Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 38
Náttúrufræðingurinn 38 rjúpum sem veiddar voru á veiði- tíma (15. október til 22. desember) 1994 og 1995.21 Samkvæmt þessum gögnum er um þriðjungur rjúpna hér á landi smitaður af C. caudinflata á haustmánuðum. Smit af völdum C. caudinflata er meira að haustinu og fram eftir vetri en á öðrum árstímum. Þetta mynstur tengist líklega flóknum lífsferli tegundarinnar.30,38,39 Eftir að eggin berast út í umhverfið með rjúpnaskít geta þau lifað í marga mánuði. Lirfuþroski á sér einungis stað inni í eggjum sem ná að berast inn í meltingarveg ánamaðka, en fjölmargar tegundir ánamaðka eru þekktir millihýslar tegundarinnar.38 Í ánamaðki tekur þroskaferill lirf- unnar um þrjár vikur og á þessum tíma þroskast inni í egginu smithæf þriðja stigs lirfa. Éti rjúpa ánamaðk með smithæfri lirfu heldur þroska- ferill lirfunnar áfram í görnum rjúp- unnar og ormarnir ná kynþroska á nokkrum vikum. Fullþroskaðir makast ormarnir og kvendýrin fara að verpa eggjum. Fullþroska ormar eru langlífir og geta lifað allt upp í 10 mánuði.39 Það er við því að búast að mest beri á smiti í stofn- inum að hausti og fram á vetur þegar haft er í huga að aðgengi rjúpna að ánamöðkum er að mestu takmarkað við hlýrri mánuði ársins (maí til september), að smitferillinn tekur skemmst einn til tvo mánuði og að ormarnir hafa takmarkaðan líftíma. Þegar líður á vetur fækk- ar smituðum fuglum í stofninum, væntanlega einkum vegna affalla ormanna og minnkaðra möguleika fuglanna á endursmiti. Vísbendingar eru um að smit C. caudinflata hafi verið tíðara í rjúpum á Íslandi á þriðja áratug síðustu aldar. Rjúpur voru á þessum árum útflutningsvara frá Íslandi og rjúpna- stofninn miklum mun stærri en ver- ið hefur síðustu áratugi.40 Norski sníkjudýrafræðingurinn Huus8 gerir að umtalsefni í ritgerð sinni magra rjúpu sem kjötkaupmaður í Bergen hafði keypt frá Íslandi í febrúar 1926 og fært honum til rannsóknar. Sú var með mikinn fjölda þessa þráðorms (þá nefndur C. longicollis). Smittíðni % – Prevalence % n 95% c.l. Meðalsmitmagn – Mean intensity n 95% c.l. Apríl 20 30 9–38 240 6 70–590 Maí 7 30 1–21 1.715 2 – Júní 5 19 0–26 550 1 – Júlí 11 18 2–33 2.365 2 – Ágúst 10 30 3–26 4.443 3 150–1.288 September 7 31 1–21 3.240 2 – Október 27 33 15–45 37.039 9 2.309–98.730 Nóvember 13 30 5–30 1.073 4 280–2.268 Desember 4 28 0–17 150 1 – Janúar 11 18 2–33 890 2 – Febrúar 11 18 2–33 80 2 – Mars 3 30 0–18 450 1 – Samtals 11 315 8−15 10.572 35 1.743–31.442 2. tafla. Árstíðabreytingar á smittíðni og meðalsmitmagni (þolhjúpar í g saurs) ásamt sýnastærð (n) og 95% öryggismörkum (ö.m.) hnísilsins Eimeria rjupa. Byggt á taln- ingum í rjúpnasaur sem safnað var á Suðvesturlandi frá apríl 2007 til og með mars 2008 og norður í Hrísey í mars 2008. – Seasonal changes in prevalence and intensity of infec- tion (oocysts per g faeces), sample size (n) and 95% confidence interval (c.i.) for Eimeria rjupa. Based on counts in Rock Ptarmigan faecal samples collected in SW- Iceland from April 2007 through March 2008 and in Hrísey, N-Iceland in March 2008. Smittíðni % – Prevalence % n 95% c.l. Meðalsmitmagn – Mean intensity n 95% c.l. Apríl 7 30 1–21 125 2 – Maí 7 30 1–21 75 2 – Júní 5 19 3–26 25 1 – Júlí 11 18 2–33 88 2 – Ágúst 3 30 2–18 75 1 – September 3 31 2–17 50 1 – Október 30 33 16–48 70 10 38–100 Nóvember 13 30 5–30 88 4 25–150 Desember 14 28 5–32 88 4 31–131 Janúar 28 18 12–53 75 5 25–165 Febrúar 0 18 – 0 0 – Mars 10 30 3–26 33 3 25–42 Samtals 11 315 8−15 74 35 55−99 3. tafla. Árstíðabreytingar á smittíðni og meðalsmitmagni (egg í g saurs) ásamt sýnastærð (n) og 95% öryggismörkum (ö.m.) þráðormsins Capillaria caudinflata. Byggt á talningum í rjúpnasaur sem safnað var á Suðvesturlandi frá apríl 2007 til og með mars 2008 og norður í Hrísey í mars 2008. – Seasonal changes in prevalence and intensity of infection (eggs per g faeces), sample size (n) and 95% confidence interval (c.i.) for the nematode Cap- illaria caudinflata. Based on counts in Rock Ptarmigan faecal samples collected in SW- Iceland from April 2007 through March 2008 and in Hrísey, N-Iceland in March 2008. smittíðnin (30%) svipuð þeirri sem mældist við rannsóknir á rjúpum í október 2006 í Þingeyjarsýslu (33%).29 Svipuð smittíðni (34%) greindist í 93 marktækt hærri frá október til mars en á öðrum tímum árs. Sé einvörð- ungu litið til niðurstaðnanna frá október 2007 á Suðvesturlandi var 80 1-2#loka.indd 38 7/19/10 9:51:57 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.