátt-
úruverndarráði 2. september 1964
kom fram og var samþykkt tillaga
um að rita menntamálaráðuneyti
bréf og leggja til að Surtsey yrði
friðlýst skv. lögum nr. 48/1956 um
náttúruvernd. Á næsta fundi ráðs-
ins þann 2. nóvember var verndun
Surtseyjar aftur á dagskrá. Greinar-
höfundur tók þá til máls og kvað
mikinn áhuga á friðun eyjarinnar;
hann skýrði m.a. frá því að vísinda-
menn frá Duke-háskóla í North
Carolina í Bandaríkjunum hefðu
verið hér á ferð, en þeir hefðu
fengið fé til að vinna að rannsókn-
um á landnámi lífvera á eyjunni
í samráði við Rannsóknaráð ríkis-
ins (síðar RANNÍS). Þessir aðilar
væru sammála um nauðsyn þess
að vernda Surtsey. Eftir nokkrar
umræður lagði formaður ráðsins,
Birgir Kjaran, til að stefnt yrði að
því að veita eyjunni lögvernd og
því til undirbúnings yrðu valdir
þrír menn: greinarhöfundur, Finnur
Guðmundsson og Logi Einarsson
varaformaður ráðsins.
Á næsta fundi Náttúruvernd-
arráðs 25. mars 1965 var friðun
Surtseyjar aðalmálið á dagskrá.
Nokkru áður hafði ráðinu borist
bréf frá Surtseyjarnefnd, sem var
forveri Surtseyjarfélagsins, þar sem
lagt var til að Surtsey yrði friðuð. Á
fundinum var lagt fram bréf Rann-
sóknaráðs ríkisins, dagsett 2. febrúar
1965, sem Steingrímur Hermannsson
framkvæmdastjóri þess kynnti, en
hann var gestur á fundinum. Þar var
lýst þeirri skoðun að með hliðsjón
af þeim líffræðilegu rannsóknum
sem ráðgerðar væru í Surtsey bæri
nauðsyn til að friðlýsa eyna. Hann
tók fram að leyfa mætti umferð
um einhvern hluta eyjarinnar, að
sínum dómi. Finnur Guðmundsson
tók fram að best væri að óviðkom-
andi umferð yrði sem allra minnst
um eyna. Sigurður Þórarinsson tók
undir það – mannaumferð bæði
truflaði framvindu lífs í Surtsey og
beinlínis hindraði að sumar lífverur
settust þar að.
Friðland eða þjóðvangur
Þá lagði greinarhöfundur fram, f.h.
vinnuhópsins sem var skipaður á
síðasta fundi, álitsgerð um nauðsyn
á friðun Surtseyjar sem friðlands
svo hægt yrði að nýta það ein-
stæða tækifæri og möguleika sem
þar gæfust til að rannsaka hvernig
lífverur dreifðust til og næmu land
á nýjum stað og fylgjast með fram-
vindu þess þar. Leggja þyrfti áherslu
á sem minnsta umferð og sem besta
umgengni um eyna. Því væri lagt til
að Surtsey yrði friðlýst sem friðland
skv. C-lið 1. gr. laga um náttúru-
vernd frá 1956; ferðir þangað yrðu
bannaðar nema með sérstöku leyfi,
allar lífverur sem þar kynnu að
finnast yrðu friðaðar, ásamt eggjum
dýra og fræjum og öðrum plöntu-
hlutum, og engin dýr eða plöntur
eða hluta þeirra mætti flytja til
eyjarinnar; þá yrði bannað að skilja
þar eftir hvers konar rusl og úrgang
og öll mannvirkjagerð bönnuð þar
nema með sérstöku leyfi. Formaður
ráðsins benti á að ættu friðunarráð-
stafanir ekki að missa marks mættu
þær ekki ganga lengra en svo að
þær væru framkvæmanlegar.
Framkvæmdastjóri Rannsókna-
ráðs ríkisins skýrði þá frá því að
myndarlegur erlendur styrkur til
rannsókna á landnámi og fram-
vindu lífs í Surtsey væri í boði og
einnig þess vegna væri mikilvægt
að geta sýnt fram á að full stjórn
væri á umferð um eyna.
Síðan lagði varaformaður Nátt-
úruverndarráðs, Logi Einarsson,
fram greinargerð um hvaða lög-
formlegum framgangsmáta bæri
að fylgja við friðlýsingu Surtseyjar,
2. mynd. Fjörukál (Cakile arctica Pobed.) var fyrsta plöntutegundin
sem fór að vaxa í Surtsey og það strax árið 1965 og hefur fundist þar
langflest ár síðan. Fjörukál var líka fyrsta plöntutegundin sem
blómstraði á eynni en það var 1967. Myndin er af langstærstu og
gróskumestu plöntunni sem blómstraði þar þá og var tekin á norður-
hluta eyjarinnar. Ljósm.: Eyþór Einarsson, 9. september 1967.
3. mynd. Blálilja (Mertensia maritima (L.) S.F. Gray) var einnig
meðal fyrstu plöntutegunda sem settust að á Surtsey og fannst fyrst
1967. Það á líka við um fjöruarfa, (Honkenya peploides (L.) Hochst.)
sem er hægra megin á myndinni, en hann er nú ein útbreiddasta
blómplantan á Surtsey. Myndin var tekin nálægt austurströndinni
sunnantil á eynni. Ljósm. Eyþór Einarsson, 6. júní 1990.