Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 7
7 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Sögu Náttúruminjasafns Íslands má rekja aftur til ársins 1889 er það var stofnað. Það var síðan rekið af Hinu íslenska nátt- úrufræðifélagi allt til ársins 1947. Þá var það afhent íslenska ríkinu til eignar og hefur safnið verið á veg- um þess æ síðan. Þó svo að liðin séu 120 ár – og safnið hafi fengið til liðs við sig einn öflugasta málsvara menntunar í landinu, ríkið – hefur enn ekki tekist að koma því þannig fyrir að almenningur í landinu þekki vel til sögu þess, að staða safnsins sé vel kynnt í samtímanum eða að segja megi að framtíðarsýn safnsins sé þekkt og henni deilt meðal almennings. Í reynd er staðan kannski ekkert ósvipuð því og var þegar greinar í blöðum eins og Fjall- konunni og Þjóðólfi birtust um og upp úr 1890 og fjölluðu um málið. Í Fjallkonunni segir t.d. í júlí 1889: „Hugmyndin um [Náttúruminjasafn Íslands] kom upp meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn 1887, enn hingað til hefir orðið lítið úr framkvæmd þess. Um sama leyti flutti Fjallk. eggjunargrein um þetta mál […] enn önnur ísl. blöð sintu því ekki. Seinna um sumarið ritaði Þorv. Thoroddsen rækilega grein í Fjallk. um sama efni. Síðan hefir því ekki verið hreyft opinberlega fyrr enn nú.“ (Fjallkonan 15. júlí 1889.) Og í Þjóðólfi í júlí 1889 skrifar Stefán Stefánsson frá Möðruvöll- um að: „Hvarvetna í hinum menntaða heimi fer það fje sívaxandi, sem varið er náttúruvísindunum til efl- ingar. Hver siðuð þjóð kappkostar af fremsta megni, að rannsaka nátt- úru síns eigin lands […] Við söfnin uppalast ágætir vísindamenn er gjöra vísindunum og yfir höfuð ættjörðu sinni stórmikið gagn […] En vjer, aumingja Íslendingar, eig- um ekkert náttúrugripasafn er telj- andi sje, vjer erum á eptir í því eins og öðru.“ (Þjóðólfur 9. júlí 1889.) Eitt af því sem vekur eftirtekt við lestur á þessum gömlu skrifum eru þær væntingar sem menn tengja slíkri stofnun. Mikið er til að mynda gert úr því að nauðsyn sé á náttúru- minjasafni til þess að auka fræðilega þekkingu Íslendinga sjálfra á eigin náttúru og lífsskilyrðum. Beinast þær væntingar að þeim sem stunda nám í skólum landsins en einnig að þeim sem vinna við greinar eins og landbúnað og sjómennsku. Á einum stað stendur prentað um 1890: „Náttúrufræðileg þekking og ná- kvæm þekking á náttúru landsins gjörir oss færari um að þola hina óblíðu veðrátta [sic]. Þekking á jarðveginum og eðli þeirra jurta, sem vaxa á landinu einkum hinna ræktuðu jurta er nauðsynleg fyrir jarðyrkjumanninn, þekking á eðli fiskanna og dýralífinu kringum strendur landsins er nauðsynleg fyrir þann, sem stundar fiskveiðar. Hafi þeir þessa þekkingu, sem hér er um að ræða, verða þeir færari um að reka atvinnu sína og geta átt vísan meiri hag af henni en hinir, sem vantar þessa þekkingu. Og af þessu leiðir, aptur, að þeir geta betur þolað harðindin þegar þau dynja yfir.“ (Norðurljósið „Íslenzkt náttúrufræðifélag“ 1887, bls. 38.) Væntingarnar til safnsins eru einnig af þjóðernislegum toga, en fjölmargir sem stinga niður penna um þessi mál fjalla um þann áhuga sem útlendingar hafi sýnt söfnun náttúruminja hér á landi. Eitt af því sem þeir hafa gert er að fara með þessa hluti úr landi. En um aldamótin 1900 er komin fram krafa um að nú séu breyttir tímar, þar sem nú liggi fyrir „… hverri þjóð […] að gera hreint fyrir sínum dyrum, bæði að því er snertir náttúrufræði og annað, og ættu því Íslendingar að styrkja fyrirtæki þetta […] eftir föngum; þá kæmist á safn af íslenzkum náttúrugripum á Íslandi, sem Íslendingar sjálfir hefðu allan veg og vanda af.“ (Náttúrufræðikensla (safn og félag)“ 1887, bls. 66.) Árið 1949 birtist hugleiðing eftir Kristján Eldjárn þjóðminjavörð í Samvinnunni undir heitinu „Þjóð- minjasafnið: Hugleiðingar um for- tíð þess og framtíð“. Um fortíð safnsins hafði hann það að segja að hún hafi verið ein hrakningasaga og bætti síðan við: „Vér Íslendingar höfuð [sic] orðið allra þjóða síðastir til að stofna söfn og koma á þau viðunandi lagi. Ástæður þessa eru augljósar og auðskildar. Það stafar af almennu ófremdarástandi þjóð- arinnar og einkum þeirri ánauð, er vér bjuggum við sem hjálenda erlendrar þjóðar, er svipti oss ver- aldlegum og menningarlegum verðmætum“ (bls. 10). Sigurjón Baldur Hafsteinsson Eggjun – Af samtíð og framtíð Náttúruminjasafns Íslands Náttúrufræðingurinn 80 (1–2), bls. 7–10, 2010 80 1-2#loka.indd 7 7/19/10 9:50:28 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.