Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 34
Náttúrufræðingurinn 34 hægt að safna saursýnum fuglanna á öllum árstímum. Forsenda slíkra rannsókna er staðgóð þekking á útliti eggja og þolhjúpa tegundanna sem fuglarnir geta verið smitaðir af og slíku er hér til að dreifa.28,29 Á útmánuðum 2007 fangaði Ólafur K. Nielsen á Náttúrufræði- stofnun Íslands, ásamt samstarfs- mönnum, 32 rjúpur (kvenfugla, 1. mynd) í nágrenni Reykjavíkur og festi á þær senditæki. Einn höfund- anna, Sólrún Þ. Þórarinsdóttir, sá um að miða fuglana út einu sinni í viku, frá apríl 2007 til loka mars 2008. Sendarnir vísuðu ekki aðeins á merktu rjúpurnar heldur einnig á dvalarstaði ómerktra fugla sem iðulega héldu til með þeim merktu. Þannig var hægt að safna ferskum rjúpnaskít og rannsaka með tilliti til sníkjudýra. Niðurstöðurnar eru kynntar í þessari grein. Efniviður og aðferðir Rjúpnaskítur er af tvennum toga, annars vegar rjúpnatað sem kemur frá görninni og hins vegar seig- fljótandi botnlangaskítur.26 Í þessari rannsókn var eingöngu safnað taði. Sýnum var safnað á tímabilinu apríl 2007 til mars 2008, í hæðunum ofan Innnesja, frá Hafnarfirði í suðri að Esjunni í norðri. Markmiðið var að safna 30 sýnum í hverjum mánuði, en ekki fundust nema 18 sýni í júní og 19 sýni í júlí. Í júní lágu flest- ir sendimerktu fuglanna á eggjum og í júlí voru þeir flestir með litla unga. Þetta gerði leit að saur erfiða þar sem ekki þótti rétt að styggja kvenfugla á þessu skeiði. Síðustu þrjá mánuðina, janúar, febrúar og mars 2008, varð söfnunin torveld þar sem fuglum með virka senda hafði fækkað. Sökum þessa var leit- að eftir aðstoð manna sem voru að þjálfa hunda á rannsóknasvæðinu. Þeir fundu alls 19 sýni og í mars bárust auk þess 15 sýni frá Hrísey, Eyjafirði. Alls voru skoðuð 315 taðsýni í rannsókninni. Réttlætingin fyrir því að blanda saman sýnum frá Suðvesturlandi og Norðurlandi er að fyrirliggjandi mælingar frá október 2006 (Norðausturland)29 og 2007 (Suðvesturland) sýndu engan mun á smittíðni hnísiltegundanna tveggja. Saursýni, oftast einn taðköggull, var sett í lítinn plastpoka og geymt í kæli fram að skoðun. Fjöldi þol- hjúpa Eimeria muta og E. rjupa (Protozoa: Eimeriidae) og fjöldi eggja band- og þráðorma (Cestoda og Nematoda) var metinn í grammi saurs með breyttri McMaster-salt- fleytiaðferð, þó með því fráviki að vegna smæðar sýnanna var hálft gramm af skít vigtað í stað eins gramms og skíturinn hrærður með trépinna út í 14,5 ml af vatni í skilvinduglasi.30,31 Niðurstöður úr þessum mælingum voru margfald- aðar með stuðlinum 25 til að fá gildi miðað við gramm saurs. Skamm- stafanirnar opg og epg eru notaðar hér um fjölda þolhjúpa (e. oocysts; opg) eða eggja í grammi saurs (epg). Greining þolhjúpanna var byggð á lýsingum tegundanna28 (2. mynd). Greining þráðormseggja var byggð á Anderson,32 Lapage33 og Soulsby.34 Alexander Galkin staðfesti grein- ingu á bandorminum Passerilepis serpentulus. Fyrir hvern mánuð voru reikn- uð tvö lýsigildi sníkjudýrasmits: smittíðni (e. prevalence) og meðal- smitmagn (e. mean intensity).35 Meðalsmitmagn er reiknað miðað við smituð sýni. Öryggismörk fyrir smittíðni voru fundin með aðferð Sternes og fyrir meðalsmitmagn með skóþvengsaðferðinni (e. boot- strap).35 Til að bera saman smittíðni og meðalsmitmagn var notað ann- ars vegar kíkvaðrat-próf og hins vegar tvíhliða t-próf; Kendall Tau- fylgnigreining var notuð til að rannsaka tengsl smittíðni og með- alsmitmagns. Til að lýsa dreifingu sníkjudýranna innan rjúpnastofns- ins var reiknaður dreifistuðull (e. index of discrepancy). Þessi stuðull hefur gildi frá 0 til 1; lág gildi stuðulsins lýsa jafnri dreifingu sníkjudýranna innan stofns hýs- ilsins, en há gildi lýsa hnappdreif- ingu.36 Allir þessir útreikningar voru gerðir í forritinu Quantitative Parasitology.35 Myndræn skoðun gagna og fylgnigreiningar voru gerðar í forritinu STATISTICA.37 Niðurstöður Ummerki um fimm tegundir iðra- sníkjudýra fundust í saursýnum, annars vegar þolhjúpar hníslanna E. muta og E. rjupa og hins vegar egg bandormsins P. serpentulus og egg þráðormanna Capillaria caudin- flata og Trichostrongylus tenuis. Þolhjúpar hníslanna og egg þráð- ormsins C. caudinflata voru mjög algeng í sýnum. Egg T. tenuis og P. serpentulus fundust einungis í einu sýni hvor tegund: T. tenuis í ágúst (smittíðni 3%, smitmagn 150 epg); 2. mynd. Dreifingarstig einfrumunga og orma sem fundist hafa í rjúpnaskít á Íslandi. – Coccidian oocysts and helminth eggs detected in faecal samples of Rock Ptarmigan in Iceland. a. Þolhjúpur – Oocyst Eimeria rjupa. b. Þolhjúpur – Oocyst Eimeria muta. c. Egg Passerilepis serpentulus. d. Egg Capillaria caudinflata. e. Egg Trichostrongylus tenuis. Kvarði – Scale = 20 µm. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson. ecb a d 80 1-2#loka.indd 34 7/19/10 9:51:54 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.