Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 52
Náttúrufræðingurinn
52
kísilþörungaflóru landsins eins og
hún hefur verið skráð í hvers kyns
rak- og votlendi, stöðuvötnum og
straumvötnum.28
Í kísilþörungaflórunni voru bæði
svif- og botnlægar þörungategundir
áberandi, enda var dýpi vatnanna
í úrtakinu býsna mismunandi og
því til staðar búsvæði fyrir þörunga
bæði á strandgrunni og í vatnsbol.
Hin smágerðu botnlægu Fragilaria-
gjarðeski, einkum F. brevistriata, F.
construens, F. construens var. venter, F.
pinnata og F. pseudoconstruens, má þó
kalla nokkurskonar einkennishóp
í kísilþörungaflóru vatnanna, enda
voru gjarðeskin yfirleitt ríkjandi í
flórunni. Þetta stafar líklegast af því
hve lífsskilyrði í vötnunum almennt
eru köld, en hæfni þessara gjarðeskja
til að lifa af og fjölga sér við kaldar
og birtusnauðar kringumstæður er
vel þekkt.50,51,52,60,61,62
Líkt og í öðrum grunnum vötn-
um á norðlægum slóðum voru
sviflægir kísilþörungar fágætir í
grunnu vötnunum íslensku. Í vötn-
um með meðaldýpi um og undir
5 m voru þeir oft ekki til staðar.
Meira að segja í allmörgum djúpum
vötnum var hlutdeild sviflægra kís-
ilþörunga óvenju lítil, þ.e. minni
en 50% af fjölda. Einungis í dýpstu
dalavötnunum, með meðaldýpi
meira en 25 m, náðu eindregnar
sviflægar tegundir sér á strik með
meira en 50% hlutdeild af fjölda.
Þessi rýri þáttur sviflægra tegunda í
íslensku kísilþörungaflórunni kann
að eiga sér eðlisfræðilegar skýr-
ingar. Hér er vísað til þess að marg-
ar sviflægar kísilþörungategundir
þurfa á lagskiptu vatni að halda
m.t.t. hitastigs til að haldast á floti,
ella sökkva þær til botns og drepast.
Vandamálið er aftur á móti að skörp
hitaskil virðast almennt ekki mynd-
ast í íslenskum stöðuvötnum, og
þá sjaldan það gerist eru þau bæði
veik og skammvinn.42,46,53 Þetta er
rakið til megineinkenna í íslensku
landslagi, sem eru m.a. skógleysi
og auðnir sem hafa í för með sér
sterk áhrif vinda og þ.a.l. skilvirka
vatnsblöndun. Önnur skýring á
skorti á sviflægum kísilþörungum
í grunnum vötnum er sú að dýpi í
þeim er einfaldlega ekki nægjanlegt
og nauðsynleg eðlisfræðileg skil-
yrði því ekki fyrir hendi.
Ástæðan fyrir því að sviflæg-
ar kísilþörungategundir eru meira
áberandi í djúpum dalavötnum en
öðrum djúpum vötnum kann að
tengjast lögun vatnsskálarinnar, en
dalavötnin eru iðulega aðdjúp og
dýpka jafnt og þétt frá fjöruborði
og niður á mesta botndýpi. Strand-
grunnssvæði í dalavötnum eru
því lítil um sig miðað við heildar-
flatarmál vatnanna. Þetta hefur í
för með sér að vaxtarskilyrði fyrir
botnlæga kísilþörunga eru að lík-
indum takmarkaðri í dalavötnum
en öðrum djúpum vötnum þar sem
strandgrunnið er hlutfallslega meira
um sig af heildarflatarmáli vatns-
skálarinnar.
Önnur skýring, sem kann að
koma hér til varðandi muninn á kís-
ilþörungaflóru djúpra vatna, tengist
hitastigi eða öllu heldur ísþekju. Í
fornlíffræðilegum rannsóknum er
aukin hlutdeild sviflægra kísilþör-
ungategunda einmitt oft talin til
merkis um að ísþekja á stöðuvötn-
um fari minnkandi.54,55,56 Þar sem
dalavötnin lágu flest hver lægra í
landi en önnur djúp vötn í rann-
sókninni má gera því skóna að
ísþekja í dalavötnunum vari skemur
en í öðrum vötnum sem liggja hærra
í landi.
Lítil hlutdeild sviflægra kísilþör-
unga í dýpstu vötnunum tveimur,
Lagarfljóti og sér í lagi Langasjó,
vekur nokkra athygli. Hvað áhrær-
ir Lagarfljót er freistandi í þessu
sambandi að benda á mikinn jökul-
borinn svifaur í vatninu og léleg
birtuskilyrði í kjölfarið, en sviflægir
kísilþörungar þurfa venjulega góð
birtuskilyrði til að þrífast. Áður
en Kárahnjúkavirkjun kom til sög-
unnar mældist magn svifaurs í Lag-
arfljóti oftast 50–100 mg l-1, en eftir
að virkjunin tók til starfa og Jökulsá
á Dal var veitt í Löginn hefur aur-
inn aukist enn frekar.43,57,58,59 Fyrir
Kárahnjúkavirkjun var sjóndýpi í
Leginum í mesta lagi um 40 cm, en
til samanburðar má nefna að rýni
í Þingvallavatni er yfirleitt á bilinu
6–12 m.46 Fæð sviflægra kísilþör-
unga í Leginum má að auki vafalítið
skrifa á mikla vatnsblöndun í vatn-
inu, en líklega er Lögurinn meira
eða minna blandaður frá botni til
yfirborðs allt árið um kring.43 Skil-
yrði fyrir sviflægar kísilþörungateg-
undir eru því vart fyrir hendi í þessu
djúpa vatni. Ekki kemur á óvart að
hin smágerðu, botnlægu gjarðeski
dafni vel við þau erfiðu skilyrði
sem ríkja í Leginum, en þessi þör-
ungahópur er einmitt kunnur fyrir
að ná sér vel á strik í vötnum þar
sem birtuskilyrði eru léleg, hvort
sem það er vegna langvarandi ís-
þekju50,52 eða mikils magns svifaurs
og uppleystra efna.60,61,62
Hvað Langasjó varðar ættu birtu-
skilyrði fyrir sviflæga kísilþörunga
að vera góð því vatnið er tært og
rýni í því margir metrar. Ef til vill
er skýringa að leita í því hve ungt
vistkerfi Langisjór er, en í núverandi
mynd, sem blátt og tært stöðuvatn,
hefur það aðeins verið til í stuttan
tíma, eða u.þ.b. 45 ár (33 ár miðað
við sýnatöku árið 1998). Fram til
1965–1966 rann nefnilega stund-
um út í Langasjó úr hinu auruga
jökulfljóti Skaftá og vatnið varð
grátt og skotið svifaur. Hugsanlega
er hlutdeild sviflægra kísilþörunga
í Langasjó lítil enn í dag vegna þess
hve skammur tími er liðinn síðan
skilyrði fyrir sviflæga þörunga bötn-
uðu í vatninu.
Tengsl kísilþörunga og
umhverfisþátta
Útbreiðsla kísilþörunga í íslensku
stöðuvötnunum mótast að verulegu
leyti af samspili nokkurra vatna-
fræðilegra umhverfisþátta og eru
þeir helstir vatnsdýpi og skyld-
ir þættir (rýni, lagskipting vatns,
gerð og eðli búsvæða o.fl.), vatns-
hiti, næringarefni og jónir. Þær sjö
umhverfisbreytur sem best útskýrðu
mismunandi samsetningu kísilþör-
ungaflóru í íslensku vötnunum voru
meðaldýpi, rafleiðni, lífrænt kolefni,
kísill, köfnunarefni, basavirkni og
vatnshiti.
Þessi tengsl eru með mjög svip-
uðu móti og gerist meðal kísilþör-
unga í öðrum vötnum á norðlægum
80 1-2#loka.indd 52 7/19/10 9:52:18 AM