Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 4
Náttúrufræðingurinn 4 Hið íslenska náttúrufræðifélag 120 ára Kristín Svavarsdóttir Ég bíð ykkur öll velkomin á þennan afmælisfund Hins íslenska náttúrufræðifélags en við fögnum því nú að liðin eru 120 ár frá því félagið var stofnað. Það er vel við hæfi að fagna afmæl- inu í Þjóðmenningarhúsinu því Náttúrugripasafnið var lengst af í því húsi, eða í 52 ár. Upphaf Hins íslenska náttúrufræðifélags Það var þann 16. júlí 1889 sem Íslenzkt náttúrufræðisfjelag var stofn- að í leikfimihúsi Barnaskólans og voru stofnfélagar 58, allt karlmenn. Á tímamótum sem þessum er gjarn- an leitað til sögunnar og grúskað í gömlum heimildum. Saga félagsins, sérstaklega fyrstu 50 árin, er mjög vel skráð. Árið 1914 var 25 ára saga félagsins eftir Helga Jónsson (skráð- ur féhirðir félagsins 1906–1914) gefin út og árið 1941 birtist „Brot úr sögu Náttúrufræðisfélagsins annan aldar- fjórðung þess 1915–1939“ eftir Árna Friðriksson (skráður skrifari félags- ins 1934–1939 – fiskifræðingur). Þá skrifaði Ragnhildur Sigrún Björns- dóttir nýlega MA-ritgerð við sagn- fræði- og heimspekideild Háskóla Íslands sem hún nefnir „Vísindi efla alla dáð; Hið íslenzka náttúru- fræðisfélag“ en í ritgerðinni greinir hún bréfasafn félagsins frá upphafi og þar til náttúrugripasafnið var af- hent ríkinu um miðja síðustu öld. Það voru stórhuga menn sem stóðu að stofnun félagsins fyrir 120 árum. Þar fremstur í flokki var Stef- án Stefánsson grasafræðingur, þá kennari á Möðruvöllum, en ásamt honum voru það Benedikt Gröndal, Þorvaldur Thoroddsen, Björn Jens- son (aðjunkt – var settur kennari við Reykjavíkurskóla árið 1883) og Jónas Jónassen (landlæknir) sem boðuðu til stofnfundar félagsins. Í fundarboðinu var m.a. sagt að fund- urinn hafi það sjerstaklega fyrir mark og mið, að koma upp náttúrugripasafni hjer í Reykjavík, því vjer erum sann- færðir um að slíkt safn hlýtur, með tímanum, að verða aðaluppspretta alls náttúrufróðleiks hjer á landi, og fá stórmikla vísindalega þýðingu, auk þess, sem það yrði til mikils sóma fyrir land vort og þjóð. Í 2. grein þeirra laga sem sam- þykkt voru á stofnfundinum var fjallað sérstaklega um markmið félagsins en hún hljóðaði svo: Aðal- tilgangur fjelagsins er sá, að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á Íslandi, sem sje eign landsins og geymt í Reykjavík. Tónninn er þarna sleg- inn og var náttúrugripasafnið sem stofnað var til strax þarna hjartað í allri starfsemi Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, allt þar til ákveð- ið var á aðalfundi félagsins árið 1947, eða fyrir rúmlega 60 árum, að gefa ríkinu safnið til eignar, ásamt byggingarsjóði, með því skilyrði að byggt yrði yfir safnið. Náttúrugripa/minjasafn – húsnæðismálin Húsnæðismál náttúrugripasafns- ins hafa verið til umræðu allt frá stofnun félagsins og safnsins árið 1889, eða í 120 ár, og mér er til efs að eins brösótt saga um húsnæðismál Náttúrufræðingurinn 80 (1–2), bls. 4–6, 2010 Benedikt Gröndal. Mynd fengin frá Náttúrufræðistofnun Íslands. 80 1-2#loka.indd 4 7/19/10 9:50:25 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.