Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 28
Náttúrufræðingurinn 28 Árið 1994 hófust veiðar á brimbút við Atlantshafsströnd Bandaríkj- anna og tveimur árum seinna í Kanada, en tilraunaveiðar hófust nokkru fyrr.2,3 Árið 2003 hófust tilraunaveiðar á brimbút við Ísland. Brimbútsveiðarnar í Norður-Atl- antshafi hafa aukist hratt og er nú svo komið að af öllum sæbjúgum í heiminum er um þessar mundir mest veitt af brimbút.3 Hann er hins vegar ekki jafn verðmætur á mörkuðum og ýmsar aðrar sæ- bjúgnategundir. Stutt er síðan veiðarnar hófust og litlar upplýsingar til um líffræði dýranna. Því er erfitt að spá fyrir um hve miklum veiðum stofnarnir geti staðið undir til langs tíma. Sæbjúga Lýsing Sæbjúgu eru oftast aflöng og bjúg- laga, allt frá 1 cm til 5 m að lengd og lifa í sjó.4,5 Þau teljast til fylk- ingar skrápdýra (Echinodermata) ásamt sæliljum (Crinoidea), kross- fiskum (Astroidea), slöngustjörn- um (Ophiuroidea) og ígulkerum (Echinoidea). Sæbjúgu greinast í sex ættbálka og eru tegundir úr tveimur þeirra (Aspidochirotida og Dentro- chirotida) nýttar til matar víðs vegar um heim. Alls eru nú þekktar um 1.500 tegundir sæbjúgna í heim- inum. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hversu margar tegundir eru nýttar, þar sem nýjar koma inn og veiðar á öðrum hafa stöðv- ast vegna ofnýtingar.5 Gróflega má áætla að um 100 tegundir sæbjúgna hafi verið nýttar á síðustu áratugum. Sæbjúgu finnast í öllum heimshöf- um en eru fjölskrúðugust á grunnu vatni í hitabeltinu. Þau eru einn- ig algeng á djúpbotninum niður í dýpstu gljúfur hafsbotnsins. Á djúpsjávarsléttunni, á 3.000 til 6.000 m dýpi, sem þekur nærri helming af yfirborði jarðar, eru þau uppistaðan í lífmassa lífveranna.6 Sá hluti sæbjúgans sem nýttur er til manneldis er skrápurinn (kápan), sem er leðurkenndur og myndar hólk utan um líffæri dýrsins. Skráp- urinn samanstendur af nokkrum vefjalögum en aðalhluti hans er seig- ur bandvefur. Í skrápnum eru smáar kalkagnir (e. ossicles) sem virka sem stoðvefur og gefa yfirborðinu nún- ingsmótsstöðu. Innan á skrápnum eru langvöðvar sem dýrið getur notað til að draga saman líkamann. Dýrið situr oftast á botninum og hefur eftir endilöngum búknum fimm raðir vel þroskaðra sogfóta sem nýtast til hreyfingar og til að halda dýrinu við botninn. Sæbjúgu hafa margvíslega lögun, geta teygt úr sér og orðið löng og mjó og einnig dregið sig saman og orðið hnöttótt. Þó að flest séu sæbjúgun botndýr eru til sæbjúgu sem geta synt upp af botninum í stuttan tíma og önnur sem eru stöðugt á sundi.6 Innri líffæri sæbjúgna, meltingar- kerfi, kynvefur, öndunarfæri og taugavefur, sem stjórnar hreyfingu arma og vöðva, eru umlukin sjó innan í skrápnum. Á öðrum enda dýrsins er munnur en endaþarmur á hinum. Hjá sæbjúgum af ætt- bálkinum Dendrochirotida umlykja marggreinóttir armar munninn og eru þeir notaðir til fæðuöflunar (svifdýr, svifþörungar, lífrænar leif- ar). Hjá öðrum sæbjúgum eru munn- armarnir einfaldari og er munur í gerð þeirra og fjölda (10–30) eftir því hvort sæbjúgun eru grotætur eða rándýr og hvort þau taka fæðuna af yfirborði setsins eða jafnvel ofan í því. Hjá flestum tegundum sæ- bjúgna eru kynin aðskilin, þær hafa ytri frjóvgun og sviflægar lirfur.6 Fullorðin dýr eiga sér fáa óvini, aðallega krossfiska, en ung dýr (<3 cm) eru einnig étin af fiskum og ígulkerum.7 Aðalvarnartæki sæ- bjúgna gegn óvinum er eiturefnið holothurin sem dýrin geta gefið frá sér. Eitrið eyðileggur rauð blóðkorn hjá óvininum og getur valdið dauða. Meira er af holothurin í hitabeltis- tegundum en í tegundum með út- breiðslu á kaldari svæðum. Ekki er vitað til þess að eitrið hafi skaðleg áhrif á menn sem neyta sæbjúgna. Önnur vörn sæbjúgna gegn óvinum er að auðvelda sér flóttann með því að losa sig við hluta af innri líffær- um í gegnum endaþarmsopið, en þessi líffæri vaxa síðan fljótt aftur.7 Rannsóknir á sæbjúgum við Ísland eru af skornum skammti. Árið 1948 tók Hermann Einarsson8 saman upplýsingar um sæbjúgu sem lifa við strendur Íslands út frá fyrri athugunum og eintökum sem þá voru til á náttúrugripasafninu í Reykjavík og eintökum á dýra- fræðisafninu í Kaupmannahöfn sem hafði verið safnað hér við land. Alls var um að ræða 15 tegundir. Lítið bættist síðan við þekkingu á sæbjúg- um við Ísland fyrr en í lok 20. aldar með rannsóknum BIOICE-hópsins sem safnaði og greindi botndýr úr allri fiskveiðilögsögunni frá 50 m niður á um 3.500 m dýpi.9 Nú eru talið að um 40 tegundir sæbjúgna lifi á sjávarbotni hér við land.10 Lítið sem ekkert er hins vegar vitað um líffræði þeirra. Veiðar og nýting Sæbjúgu eru veidd víða um heim og er þar um að ræða margar tegundir. Veiðiaðferðirnar eru mismunandi eftir tegundum og staðsetningu, en algengt er að kafarar safni dýr- unum á litlu dýpi en plógveiðar séu stundaðar þar sem dýpi er meira og stofnar stærri. Þær veiðitegundir sem algengastar voru áður og verð- mætastar eru nú víða horfnar vegna ofveiði og nýjar tegundir komnar á markað í þeirra stað. Til hægðarauka í þessari umfjöll- un er upplýsingum um nýtingu sæbjúgna í heiminum skipt á fimm svæði: a) Asía; b) vestanvert Mið- Kyrrahaf; c) Afríka og Indlandshaf; d) Suður-Ameríka og Karíbahaf; e) tempruð svæði á norðurhveli jarðar. Mest er veitt í Austur- og Suðaust- ur-Asíu (Indónesía, Malasía, Taí- land, Búrma, Víetnam, Filippseyjar, Singapúr, Japan, Kórea, Norðaust- ur-Rússland, Hong Kong, Taívan) þar sem nýttar eru 52 tegundir11 og næstmest í vestanverðu Mið- Kyrrahafi (Ástralía, Nýja-Sjáland, Papúa Nýja-Gínea) með 35 tegund- ir. Meðalársafli áranna 2000–2005 á þessum tveimur svæðum var samtals 20.000–40.000 tonn.12,13 Þriðja veiðisvæðið er við Afríku (Suðaustur-Atlantshaf og Vestur- 80 1-2#loka.indd 28 7/19/10 9:51:28 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.