Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 21
21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
þá hagstæð fyrir margar framandi
tegundir.14,15,49,97,107,109,118,120
Þótt tegundafjöldi einn og sér
virðist ekki vera beinn áhrifavaldur
um hvort vistkerfi sé móttækilegt
fyrir innrás, gæti gerð og samsetning
samfélags hins vegar haft mikið um
það að segja hvort framandi tegund
nær fótfestu. Þannig getur tilvist
tegunda sem greiða fyrir afkomu
framandi tegundar, svokallaðar
hjálpartegundir (e. facilitators) á borð
við rótarsveppi og frjó- og fræbera,
skipt miklu máli fyrir afdrif henn-
ar.107,121 Hugsanlega eru vistkerfi
sem innihalda sérhæfða afræningja
og sjúkdómavalda (sem leggjast því
ekki á hina nýju tegund) en jafn-
framt ósérhæfðar hjálpartegundir
móttækilegri fyrir innrás. Aftur á
móti væru vistkerfi með ósérhæfða
afræningja og sjúkdómavalda en
sérhæfðar hjálpartegundir síður
móttækileg (9. mynd).15,17,122
Líklegasta skýringin á því að
fleiri framandi tegundir eru á sum-
um svæðum en öðrum virðist vera
aukinn innflutningsþrýstingur, þ.e.
fleiri tegundir hafa verið fluttar
þangað beint eða óbeint vegna
athafna og umferðar manna um
svæðið.14,49,109,118 Þessu til stuðnings
hefur t.d. verið bent á að þótt eyjar
þeki aðeins 3% íslausra þurrlendis-
svæða123 hafa um 70% af innflutn-
ingi fugla verið til eyja. Þegar tillit
hefur verið tekið til þess er enginn
munur á eyjum og meginlöndum
hvað varðar móttækileika þeirra.109
Þá er fjöldi framandi tegunda á
verndarsvæðum í réttu hlutfalli við
fjölda gesta124 og röskun.125 Fleiri
dæmi eru um að fjöldi framandi teg-
unda sé í réttu hlutfalli við röskun
svæðis frekar en gerð vistkerfis-
ins126, en erfitt er að greina hvort
örsökin sé röskunin sjálf eða meiri
innflutningur framandi tegunda
vegna þeirrar auknu umferðar
manna sem var um svæðið við eða
eftir röskunina.14,107,127
Sennilega er óraunhæft að skilja
að einkenni ágengrar tegundar og
einkenni vistkerfa þegar leitað er
skýringa á eða reynt að spá fyrir
um tilvist framandi eða ágengra
tegunda í náttúrulegum vistkerfum.
Hvert tilfelli er einstakt128 og ræðst
framtíð hinnar framandi tegundar
alltaf af flóknu samspili margra
þátta tegundarinnar, vistkerfisins og
mannsins.15,103,129
Viðbrögð
Þegar vart verður við ágenga teg-
und í náttúrunni er nauðsynlegt að
grípa til skjótra aðgerða, svo sem
útrýmingar eða stofnstærðarstjórn-
unar, til að bæði kostnaður við
aðgerðir og tjón á lífríki verði sem
minnst.52,54,94,130–134 Oft má útrýma
tegundum fljótt og örugglega á
fyrstu stigum útbreiðslu þeirra án
þess að hafa mikla þekkingu á líf-
fræði tegundarinnar. Sé beðið með
aðgerðir glatast þetta tækifæri og
líklegra að víðtæka þekkingu þurfi
á stofninum til að aðgerðir skili
árangri.131 Ef líkur eru á að tegund
verði ágeng eiga ófullnægjandi upp-
lýsingar ekki að koma í veg fyrir
að gripið sé til aðgerða.131 Ef það er
ekki gert tiltölulega fljótt er hætta
á að neikvæð áhrif hinnar ágengu
8. mynd. Flókið samspil ytri (y-ás) og innri (x-ás) þátta framandi tegundar í nýjum heim-
kynnum hefur áhrif á ágengni hennar. – A complex interaction of outer and inner factors
influence the invasiveness of alien species.Sameinað úr 14,23,101,105,112,114,118,156–159
9. mynd. Vistkerfi kunna að vera misjafnlega móttækileg fyrir innrás ágengra tegunda
eftir því hversu mikil sérhæfing er hjá hjálpartegundum (vinum) annars vegar og afræn-
ingjum eða sjúkdómsvöldum (óvinum) hins vegar. Mjög sérhæfðar hjálpartegundir eru
ólíklegar til að hjálpa nýrri framandi tegund og sérhæfðir afræningjar eða sjúkdómsvald-
ar ólíklegir til að leggjast á hana. – The invasibility of individual ecosystems may depend
on different degrees of specialization of facilitators and mutualists vs. predators and
pathogens. Very specialized facilitators are unlikely to assist a new alien species, and
specialized predators are unlikely to prey on it.15,17,122
80 1-2#loka.indd 21 7/19/10 9:51:25 AM