Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 33
33 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Sólrún Þ. Þórarinsdóttir, Karl Skírnisson og Ólafur K. Nielsen Náttúrufræðingurinn 80 (1–2), bls. 33–40, 2010 Ritrýnd grein Árstíðabreytingar á iðrasníkjudýrum rjúpu Rjúpa (Lagopus muta) er hænsnfugl sem lifir víða um norðurhvel jarðar. Á Íslandi finnst deilitegundin L. m. islandorum. Upprunalega kemur rjúpan til Íslands frá Norður-Ameríku um Grænland og er talið að hér hafi hún lifað allt síðasta skeið ísaldar hið minnsta. Enn þann dag í dag koma rjúpur frá Grænlandi til Íslands. Undanfarin ár hafa höfundar stundað rannsóknir á sníkjudýrum rjúpu. Fyrsta markmið rannsóknanna var að lýsa sníkju- dýrafánu íslensku rjúpunnar og því verki er að mestu lokið. Sextán teg- undir sníkjudýra hafa verið staðfestar og að minnsta kosti sex þeirra voru áður óþekktar í vísindaheiminum. Annað markmið var að rannsaka árs- tíðabreytingar á smiti af völdum sníkjudýra í meltingarvegi, þ.e. tegunda sem losa dreifingarstig sín (egg eða þolhjúpa) út í umhverfið með skít. Slík rannsókn var gerð og niðurstöður hennar eru hér til umfjöllunar. Inngangur Sníkjulífi er árangursríkt lífsform sem hefur þróast sjálfstætt innan allra fylkinga dýra. Hjá fuglum hafa allar helstu fylkingar sníkjudýra verið staðfestar; sum sníkjudýr geta haft áhrif á afkomu hýslanna.1,2 Rannsóknir á sníkjudýrum rjúpna (Lagopus spp.) hófust í byrjun nýlið- innar aldar. Englendingar voru fyrst- ir á vettvang og beindu þeir sjón- um sínum að lyngrjúpu (L. lagopus scoticus), undirtegund dalrjúpunnar á Bretlandseyjum.3,4 Norðmenn fylgdu í kjölfarið, en þeir rann- sökuðu jöfnum höndum dalrjúpu og fjallrjúpu (L. muta).5,6,7,8 Síðar bættust við sníkjudýrafræðingar frá öðrum löndum Evrópu,9,10,11 Norður Ameríku,12,13,14,15 Japan16,17,18 og Íslandi.5,6,19,20,21 Flestar athuganir á sníkjudýr- um rjúpna hafa verið byggðar á sýnatöku úr dauðum fuglum.11,22,23 Tilgangurinn hefur oft verið að lýsa sníkjudýrafánunni eða bera saman sníkjudýrabyrði milli ára,24,25,26 en aðrir hafa rannsakað tengsl heil- brigðis og sníkjudýra.26,27 Einföld leið til að rannsaka árstíða- sveiflur sníkjudýra í meltingarvegi er að leita í saur að dreifingarstig- um þeirra (þolhjúpum einfrumunga, eggjum orma) og meta magn. Að- ferðin er sérlega hentug þegar stað- fugl eins og rjúpa á í hlut, en þá er 1. mynd. Rjúpa, ársgamall kvenfugl, Suðvesturland vor 2010. Ljósm./Photo: Daníel Bergmann. 80 1-2#loka.indd 33 7/19/10 9:51:50 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.