Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 44
Náttúrufræðingurinn 44 vötn. Nokkur vötn hafa síðan bæst við og í dag samanstendur gagna- grunnur verkefnisins af upplýs- ingum um rúmlega 80 vötn. Við val á vötnum hefur verið gengið út frá gerð berggrunns á vatnasviði, jarð- sögulegri myndun vatnsskálanna, meðaldýpi og hæð yfir sjávarmáli. Áhersla hefur verið lögð á ferskvötn, en strandvötn og jökulvötn hafa einnig verið rannsökuð. Í rannsókninni sem hér um ræðir er fengist við kísilþörunga í botn- seti 49 stöðuvatna sem rannsökuð voru á árunum 1992–1998 (3. mynd, viðauki 1). Sýnataka fór fram á tímabilinu frá síðla júlí og fram í miðjan september og var ávallt fylgt staðlaðri aðferð við sýnatökurnar. Kísilþörungasýnin voru tekin með svokölluðu kajakröri (4. mynd). Eitt sýni var tekið á dýpsta stað í hverju vatni. Hirt var efsta setlagið, 1–2 cm á þykkt, í hverju sýni og því komið fyrir án varðveisluvökva í brúnni glerflösku með skrúfuðum tappa. Sýnin voru geymd í myrkvuðu her- bergi þar til vinna við greiningu á kísilþörungunum hófst. Tengsl kísilþörungaflórunnar við umhverfisþætti voru könnuð gagn- vart þremur flokkunarfræðilegum breytum og 20 eðlis- og efnafræði- legum breytum. Flokkunarfræði- legu breyturnar þrjár voru; 1) stað- setning vatns m.t.t. landshluta, 2) gerð berggrunns á vatnasviði og 3) vistfræðileg gerð vatns samkvæmt vatnaflokkun Arnþórs.2 Staðsetningu vatna (LOC) var skipt í sjö landshluta, þ.e. NV-, NA-, A-, S-, SV-, V-land og Vestfirði (viðauki 1). Gerð berggrunns á vatnasviði (BED) var skipt í fjóra flokka og stuðst við verk Hauks Jó- hannessonar og Kristjáns Sæmunds- sonar,45 (3. mynd, viðauki 1). Vist- fræðilegu vatnaflokkarnir voru sex talsins, þ.e. lindavötn, heiðavötn, dragavötn, dalavötn, jökulvötn og strandvötn (viðauki 1). Hafa verður í huga að þessi flokkun er í raun ekki klippt og skorin og að sum vötn geta flokkast sem blönduð, en sjaldnast þó sem blanda af fleiri vatnaflokkum en tveimur. Gott dæmi eru Svartárvatn og Vífils- staðavatn, sem voru flokkuð sem heiðavötn en gætu átt heima í flokki lindavatna þar sem sterkra linda- vatnsáhrifa gætir í þeim. Annað dæmi er Apavatn, sem var flokkað sem lindavatn en í því gætir einnig dragavatnsáhrifa. Þá var Másvatn flokkað til heiðavatna en mætti einnig skilgreina sem blöndu af heiða-, dala- og dragavatni. Vatnshiti, sýrustig og rafleiðni voru mæld á kajaksýnastöð í hverju vatni á 40–150 cm dýpi. Á sama stað var tekið eitt vatnssýni til efnagreiningar í 1,0 lítra plastflösku á 20–40 cm dýpi undir vatnsborði. Plastflöskurnar voru stútfylltar af vatni, þeim lokað og geymdar í kælikassa í 1–4 klst. og þá í frysti við -20°C þar til kom að greiningu. Fyrir sýnatökuna voru flöskurnar skolaðar með 0,1 N HCl og loks með vatni á staðnum. Efnagreiningar á vatnssýnunum fóru fram á ósíuðum sýnum hjá Norsk institutt for vann- forskning (NIVA) í Osló. Upplýs- ingar um flatarmál vatna og hæð yfir sjávarmáli, meðaldýpi og mesta dýpi eru fengnar með eigin mæl- ingum og upplýsingum frá Hákoni Aðalsteinssyni o.fl.46 Eftirfarandi 20 eðlis- og efnafræði- breytur voru kannaðar í tengslum við kísilþörungana: hæð yfir sjó (ALT, m), flatarmál (AREA, km2), meðal- dýpi (MD, m), hámarksdýpi (Zmax, m), rúmmál (VOL, Gl), vatnshiti 1. tafla. Algengar tegundir kísilþörunga í stöðuvötnunum 49 sem voru rannsökuð. Númer vísar til auðkennistölu tegundar. Fjöldi vatna (Fjöldi), hlutfallslegur fjöldi vatna (% Fjöldi) og hlutfallslegt hámarks- magn tegundar í vatni (% Magn). Dálkur merktur Ný tegund gefur til kynna að teg- undin hafi ekki fundist áður á Íslandi. – Common diatom taxa in the 49 Icelandic lakes and their actual (# Occ), relative (% Occ) and maximum relative abundances (% Max). Also denoted are species recorded for the first time in Iceland (New). No. refers to an id number for a species. 3. mynd. Staðsetning stöðuvatnanna 49 sem rannsökuð voru með hliðsjón af fjórum helstu gerðum berggrunns á landinu: A) basísk og ísúr hraun frá nútíma (< tíu þúsund ára), B) basísk og ísúr hraunlög (grágrýti) og móberg frá síðari hluta ísaldar (0,01–0,8 milljón ára), C) basískt og ísúrt gosberg og setlög frá síðplíósen og fyrri hluta ísaldar (0,8–3,3 milljón ára) og D) eru basískt og ísúrt gosberg frá síðtertíer (> 3,3 milljón ára). Númer vísa til heita vatna í viðauka 1. – Location of the 49 lakes analysed and zonation of four major bedrock classes in Iceland. Numbers refer to lake names provided in Appendix 1. 80 1-2#loka.indd 44 7/19/10 9:52:11 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.