Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 17
17 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags getur átt sér stað bæði skipulega og fyrir slysni. Flutningur tegunda af ásetningi hefur t.d. verið vegna notkunar í landbúnaði, til ræktunar og gæludýrahalds, vegna tilrauna til að auðga lífríkið og til að nota sem líffræðilegar varnir gegn plágum. Mikill hluti tegunda hefur þó flust milli svæða óviljandi með vörum, kjölfestuvatni skipa og á annan hátt með ferðum manna.25–27 Lengst af voru skilgreiningar á framandi og upprunalegum teg- undum nokkuð á reiki. Í sumum tilfellum hafa menn miðað við að tegundir séu upprunalegar á svæði ef þær voru þar fyrir ákveðin tímamörk. Í því sambandi hefur t.d. verið miðað við lok síðasta jökulskeiðs,28,29 upphaf nýsteinald- ar fyrir 7–8.000 árum30 eða upphaf nýlenduvæðingar Evrópumanna.31 Schwartz32 hefur hins vegar bent á vandamál sem fylgja slíkum viðmiðum og nú tekur yfirgnæf- andi meirihluti skilgreininga mið af þætti manna við dreifingu teg- unda.33 Það hefur því orðið ofan á að miða við hvort menn hafi haft áhrif á útbreiðslu tegundarinn- ar, óháð tímasetningu. Tegund er þannig skilgreind sem upprunaleg á tilteknu svæði ef hún hefur þró- ast þar eða komist þangað eftir náttúrulegum leiðum en framandi ef hún finnst á viðkomandi svæði fyrir tilstilli mannsins (viljandi eða óviljandi), óháð því hvenær hún var flutt þangað.33 Innfluttar tegundir ná stundum fótfestu í náttúrunni og mynda þar lífvænlega stofna. Þær verða þó alls ekki allar ágengar (sjá nánar síðar). Í bandarískri löggjöf (Execu- tive Order 13112) er ágeng lífvera „framandi lífvera sem veldur eða er líkleg til að valda efnahagslegu eða umhverfislegu tjóni eða er skaðleg heilsufari manna“.34 Þar sem oft getur verið erfitt að meta hvort líf- vera valdi eða muni valda tjóni vilja sumir nota annars konar skilgrein- ingu og miða við útbreiðsluhegðun tegundarinnar óháð tjóni, þ.e. að ágeng tegund sé framandi lífvera í viðkomandi vistkerfi sem sýni mjög hraða útbreiðsluaukningu.15 Ágengar tegundir eiga það sam- eiginlegt að stofnar þeirra ganga í gegnum þrjú skeið þegar þær nema ný svæði (1. mynd). Skeiðin eru mislöng eftir líffræði tegundarinnar og umhverfisaðstæðum:t.d. 14 Tregðufasi. Fyrsta skeiðið felur í sér innflutning og bólfestu, þar sem tegundin fetar sín fyrstu skref í nýjum heimkynnum. Hún finnst þá í litlum mæli eða mjög staðbund- ið. Margir stofnar deyja aftur út á þessu skeiði vegna allee-áhrifa, þ.e. þátta sem hamla stofnvexti í litlum stofnum.35,36,37 Þar geta vegið þungt erfiðleikar tengdir æxlun, svo sem að finna maka,38,39,40 takmarkað framboð frjókorna,41 skortur á hjálp- ardýrum hjá tegundum sem mynda tímgunarhópa (e. cooperative breeding groups)42 eða áhrif skyldleikaæxlun- ar.43,44 Auk þess eru litlir stofnar oft viðkvæmari fyrir afráni,45 fæðuöflun getur verið erfiðari46 og líklegra er að stofninn deyi út vegna tilviljana, t.d. tímabundinna breytinga á veð- urfari eða umhverfi.47 Þetta fyrsta skeið má kalla tregðufasa48 og getur lengd þess verið mjög breytileg, allt frá því að vera nánast hverfandi upp í mörg hundruð ár.49 Ýmislegt bendir til að tregðufasinn sé styttri í hitabeltinu en á kaldari svæðum,49 en að jafnaði er tregðufasi hjá ágeng- um trjá- og runnakenndum plöntum um 150 ár í Þýskalandi48 en rúm 50 ár á hitabeltissvæðum.50 Meðan á tregðufasa stendur er ómögulegt að vita hvort viðkomandi tegund verði ágeng síðar, en ein af ástæðum vaxandi vandamála við ágengar teg- undir á síðustu árum er að margar framandi tegundir sem ekki hafa sýnt ágengni áður eru nú að færast úr tregðufasa í vaxtarfasa.49 Vaxtarfasi. Næsta skeið einkenn- ist af miklum og örum stofnvexti, þ.e. bæði fjölgun einstaklinga og aukinni útbreiðslu.14 Breytingar á vistfræðilegum, erfðafræðilegum eða ólífrænum þáttum geta valdið því að tegund færist skyndilega yfir í vaxtarfasa.51 Innri og ytri líf- fræðilegir þættir sem hafa áhrif á 1. mynd. Mismunandi skeið í stofnhegðun ágengrar tegundar eftir landnám á nýju svæði. – The different post-introduction phases in population growth characterizing invasive species.t.d. 14 2. mynd. Útbreiðsluaukning ágengrar tegundar getur t.d. verið A) samfelld eða B) í stökkum. – The spread of invasive species can be e.g. A) continuous or B) by jump dispersal.23,49 80 1-2#loka.indd 17 7/19/10 9:51:07 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.