Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 20
Náttúrufræðingurinn 20 Hvaða tegundir verða ágengar? Áætlað er að nú megi finna a.m.k. 100–550 þúsund tegundir á heims- vísu sem lifa utan náttúrulegra heimkynna sinna.8 Reynslan hefur sýnt að einungis lítill hluti framandi tegunda verður ágengur en ágengar tegundir má þó finna innan allra hópa lífvera.94 Í samantekt alþjóð- legs sérfræðingahóps um 100 verstu ágengu tegundir á heimsvísu78 voru þurrlendisplöntur langflestar (32%), en á eftir þeim komu þurrlendis- hryggleysingjar (17%) og spendýr (14%) (7. mynd). Ef litið er til vís- indagreina um ágengar tegundir sem birtust á árunum 1981–2003, fjölluðu 50,8% þeirra um ágengar plöntur og 29,5% um ágeng dýr.19 Erfitt getur verið að spá fyrir um afdrif tegunda sem fluttar eru á ný svæði. Hins vegar hafa dæmin sýnt að svo virðist sem u.þ.b. tíunda hver tegund (5–20%), sem sleppur út í náttúruna á nýju svæði nái að lifa þar af og mynda lífvænlegan stofn og u.þ.b. tíundi hver (5–20%) þess- ara lífvænlegu stofna verði ágengur. Þetta hefur stundum verið nefnt 10% reglan.14,95,96 Margar undan- tekningar eru þó á henni14,97 og virð- ast hryggdýr, sérstaklega spendýr, vera mun líklegri en aðrir hópar lífvera til að verða ágeng, jafnvel allt að 50%.98,99 Þá hefur verið bent á að 10% reglan gæti verið afleiða af tregðufasanum og að raunverulegt hlutfall verði mun hærra eftir því sem tíminn líður og tegundir færast úr honum yfir í vaxtarfasann.97 Vegna neikvæðra afleiðinga ágengra tegunda og þeirrar stað- reyndar að einungis hluti framandi tegunda verður ágengur, hafa marg- ar rannsóknir reynt að varpa ljósi á það hvort hægt sé að finna ákveðin sameiginleg einkenni ágengra teg- unda56,100–106 en slíkar upplýsing- ar geta komið að gagni við gerð áhættumats. Komið hefur í ljós að það hvort tegund lifi af í nýju umhverfi og verði ágeng ræðst af flóknu sam- spili umhverfis (bæði lífrænna og ólífrænna þátta) og innri þátta lífverunnar, sem og því hvernig innflutningi og dreifingu tegund- arinnar á nýjum stað er háttað (8. mynd).12,14,37,107,108 Ef litið er til allra hópa lífvera í einu virðast helstu atriði sem hafa forspárgildi um hvort tegund verði ágeng vera: a) loftslagi eða búsvæði á nýjum stað svipar til þess sem finna má í heimkynnum tegundarinnar, b) tegundin er ágeng annars stað- ar og c) innflutningsþrýstingur er mikill.103,109,110,111 Önnur atriði geta einnig vegið þungt og má þá helst nefna skort á óvinum á nýja svæð- inu,112–116 hversu sérhæfð fram- andi lífveran og innlendar lífverur eru,17,66,101,109,110 dreifingargeta líf- verunnar23 og frjósemi hennar.100 Þegar aðeins er litið til plantna virð- ast eftirfarandi þættir skipta mestu máli, og þá hlutfallslega miðað við þær plöntutegundir sem fyrir eru á viðkomandi stað: Meiri hæð, meiri vaxtarhraði, hærri frjósemi, betri nýting á vatni, köfnunarefni eða fosfór, meira beitarþol, meiri dreif- ingargeta, blómgunartími hefst fyrr eða stendur lengur, meiri ljóstillíf- unargeta, meiri laufþekja, fræ spíra fyrr eða við fjölbreyttari aðstæður og betri lifun kímplantna.100 Eru sum vistkerfi líklegri en önnur til að verða fyrir innrás? Reynslan hefur sýnt að öll vistkerfi geta orðið fyrir innrás ágengrar teg- undar.14,49 Hins vegar virðast sum svæði hafa orðið verr úti en önnur. Eyjar hýsa oft fleiri ágengar teg- undir en meginlönd, tempruð svæði fleiri en hitabeltið, votlend svæði fleiri en þurrlend og nýi heimurinn fleiri en sá gamli.49 Settar hafa verið fram tilgátur um að tegundasnauð vistkerfi veiti litla mótstöðu gegn innrásarteg- undum. Tegundarík vistkerfi ættu þá að veita meira viðnám og verða síður fyrir innrás.117 Komið hefur í ljós að sú virðist almennt ekki vera raunin nema skoðuð séu mjög lítil svæði, þ.e. minni en 10 fermetrar118 eða við tilraunaaðstæður.119 Til- hneigingin virðist aftur á móti vera þveröfug, þ.e. að jákvætt samband sé almennt að finna á milli fjölda upprunalegra og framandi tegunda á tilteknu svæði. Hefur þetta verið skýrt með því að svæði sem eru teg- undarík séu það vegna hagstæðra umhverfisskilyrða, svo sem með tilliti til hitastigs, framboðs vatns og næringarefna, sem jafnframt eru 7. mynd. Skipting 100 verstu ágengu tegunda heims í hópa lífvera. Við val á tegundum var m.a. litið til áhrifa þeirra á líffræðilega fjölbreytni eða líf manna. Þá var einungis valin að hámarki ein tegund úr hverri ættkvísl. – Division of 100 of the worlds’s worst invasive alien species into major groups of organisms. Species were selected with regard to their impact on biological diversity and human activities. Only one species from each genus was selected.78 80 1-2#loka.indd 20 7/19/10 9:51:20 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.