Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 29
29 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Indlandshaf) og í Austur-Indlands- hafi (Ástralía); þar eru veiddar 29 tegundir sæbjúgna og aflinn 2.000– 2.500 tonn á ári.14 Fjórða svæðið er í Rómönsku Ameríku (Mexíkó, Mið- og Suður-Ameríka) og í Karíbahafi (Jamaíka, Haítí og Kúba) þar sem nýttar eru 11 tegundir en aflinn er undir 1.000 tonnum á ári.15 Veiðar á fimmta svæðinu, þ.e. á norðurhveli, í norðanverðu Norður-Atlantshafi og í Norður-Kyrrahafi (Kanada, Ísland, Rússland, Bandaríkin), eiga sér stutta sögu og hófust fyrst að nokkru ráði fyrir örfáum áratugum. Á þessu veiðisvæði eru veiddar fjórar sæbjúgnategundir og er heildaraflinn um 9.000 tonn á ári, en langmest er veitt af brimbút í Norður-Atlantshafi.16 Ekki eru sæbjúgu víða ræktuð til manneldis í heiminum og er Kína eina landið sem ræktar sæbjúgu í einhverjum mæli, eða um það bil 10.000 tonn á ári miðað við þurrvigt.11 Asíubúar neyta mest af sæbjúgum og hefur svo verið í margar aldir, þar sem bjúgun eru aðallega nýtt til matar og lyfjagerðar. Í flestum tilfellum er það aðeins skrápur sæ- bjúgnanna sem nýttur er til mat- ar, en hann inniheldur aðallega bandvef en lítið af vöðvum. Vatns- innihald skrápsins er breytilegt eftir árstíma en er alltaf nokkuð mikið og orkuinnihaldið lítið. Algeng- asta afurðin eru þurrkuð sæbjúgu. Fyrir þurrkun eru sæbjúgun soðin, við það þykknar skrápurinn. Fyrir neyslu eru sæbjúgun svo bleytt upp aftur, við það mýkjast þau og eru sneidd í strimla sem eru notaðir í ýmsa rétti. Langvöðvar sæbjúgans, sem eru í skrápnum, eru bragðgóðir og hafa verið nýttir á Vesturlöndum til matar. Í Bandaríkjunum er á markaði fæðubótarefni unnið úr sæbjúgum sem talið er að hafi áhrif á gigtarsjúkdóma. Sæbjúgu eru einnig nýtt í dýrafóður og áburð.17 Í Rússlandi eru sæbjúgu nýtt til manneldis en einnig í lyfja- og snyrtivöruframleiðslu.18 Brimbútur Lýsing Ein stærsta sæbjúgnategundin hér við land, og sú eina sem er nýtt, er brimbútur (C. frondosa) sem er brúnleitur, gráleitur eða dimm- fjólublár að lit (1. mynd) en í undan- tekningartilfellum rjómagulur eða föl-appelsínugulur, sérstaklega ung dýr. Brimbútur tilheyrir Dendro- chirotida-ættbálknum og er eina sæbjúgnategundin af þeim ættbálki sem nýtt er til manneldis í einhverj- um mæli í heiminum. Fullorðin dýr geta orðið allt að 50 cm að lengd en algengt er að stærstu dýr séu um 35 cm og er þeirri stærð yfirleitt náð við um 10 ára aldur.4,19 Erfitt er að lengdar- mæla dýrin þar sem lögun þeirra getur verið mismunandi, en oftast eru þau sívöl og mjókka til end- anna, sem oft sveigjast upp á við. Við áreiti draga dýrin sig saman og verða nær hnöttótt. Brimbútur heldur sig mest kyrr á sama stað. Á dökkum sívölum búknum hefur hann fimm tvöfaldar raðir appelsínugulra sogfóta sem hann notar til að festa sig við botn- inn. Hann getur einnig notað þá til að færa sig úr stað og þannig geta dýrin ferðast með 20 til 30 m hraða á klst. eftir botninum.20 Brimbútur er síari og hefur 10 fíngerða, slímkennda og marggrein- ótta munnarma sem hann notar við fæðuöflun. Með þeim grípur hann svif, egg, lirfur og lífrænar agnir sem rekur í sjónum. Fæðuagn- irnar festast við armana og dýrið stingur síðan einum armi í einu í munn sér og hreinsar fæðuna af þeim (2. mynd).21 Dýrin eru sérkynja, hafa ytri frjóvgun og vaxa hægt. Engar at- huganir hafa verið gerðar á líffræði sæbjúgna hér við land, en sam- kvæmt kanadískum rannsóknum er kynþroska náð við um það bil 3–4 ára aldur og 8–10 cm lengd.19 Brimbútur hrygnir oftast að vori en þó er það nokkuð mismunandi eftir svæðum. Í Kanada á hrygn- ing sér stað frá febrúar til júní22,23 og eru lirfurnar sviflægar í 40–50 daga áður en þær setjast á botn.19 Við austurströnd Bandaríkjanna er aðalhrygningin í mars24 og einnig er hrygning í apríl og maí.20 Talið er að þessi ólíki hrygningartími tengist mismunandi hita í sjó og dýpi.24 Við Norður-Noreg hrygnir brimbútur frá apríl til maí25 og við Barentshafsströnd Rússlands frá febrúar til apríl.26 2. mynd. Umhverfis munn brimbútsins eru marggreinóttir munnarmar. Einn armurinn er uppi í dýrinu. Þannig hreinsar sæbjúgað fæðuagnir af örmunum. – When feeding the seacucumber (Cucumaria frondosa) inserts one feeding tentacle at the time to clean of food particles. Ljósm./Photo: Karl Gunnarsson. 80 1-2#loka.indd 29 7/19/10 9:51:35 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.