Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 8
Náttúrufræðingurinn 8 Það er athyglisvert að lesa þessi orð sextíu árum síðar í ljósi þeirra hremminga sem Íslendingar hafa glímt við frá hausti 2008. En þessi orð eru einnig forvitnileg með tilliti til þess hver staða Náttúruminjasafns Íslands er í samtímanum, en hún endurspeglast meðal annars í því að safnið á sér ekkert sýningarpláss sjálft og safnkostur þess hefur verið á hrakhólum. Árið 2006 birtist til að mynda grein í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni „Þjóðararfur á vergangi“ (Svavar Hávarðsson 21. desember 2006, bls. 28) þar sem sannkölluð hrakfallasaga safnsins er rakin: – Húsnæðismál safnsins hafa verið í ólestri – Geymsluaðstaða fyrir safngripi hefur verið í ólestri – Sýningaraðstaða safnsins hefur verið í ólestri – Málefni safnsins hafa verið til umfjöllunar í a.m.k. 18 nefndum með takmörkuðum árangri Því miður, held ég, geta Íslending- ar ekki gripið til sömu skýringa og Kristján gerir um erfiðar aðstæður Þjóðminjasafnsins á sínum tíma, þar sem hann skellir skuldinni á Dani. Ég held að við verðum að skrifa að- stæður Náttúruminjasafns Íslands á okkur, þar sem við höfum sjálf búið til það ástand sem safnið býr við og um leið gert okkur veraldlega og menningarlega fátækari.a Samtíðin og framtíðin Yfirskrift þessa málþings, „Hvernig safn viljum við?“, er sprottin af þeim aðstæðum sem safnið hefur hingað til búið við, en á engan hátt má skilja hana sem svo að safnið sé ekki til, þó svo að það vanti utan um starf- semi sína heppilegt húsnæði eða aðra þætti til að geta rækt lagalegar skyldur sínar. Þegar öllu er á botn- inn hvolft þá hlýtur safn að vera eitt- hvað annað og meira en sú skel sem hýsir starfsemina. Náttúruminjasafn Íslands er nú þegar til í margræð- um skilningi, t.d. sem hugmynd er við deilum á þessu málþingi, sem lagalega bindandi stofnun með margþætt hlutverk, m.a. sem eitt af þremur höfuðsöfnum landsins, og ekki síst sem vinnustaður fólks sem sinnir þrískiptu hlutverki á sviði náttúrufræða: að varðveita, rann- saka og miðlab „náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu nátt- úruauðlinda og náttúruvernd, […] samspil manns og náttúru og […] náttúru landsins í alþjóðlegu sam- hengi“ eins og segir í lögunum um markmið og hlutverk safnsins (lög nr. 35, 27. mars 2007). Það getur hins vegar verið erfitt að sinna þessum hlutverkum við þær aðstæður sem safnið hefur búið við og ég gat um hér að framan. Til að mynda hlýtur að vera afskaplega erfitt að varðveita, rannsaka og miðla þegar ekki er til staðar húsnæði, mannskapur eða fjármunir. Einhverjum kann að finn- ast þessi atriði veigamest í því að svara spurningunni um það hvernig safn við viljum, þ.e. að nú sé kominn tími til að finna safninu heppilegan samastað, ráða starfsfólk og byrja „að sinna hlutverkum sínum“. Ég get alveg tekið undir þær óskir en ég vil sjá miklu víðtækari skuldbindingu og tel reyndar að Náttúruminjasafni Íslands beri að túlka skilgreind hlut- verk sín samkvæmt lögum vítt. En hvers konar safn vil ég? Ég vil sjá Náttúruminjasafn Íslands sem gerir sér ríkulegan mat úr þeim erfiðu aðstæðum sem safnið hefur verið í undanfarna áratugi. Það má gera á margvíslegan hátt, svo sem með því að líta í eigin barm, skoða eigin sögu og greina væntingar og viðbrögð þeirra sem að safninu hafa staðið. Hverjar hafa þessar vænting- ar verið? Af hverju þessar væntingar en ekki einhverjar aðrar? Hvaða hagsmunum tengjast þær? Hvernig hefur tekist til í varðveislumálum og hvað getum við lært um safnið sjálft og umhverfi þess (eins og t.d. stjórn- sýsluna)? Eiga svörin við þessum spurningum erindi til annarra safna úti í heimi? Ég vil sjá Náttúruminjasafn Ís- lands sem tekur frumkvæði í því að opna augu gesta sinna fyrir gildi rannsókna á því hvernig söfnun náttúruminja hefur farið fram hér á a Því má bæta við að það er vel þess virði að velta því fyrir sér hver eða hverjir séu ábyrgir fyrir því að svona er komið fyrir safninu. En það er efni í annan fyrirlestur. b Sjá útlistun Stephens Weil á þessu þrískipta hlutverki í grein hans „Rethinking the Museum: An Emerging New Paradigm“ (1990). Í bók hans Rethinking the Museum and Other Meditations. Washington: Smithsonian Books. Í þessari grein gerir Weil því skóna að fimm hlutverkum safna – sem sett voru fram af Joseph Veach Noble árið 1970 og eru söfnun (to collect), varðveisla (to conserve), rannsókn (to study), túlkun (to interpret) og sýning (to exhibit) – hafi í raun verið fækkað niður í þrjú. Weil byggir þetta á því að vart er hægt að greina í sundur þætti eins og söfnun og varðveislu eða túlkun og sýningar. Því renna þessir þættir saman og verða tveir, en ekki fjórir eins og Noble hélt fram á sínum tíma. Hvaða skoðun hefur Náttúruminjasafn Íslands á þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðustu ára á borð við Eldfjallagarð, þar sem verið er að endurskilgreina náttúrulegt landslag og gera það að "náttúrulegu safni"? 80 1-2#loka.indd 8 7/19/10 9:50:29 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.