Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 13

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 13
13 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ins af viti og lágmarks virðingu, og hafi þeir skilning á náttúru þessa stórmerka eylendis í Norður-Atlants- hafi þá eiga þeir auðveldara með að setja sig í spor annarra og ræða af skynsemi og alúð um þau alvarlegu vandamál sem steðja að móður jörð og íbúum hennar – og eru sameigin- leg hagsmunamál allra jarðarbúa, manna sem málleysingja. Í stað sér- hagsmunapots og hins séríslenska skæklatogs. Og hér getur veglegt og voldugt náttúrusögusafn haft örlagahlutverk. Náttúrusögusafn er einskonar heimilisgarður sem sáð er í – ekki aðeins til að varðveita, heldur líka til að uppskera – á sama hátt og við höfum uppskorið kunnáttuleysi og vanmátt á undanförnum áratugum vegna þess að náttúrumenntun í landinu er bágborin, en í þá grunn- menntun vantar ekki aðeins þekk- ingu og skilning heldur líka metnað og virðingu. Okkur ber skylda til að gera betur en að endurlífga gamla Nátt- úrugripasafn Íslands og það er örugglega ætlun allra sem lengi hafa unnið að nýju safni og hvatt stjórnvöld til dáða. Náttúrumunir eru afar mikilvæg rannsóknagögn í bráð og lengd en þeir eru aðeins brot af heildarmynd sem þarf í áhugavert menningarsafn. Þannig vil ég aðgreina rannsóknasafn og menningarsafn undir sama þaki. Og þótt ég leggi hér höfuðáherslu á menningarsafn þá geri ég rann- sóknasafni hátt undir höfði, því mik- ilvægi þess verður aldrei ofmetið. En ég vil sjá nýtt menningarsafn sem er svo áhugavert að flestir Íslendingar beri hlýhug til þess, heimsæki það eins og vin, öðlist nýja sýn á land og þjóð við hverja heimsókn, ekki til að berja sér á brjóst heldur til að eflast af þekkingu, skilningi og vitund – og þá kemur virðingin, hin holla sambúð við náttúru og nátt- úruminjar landsins. Þá öðlast nátt- úruvernd sinn jákvæða sess á ný og verndun heilda verður markvissari, beinist að heildum í stað bletta eða flatarmáls. Þegar upp er staðið finnst mér náttúrusögusafn ekki vera rétt heiti þótt það sé mun betra og líflegra en gripasafn eða minjasafn. Ég sé fyrir mér Íslandssafn – safn sem er náttúra Íslands í sinni stórbrotnu mynd, í munum, máli og myndum, samhengi náttúrufyrirbæra; safn sem er náttúra og þjóð í einum pakka; safn sem endurspeglar þjóð- ina sem í landinu býr, frumleika hennar, visku og virðingu gagnvart jörð sem hefur fóstrað hana. Það er Íslandssafn. Í mínum huga verður Íslandssafn að tengjast náttúrufræðistofnunum landsins og háskólasamfélagi, eink- um Háskóla Íslands. Á Íslandssafni eiga líka að vera fyrirlestrar þar sem lögð er áhersla á samtengingu fræðigreina við náttúrufræði í stað þeirrar sundrunar sem enn við- gengst í skólum. Og hvernig förum við að? Hvern- ig byggjum við besta safn sem völ er á, „á Íslandi á“ líkt og skáldið á Skagaströnd orti? „Hér á landi á“ Hjá þjóð sem hefur orðið fyrir efna- hagslegu hruni má eflaust ætla að risaverkefni á borð við Íslandssafn sé henni ofvaxið. Í einni sögu Astrid Lindgren er söguhetjan lítill, van- sæll og veikur drengur sem berst við ofurefli. Hann finnur sárlega fyrir smæð sinni og stynur af og til: Bara ef ég væri ekki svona lítill, bara ef ég væri ekki svona hræddur og van- máttugur … Og þannig erum við sem þjóð, lítil, hrædd og vanmáttug – og samt getum við unnið stórvirki ef við vöndum okkur við það sem við kunnum og gerum best. Íslands- safn verður aðeins byggt af listfengi og frumleika, af eldmóði, fórnfýsi, með sögulegum náttúruminjum, af þekkingu náttúrufræðinga, visku þeirra og umfram allt samtakamætti þeirra og þjóðarinnar. Frumdrættir að hönnun Íslands- safns hafa þegar verið dregnir, en eftir er að útfæra þá. Náttúra Ís- lands hefur lengi varðveitt frum- gögnin, sem eru að formi og efni til ævaforn. Í náttúrusögusafni ber að nýta sér hráefni og listfengi náttúr- unnar – óþarfi að „finna upp“ hjólið og kúluna, enn einu sinni, og íslenskur skókassa-arkitektúr hentar ekki. Arkitektinn, frumkvöðullinn og hugsuðurinn Buckminster Fuller fann ekki upp kúluhúsið eins og oft er fullyrt. Hann vissi að ígulker höfðu byggt það löngu fyrr, en hann endurhannaði það sem mannabú- stað. Þannig vinna þroskaðir og frjó- ir arkitektar og heppilegasta formið fyrir Íslandssafn er geislótt í anda © gpó 80 1-2#loka.indd 13 7/19/10 9:50:52 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.