Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 4
Náttúrufræðingurinn
4
Hið íslenska
náttúrufræðifélag 120 ára
Kristín Svavarsdóttir
Ég bíð ykkur öll velkomin á þennan afmælisfund Hins íslenska náttúrufræðifélags
en við fögnum því nú að liðin eru
120 ár frá því félagið var stofnað.
Það er vel við hæfi að fagna afmæl-
inu í Þjóðmenningarhúsinu því
Náttúrugripasafnið var lengst af í
því húsi, eða í 52 ár.
Upphaf Hins íslenska
náttúrufræðifélags
Það var þann 16. júlí 1889 sem
Íslenzkt náttúrufræðisfjelag var stofn-
að í leikfimihúsi Barnaskólans og
voru stofnfélagar 58, allt karlmenn.
Á tímamótum sem þessum er gjarn-
an leitað til sögunnar og grúskað í
gömlum heimildum. Saga félagsins,
sérstaklega fyrstu 50 árin, er mjög
vel skráð. Árið 1914 var 25 ára saga
félagsins eftir Helga Jónsson (skráð-
ur féhirðir félagsins 1906–1914) gefin
út og árið 1941 birtist „Brot úr sögu
Náttúrufræðisfélagsins annan aldar-
fjórðung þess 1915–1939“ eftir Árna
Friðriksson (skráður skrifari félags-
ins 1934–1939 – fiskifræðingur). Þá
skrifaði Ragnhildur Sigrún Björns-
dóttir nýlega MA-ritgerð við sagn-
fræði- og heimspekideild Háskóla
Íslands sem hún nefnir „Vísindi
efla alla dáð; Hið íslenzka náttúru-
fræðisfélag“ en í ritgerðinni greinir
hún bréfasafn félagsins frá upphafi
og þar til náttúrugripasafnið var af-
hent ríkinu um miðja síðustu öld.
Það voru stórhuga menn sem
stóðu að stofnun félagsins fyrir 120
árum. Þar fremstur í flokki var Stef-
án Stefánsson grasafræðingur, þá
kennari á Möðruvöllum, en ásamt
honum voru það Benedikt Gröndal,
Þorvaldur Thoroddsen, Björn Jens-
son (aðjunkt – var settur kennari
við Reykjavíkurskóla árið 1883) og
Jónas Jónassen (landlæknir) sem
boðuðu til stofnfundar félagsins. Í
fundarboðinu var m.a. sagt að fund-
urinn hafi það sjerstaklega fyrir mark
og mið, að koma upp náttúrugripasafni
hjer í Reykjavík, því vjer erum sann-
færðir um að slíkt safn hlýtur, með
tímanum, að verða aðaluppspretta
alls náttúrufróðleiks hjer á landi, og
fá stórmikla vísindalega þýðingu, auk
þess, sem það yrði til mikils sóma fyrir
land vort og þjóð.
Í 2. grein þeirra laga sem sam-
þykkt voru á stofnfundinum var
fjallað sérstaklega um markmið
félagsins en hún hljóðaði svo: Aðal-
tilgangur fjelagsins er sá, að koma upp
sem fullkomnustu náttúrugripasafni á
Íslandi, sem sje eign landsins og geymt
í Reykjavík. Tónninn er þarna sleg-
inn og var náttúrugripasafnið sem
stofnað var til strax þarna hjartað
í allri starfsemi Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags, allt þar til ákveð-
ið var á aðalfundi félagsins árið
1947, eða fyrir rúmlega 60 árum, að
gefa ríkinu safnið til eignar, ásamt
byggingarsjóði, með því skilyrði að
byggt yrði yfir safnið.
Náttúrugripa/minjasafn
– húsnæðismálin
Húsnæðismál náttúrugripasafns-
ins hafa verið til umræðu allt frá
stofnun félagsins og safnsins árið
1889, eða í 120 ár, og mér er til efs að
eins brösótt saga um húsnæðismál
Náttúrufræðingurinn 80 (1–2), bls. 4–6, 2010
Benedikt Gröndal. Mynd fengin frá
Náttúrufræðistofnun Íslands.
80 1-2#loka.indd 4 7/19/10 9:50:25 AM