Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 81

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 81
81 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee Náttúrustofa Vesturlands Náttúrustofa Vesturlands var stofn- uð árið 1998 en starfssvæði hennar nær yfir gamla Vesturlandskjör- dæmi, frá Hvalfirði í suðri að Gils- firði í norðri. Við setningu laga nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur var gert ráð fyrir að öll sveitarfélög á starfs- svæðinu tækju þátt í rekstri við- komandi náttúrustofu en sú þróun hefur yfirleitt gengið hægt. Stykkis- hólmsbær er eina sveitarfélagið sem kemur að rekstri Náttúrustofu Vesturlands. Stofan er eign bæjarins en rekin með aðstoð ríkisins eins og aðrar náttúrustofur. Náttúrustofa Vesturlands er í ráðhúsi Stykkishólmsbæjar, Hafnar- götu 3. Þar er skrifstofuaðstaða og rannsóknarstofur, annars vegar fyrir erfða- og örverurannsóknir en hins vegar fyrir krufningar og aðrar athuganir á dýrum. Fyrsti forstöðumaður Náttúru- stofu Vesturlands var ráðinn árið 1999 en starfsemin komst þó ekki á skrið fyrr en árið 2001 og hefur vaxið mikið síðan. Starfsemin hefur mótast af umhverfi stofunnar og sérþekkingu starfsfólks. Rannsóknir hafa verið undirstaðan en umhverfis- mál og almenningsfræðsla einnig skipað veglegan sess. Rannsóknir hafa einkum beinst að landspendýrum og fuglum. Af einstökum viðfangsefnum rann- sókna hefur minkur verið lang- stærsta verkefnið. Minkurinn er álitinn ágeng tegund og er því mikilvægt að stunda á honum rannsóknir sem meðal annars geta nýst til betri stjórnunar stofnsins. Minkarannsóknir Náttúrustofunnar hafa komið inn á marga þætti en þeim má skipta gróflega í tvennt: a) Atferli einstaklinga – rannsóknir sem miða að því að skilja landnotkun, virknimynstur, félagskerfi og mök- unarkerfi minksins. b) Stofngerð og stofnstjórnun – rannsóknir sem beinast að því að auka skilning á uppbyggingu stofnsins (stofnstærð, aldursdreifing, vanhöld, kynjahlut- fall, frjósemi o.fl.) og þeim þáttum sem stjórna stærð hans. Minkarann- sóknir náttúrustofunnar hafa verið unnar í samvinnu við Pál Hersteins- son, prófessor við Háskóla Íslands, en auk þeirra hefur Náttúrustofan komið lítillega að rannsóknum á refum og hagamúsum. Af einstökum fuglarannsóknum hafa verið fyrirferðarmestar ann- ars vegar vöktun og rannsóknir á haförnum, í samvinnu við Nátt- úrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands, Náttúrustofu Vestfjarða og fuglaáhugamenn, og hins vegar rannsóknir á þróun útbreiðslu gló- kolls á Vesturlandi en Náttúrustof- an hefur einnig komið að vöktun rjúpnastofnsins og vetrarfuglum, verkefnum sem eru í umsjón Nátt- úrufræðistofnunar Íslands. Meðal annarra rannsókna eru úttekt á dreifingu og styrk gerla- mengunar vegna skólplosunar við þéttbýlisstaði á Snæfellsnesi og úttekt og ráðgjöf varðandi ágengar plöntutegundir í landi Stykkis- hólmsbæjar. Stjórnendur Náttúrustofu Vest- urlands telja almenningsfræðslu 1. mynd. Forvitinn minkur í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Rannsóknir á mink hafa verið eitt af meginverkefnum Náttúrustofunnar. Ljósm.: Sigrún Bjarnadóttir. 2. mynd. Tófuyrðlingur. Náttúrustofan hefur vaktað ábúð refagrenja í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Ljósm.: Róbert A. Stefánsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.