Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 41

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 41
41 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Kísilþörungaflóra íslenskra stöðuvatna Hilmar J. Malmquist, Tammy Lynn Karst-Riddoch og John P. Smol Náttúrufræðingurinn 80 (1–2), bls. 41–57, 2010 Inngangur Fyrir rúmum þremur áratugum lagði Arnþór Garðarsson prófessor fyrstur manna fram drög að vist- fræðilegri flokkun íslenskra vatna.1,2 Megintilgangur flokkunarinnar var að auðvelda vinnu við opinbera stefnumótun um vernd og nýt- ingu íslensku vatnaauðlindarinnar. Flokkun Arnþórs grundvallaðist á jarð- og vatnafræðilegum forsendum og studdist hann einkum við verk Guðmundar Kjartanssonar jarð- fræðings3,4 og Sigurjóns Rist vatna- fræðings.5,6,7 Á þessum tíma voru rannsóknir á vatnalíffræði lands- ins og upplýsingar þar að lútandi af skornum skammti. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Meðal annars hafa tvær viðamiklar yfirlits- kannanir litið dagsins ljós, önnur um vistfræði straumvatna8,9,10,11 og hin um vistfræði stöðuvatna.12,13,14,15,16 Í markmiðssetningu beggja kann- ananna er skírskotað til vatnaflokk- unar Arnþórs og í þeim báðum er fengist við vatnakerfi á landsvísu, fjallað um lífríki þeirra á heildstæð- an hátt og hugað að lykilþáttum í líffræði auk vatna-, eðlis- og efna- Fjallað er um rannsókn á kísilþörungum í botnseti 49 íslenskra stöðuvatna og byggt á gögnum í rannsóknaverkefninu Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna. Markmiðið er að varpa ljósi á kísilþörungaflóru í stöðuvötnum á Íslandi og athuga tengsl flórunnar við ýmsar umhverfisbreytur, þ.m.t. að kanna sam- svörun við vatnaflokkun Arnþórs Garðarssonar sem hann setti fram 1978– 1979. Stöðuvötnin voru mjög fjölbreytileg m.t.t. stærðar, dýpis, uppruna vatns og efna- og eðlisfræðiþátta og endurspeglaðist þessi fjölbreytileiki í hinni mjög svo margbreytilegu kísilþörungaflóru. Alls voru greindar 329 tegundir og tegundahópar kísilþörunga í vötnunum. Þeir þættir sem mestu réðu um útbreiðslu og magn kísilþörunganna voru meðaldýpi, rafleiðni, styrkur næringarefna (TOC, SiO2 , TN), basavirkni og vatnshiti. Smágerð, botnlæg gjarðeski (Fragilaria sensu lato, 19 tegundir og afbrigði) voru áber- andi í flestum vötnunum og bendir það til að þessi hópur kísilþörunga sé í senn lítt sérhæfður og sveigjanlegur gagnvart skilyrðum í umhverfinu. Kísilþörungaflóran var töluvert ólík milli vatnaflokkanna fjögurra sem voru rannsakaðir. Flóra lindavatna var frábrugðin flóru draga- og dalavatna og flóra dala- og heiðavatna var ólík. Flóru heiðavatna svipaði til flóru linda- og dragavatna sem kann að stafa af því að vatnafræðileg skilyrði í heiðavötn- unum voru mun breytilegri en í hinum vatnaflokkunum. Meginniðurstöður rannsóknarinnar, að því er varðar þær umhverfisbreytur sem mestu virð- ast ráða um mótun kísilþörungaflórunnar í íslensku stöðuvötnunum, eru samhljóða niðurstöðum rannsókna á öðrum mikilvægum lífveruhópum í íslenskum stöðuvötnum. Þessar rannsóknir ásamt rannsóknum á vistfræði straumvatna staðfesta að jarðfræðiþættir, einkum gerð berggrunns m.t.t. aldurs, lektar og útleysingar efna, eru mikilvæg grundvallaratriði að baki efnabúskap íslenskra vatna og þ.a.l. áhrifavaldar um mótun vatnalífríkisins. Þetta samræmist vel forsendum að baki vatnaflokkun Arnþórs Garðars- sonar, sérstaklega þó hvað varðar straumvötn. Til að bæta flokkun Arnþórs varðandi stöðuvötn virðist einkum mega líta nánar til staðbundinna þátta á borð við lögun, stærð og dýpi vatnanna, jarðfræðileg atriði innan vatns- skálarinnar, t.d. yfirborðsáferð fjörugrjóts, og veðurfars næst vötnunum. Ritrýnd grein 1. mynd. Kísilþörungur af ættkvísl bjalleskja (Cymbella) úr Mývatni. – Cymbella sp. diatom from Lake Mývatn. Ljósm./Photo: Árni Einarsson. 80 1-2#loka.indd 41 7/19/10 9:52:03 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.