Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 34
Náttúrufræðingurinn
34
hægt að safna saursýnum fuglanna
á öllum árstímum. Forsenda slíkra
rannsókna er staðgóð þekking á
útliti eggja og þolhjúpa tegundanna
sem fuglarnir geta verið smitaðir af
og slíku er hér til að dreifa.28,29
Á útmánuðum 2007 fangaði
Ólafur K. Nielsen á Náttúrufræði-
stofnun Íslands, ásamt samstarfs-
mönnum, 32 rjúpur (kvenfugla, 1.
mynd) í nágrenni Reykjavíkur og
festi á þær senditæki. Einn höfund-
anna, Sólrún Þ. Þórarinsdóttir, sá
um að miða fuglana út einu sinni
í viku, frá apríl 2007 til loka mars
2008. Sendarnir vísuðu ekki aðeins
á merktu rjúpurnar heldur einnig
á dvalarstaði ómerktra fugla sem
iðulega héldu til með þeim merktu.
Þannig var hægt að safna ferskum
rjúpnaskít og rannsaka með tilliti
til sníkjudýra. Niðurstöðurnar eru
kynntar í þessari grein.
Efniviður og aðferðir
Rjúpnaskítur er af tvennum toga,
annars vegar rjúpnatað sem kemur
frá görninni og hins vegar seig-
fljótandi botnlangaskítur.26 Í þessari
rannsókn var eingöngu safnað taði.
Sýnum var safnað á tímabilinu apríl
2007 til mars 2008, í hæðunum ofan
Innnesja, frá Hafnarfirði í suðri að
Esjunni í norðri. Markmiðið var að
safna 30 sýnum í hverjum mánuði,
en ekki fundust nema 18 sýni í júní
og 19 sýni í júlí. Í júní lágu flest-
ir sendimerktu fuglanna á eggjum
og í júlí voru þeir flestir með litla
unga. Þetta gerði leit að saur erfiða
þar sem ekki þótti rétt að styggja
kvenfugla á þessu skeiði. Síðustu
þrjá mánuðina, janúar, febrúar og
mars 2008, varð söfnunin torveld
þar sem fuglum með virka senda
hafði fækkað. Sökum þessa var leit-
að eftir aðstoð manna sem voru að
þjálfa hunda á rannsóknasvæðinu.
Þeir fundu alls 19 sýni og í mars
bárust auk þess 15 sýni frá Hrísey,
Eyjafirði. Alls voru skoðuð 315
taðsýni í rannsókninni. Réttlætingin
fyrir því að blanda saman sýnum
frá Suðvesturlandi og Norðurlandi
er að fyrirliggjandi mælingar frá
október 2006 (Norðausturland)29 og
2007 (Suðvesturland) sýndu engan
mun á smittíðni hnísiltegundanna
tveggja.
Saursýni, oftast einn taðköggull,
var sett í lítinn plastpoka og geymt
í kæli fram að skoðun. Fjöldi þol-
hjúpa Eimeria muta og E. rjupa
(Protozoa: Eimeriidae) og fjöldi
eggja band- og þráðorma (Cestoda
og Nematoda) var metinn í grammi
saurs með breyttri McMaster-salt-
fleytiaðferð, þó með því fráviki að
vegna smæðar sýnanna var hálft
gramm af skít vigtað í stað eins
gramms og skíturinn hrærður með
trépinna út í 14,5 ml af vatni í
skilvinduglasi.30,31 Niðurstöður úr
þessum mælingum voru margfald-
aðar með stuðlinum 25 til að fá gildi
miðað við gramm saurs. Skamm-
stafanirnar opg og epg eru notaðar
hér um fjölda þolhjúpa (e. oocysts;
opg) eða eggja í grammi saurs (epg).
Greining þolhjúpanna var byggð
á lýsingum tegundanna28 (2. mynd).
Greining þráðormseggja var byggð
á Anderson,32 Lapage33 og Soulsby.34
Alexander Galkin staðfesti grein-
ingu á bandorminum Passerilepis
serpentulus.
Fyrir hvern mánuð voru reikn-
uð tvö lýsigildi sníkjudýrasmits:
smittíðni (e. prevalence) og meðal-
smitmagn (e. mean intensity).35
Meðalsmitmagn er reiknað miðað
við smituð sýni. Öryggismörk fyrir
smittíðni voru fundin með aðferð
Sternes og fyrir meðalsmitmagn
með skóþvengsaðferðinni (e. boot-
strap).35 Til að bera saman smittíðni
og meðalsmitmagn var notað ann-
ars vegar kíkvaðrat-próf og hins
vegar tvíhliða t-próf; Kendall Tau-
fylgnigreining var notuð til að
rannsaka tengsl smittíðni og með-
alsmitmagns. Til að lýsa dreifingu
sníkjudýranna innan rjúpnastofns-
ins var reiknaður dreifistuðull (e.
index of discrepancy). Þessi stuðull
hefur gildi frá 0 til 1; lág gildi
stuðulsins lýsa jafnri dreifingu
sníkjudýranna innan stofns hýs-
ilsins, en há gildi lýsa hnappdreif-
ingu.36 Allir þessir útreikningar
voru gerðir í forritinu Quantitative
Parasitology.35 Myndræn skoðun
gagna og fylgnigreiningar voru
gerðar í forritinu STATISTICA.37
Niðurstöður
Ummerki um fimm tegundir iðra-
sníkjudýra fundust í saursýnum,
annars vegar þolhjúpar hníslanna
E. muta og E. rjupa og hins vegar
egg bandormsins P. serpentulus og
egg þráðormanna Capillaria caudin-
flata og Trichostrongylus tenuis.
Þolhjúpar hníslanna og egg þráð-
ormsins C. caudinflata voru mjög
algeng í sýnum. Egg T. tenuis og P.
serpentulus fundust einungis í einu
sýni hvor tegund: T. tenuis í ágúst
(smittíðni 3%, smitmagn 150 epg);
2. mynd. Dreifingarstig einfrumunga og orma sem fundist hafa í rjúpnaskít á Íslandi. –
Coccidian oocysts and helminth eggs detected in faecal samples of Rock Ptarmigan in
Iceland. a. Þolhjúpur – Oocyst Eimeria rjupa. b. Þolhjúpur – Oocyst Eimeria muta.
c. Egg Passerilepis serpentulus. d. Egg Capillaria caudinflata. e. Egg Trichostrongylus
tenuis. Kvarði – Scale = 20 µm. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson.
ecb
a
d
80 1-2#loka.indd 34 7/19/10 9:51:54 AM