Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 27
27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Guðrún G. Þórarinsdóttir og Karl Gunnarsson
Sæbjúgað brimbútur
við strendur Íslands;
líffræði og veiðar
Náttúrufræðingurinn 80 (1–2), bls. 27–32, 2010
Ritrýnd grein
Inngangur
Aukning hefur verið í verðmæta-
sköpun í ýmsum greinum íslensks
sjávarútvegs á undanförnum árum
og stafar hún einkum af aukinni
vinnslu og betri nýtingu á hefð-
bundnum tegundum en einnig skýr-
ist hún af nýtingu áður ónýttra teg-
unda. Veiðar og vinnsla á brimbút
(Cucumaria frondosa) til manneldis
er dæmi um nýtingu áður ónýttrar
auðlindar úr hafinu við Ísland. Í
þessari grein verður vikið að útliti,
útbreiðslu og nýtingu sæbjúgna,
einkum brimbúts við Ísland.
Sæbjúgu (Holothuroidea) hafa öld-
um saman verið nýtt til manneldis
og lyfjagerðar, einkum í Suðaustur-
Asíu. Á síðastliðnum 50 árum hafa
veiðar á sæbjúgum aukist verulega í
kjölfar aukinnar eftirspurnar. Stjórn-
un veiða og skráningu afla hefur
hins vegar verið mjög ábótavant
og hefur það víða leitt til ofveiði og
síðan minnkaðs framboðs.
Vegna aukinnar eftirspurnar og
minnkandi framboðs í Asíu hafa
stærstu markaðslöndin (Kína, Japan,
Hong Kong, Taívan, Singapúr) leitað
til annarra heimsálfa eftir sæbjúgum
og þar með einnig eftir nýjum teg-
undum, sem hafa áður lítið eða ekki
verið nýttar.1 Ein þeirra nýju sæ-
bjúgnategunda sem bæst hafa inn á
markaði í Suðaustur-Asíu á síðustu
árum er brimbútur (C. frondosa), sem
eingöngu lifir í Norður-Atlantshafi.
Sæbjúgu (Holothuroidea) hafa öldum saman verið nýtt til manneldis og
lyfjagerðar, einkum í Suðaustur-Asíu. Á síðastliðnum 50 árum hafa veiðar á
sæbjúgum aukist verulega í kjölfar aukinnar eftirspurnar. Stjórnun veiða og
skráningu afla hefur hins vegar verið mjög ábótavant og hefur það víða leitt
til ofveiði og minna framboðs. Vegna aukinnar eftirspurnar og minnkandi
framboðs í Asíu hafa stærstu markaðslöndin sóst eftir nýjum áður ónýttum
sæbjúgnategundum frá öðrum heimsálfum, þar á meðal brimbút úr Norður-
Atlantshafi. Skömmu fyrir 1990 hófust veiðar á brimbút (Cucumaria frondosa)
við Atlantshafsströnd Bandaríkjanna og nokkru síðar í Kanada. Við Ísland
byrjuðu veiðar á brimbút árið 2003. Brimbútsveiðarnar í Norður-Atlantshafi
hafa aukist hratt og er nú svo komið að af öllum sæbjúgum í heiminum er
um þessar mundir mest veitt af þessari tegund. Stutt er síðan veiðarnar
hófust og litlar upplýsingar til um líffræði dýranna. Það er því erfitt að spá
fyrir um hve miklum veiðum stofnarnir geti staðið undir til lengdar. Góð
þekking á útbreiðslu brimbúts, stofnstærð, nýliðun, vaxtarhraða, aldri
og stærð við kynþroska, ásamt veiðihæfni sæbjúgnaplóga, er nauðsynleg
forsenda fyrir skynsamlegri nýtingu sæbjúgans hér við land.
1. mynd. Brimbútur teygir munnarmana upp í strauminn og grípur svif og lífrænar agnir
sem fljóta hjá. – Sea cucumber (Cucumaria frondosa) in feeding position. Ljósm./Photo:
Erlendur Bogason.
80 1-2#loka.indd 27 7/19/10 9:51:28 AM