Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 49
49 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hefur farið hægt fækkandi á Bret- landseyjum (um 3% á ári sl. tíu ár) en ekki er fulljóst hvað veldur.31,32 Í austanverðri Norður-Ameríku er fylgni milli nýtingar frumbyggja og stærðar æðarstofna. Æðarfugli fór lengi fækkandi víðast hvar á Grænlandi, nema í norðausturhluta landsins.8,33 Var ofveiði kennt um fækkun, enda var stofninn fljótur að ná sér á strik eftir að veiðitímabilið var stytt og fræðsla fyrir grænlenska veiðimenn aukin.34 Varpstofninn í Labrador á sér svipaða sögu: hann stækkaði (13–23%, mismun- andi eftir varpsvæðum) 1998–2003 í kjölfar hertra veiðireglna og auk- innar fræðslu fyrir frumbyggja.22 Æðarfuglum fækkaði undir lok 20. aldar við norðurstrendur Rússlands, strendur Alaska og á Belcher-eyjum í Hudsonflóa.17,28,35 Ekki eru í öllum tilfellum skýringar á reiðum hönd- um, en m.a. er bent á fjöldadauðs- föll í kjölfar þess að vakir í hafís, þar 4. mynd. Æðarkóngur, Somateria spectabilis, bliki. – King Eider male. Ljósm./Photo: Daníel Bergmann. sem fuglarnir hafast við á vetrum, hafa horfið.28 Æðarkóngur Æðarkóngur (4. mynd) heldur sig á afskekktum svæðum árið um kring; upplýsingar um hann eru því tak- markaðar og torveldar það ákvarð- anatöku um verndun. Æðarkóngum hefur fækkað bæði í Evrasíu og Norður-Ameríku.36 Stofnstærð á Grænlandi takmarkast nokkuð af dauðsföllum að vetri (janúar–febrúar) vegna skotveiða eða drukknunar í netum.37 Æðarkóngum fækkaði í Beaufort-hafi (Íshafið norður af Norðvestur-Kanada og Alaska) úr 800 þúsund fuglum 197529 niður í 350 þúsund fugla 1995, eða um 3,9% á ári.35 Svipaða sögu er að segja frá Norðvestur-Kanada.38 Æðarkóngar drepast stundum í frosthörkum þegar ísa leggur yfir fæðusvæði þeirra.3,39 Þrátt fyrir fækkun æðar- kóngs hafa hvorki Bandaríkjamenn né Kanadamenn skráð tegundina á válista.3 Gæti það stafað af hags- munaárekstrum náttúruverndar og frumbyggjaveiði eða af því að stofn- inn er stærri og dreifðari (og því minni hætta búin) en t.d. stofnar gleraugnaæðar og blikandar, sem báðar eru alfriðaðar í álfunni. Gleraugnaæður Gleraugnaæður (5. mynd) var lengstum lítið rannsökuð.40 Stutt er síðan menn fundu hinar sér- stæðu vetrarstöðvar gleraugnaæðar, sem eru meginvakir í hafísnum í Beringssundi sunnan St. Lawrence- eyjar nyrst í Kyrrahafinu.41,42 Gler- augnaæði fækkaði á síðari hluta 20. aldar og hún er skráð á válista í Bandaríkjunum.43 Rannsóknir hafa einkum beinst að varpvistfræði á Yukon-Kuskokwim ósasvæðinu í Alaska en lífslíkur, varpárangur og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.