Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 14
Náttúrufræðingurinn
14
ígulkera, krossfiska og sæsóla – og
ýmissa plantna svo sem fram kemur
í blómskipunum þeirra. Byggingar-
form þar sem ígulkerið myndar káp-
una en sæsól innra skipulag safnsins,
með færanlegum veggjum og stórri
opinni miðju þar sem hjartsláttur
landsins dunar í vistkerfum Íslands
eða móður jarðar, eða á öðrum
stundum aðrar áherslur – það er
sígilt form sem hægt er að aðlaga
flestum þörfum, líkt og leikhús með
færanlegu sviði.
Armar krossfisks eða sæsólar
liggja allir inn að miðju. Í einum
armi má túlka eldsmiðjuna undir
og í landinu, eldvirknina, jarðhit-
ann, bergmyndanir, úthafshrygg og
jarðsögu; annar armur gæti fjallað
um sögu jarðar og tilurð Íslands;
enn annar kynni að sýna sögu lífs á
jörðu, þróun lífvera og jarðarkerfa
og samspil þeirra á milli; einn armur
ætti sannarlega að vera á valdi
vatnsins og hlutdeild þess í lífheimi
og jarðmyndunum, og um jökla og
samspili þeirra við umhverfið; og
enn einn ætti sannarlega að vera um
sjóinn, grunnsævið, landgrunnið,
hafstrauma, veðurfar og lífríki. Þá
vantar einn arm fyrir síbreytileg við-
fangsefni svo sem sjálfbæran land-
búnað og náttúrukapítalisma og
annan fyrir listsýningar, myndlist.
Sjö arma sæsól!
Og utan um þessa mynd á að
vera lystigarður náttúrunnar, jafnvel
garður sem kenndur væri við Ymi
eða Ými, þar sem allar bergtegundir
Íslands eiga volduga fulltrúa í björg-
um sem túlka jarðsögu landsins frá
austri til vesturs að ógleymdum
úthafshryggnum. Innan um og sam-
an við eru svo íslenskar blómplöntur,
fléttur og mosar. Þetta gæti verið
frumlegasti og forvitnilegasti lysti-
garður á jörðu, nátengdur heims-
mynd mannsins frá fornu fari.
Ég vil geta leitt barnið mitt eða
barnabarn um lystigarð náttúrunn-
ar og inn í einn arm krossfisksins,
farið um víðáttur tíma og rúms,
skoðað brotabrot af lífheimi jarðar
og farleiðir fugla og hvala, fræðst
um súrefnisbyltinguna á jörðinni í
árdaga ljóstillífunar, skyggnst inn í
tertíertímabilið, skynjað hreyfing-
ar jarðskorpu og fleka, upplifað
dásemdir veraldar og þessa dýr-
mæta lands. Við eigum þetta eina
líf og eina land. Og risaverkefnið
Íslandssafn er ögurverkefni fyrir
þjóð sem hefur misst fótanna; það er
verkefni til að endurreisa sjálfstraust
okkar og virðingu og krefst alúðar
og einbeitingar samstilltra handa.
Öðruvísi verður það ekki byggt.
Að byggja safn sem er uppeldis-
stofnun þjóðar má líkja við hollt
ástarsamband. Það á að bera vott
um djúpa virðingu fyrir náttúru
landsins en einnig kærleika til íbúa
landsins um langa framtíð; ekki
aðeins Íslendinga eða þess alþjóða-
samfélags sem hér gistir – heldur
til lífsins með öllum sínum stórkost-
legu undrum og ævintýrum. Slíkt
safn er ekki bara minjar heldur líf,
hugmyndir, snilld mannshugans,
glíman við fræði og fræðslu. Ís-
landssafn er safnið sem vitnar um
þjóðina sem býr í landinu, þjóðina
sem virðir og ann íslenskri náttúru
og móður jörð. Íslandssafn er vitn-
isburður um það hver við erum
og hve mikils við metum landið
sem verður ávallt land þeirra sem
það skulu erfa en einnig okkar,
vegna þess að við erum líka Ísland,
andlega, líkamlega og fyrir flest
okkar, endanlega. Líkami okkar er
samsettur úr atómum sem koma
úr þessu landi, úr loftinu sem hér
er og úr jörðinni sem andar frá sér
efnum – að ógleymdu vatninu sem
hér flæðir – og allt mun það skila
sér aftur til lands, lofts og sjávar.
Íslandssafn er anddyrið að því að
skynja hina stóru mynd um Ísland
og umheiminn og er í senn fræðasafn
þ.e. rannsóknasafn og fræðslusafn,
skýrt afmörkuð söfn. Hlutverk
beggja er að ala upp þjóð og efla
nýjan skilning á dýrmæti þess lands
sem okkur er trúað fyrir. Og þegar
inn í fræðslusafnið er komið eigum
við að fá skýrari mynd af Íslandi og
vistkerfum þess; af jörðinni, bústað
mannsins, heimi vatns og lífs. Einmitt
þar eigum við að fá haldgóða mynd
um jörðina, kerfi hennar og sögu
lífsins og hvernig við getum lært
að búa með henni. Þá fyrst öðlumst
við vonandi þá menntun sem allir
þrá, hugljómun sem gerir hönnuð að
skáldi og verkfræðing að vistfræð-
ingi og þjóð að betri þegnum á jörðu.
Látum nú loks til skarar skríða!
Um höfundinn
Guðmundur Páll Ólafsson
(f. 1941) lauk B.Sc.-prófi í
líffræði frá Ohio State
University.
© gpó
80 1-2#loka.indd 14 7/19/10 9:51:00 AM