Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 53
53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
slóðum. Helsti munurinn milli
stöðuvatna á Íslandi og vatna á
meginlöndunum sem eru á svipaðri
breiddargráðu felst í því að gróð-
urfarsleg atriði, t.a.m. gróðurþekja
og samfélagsleg gerð gróðurs á
vatnasviðum, hafa miklu meiri áhrif
á vatnafræðilega gerð vatnanna
erlendis, einkum á þætti sem snerta
efnafræði. Á Íslandi er gróður á
vatnasviðum í þessu samhengi al-
mennt rýr, flóran tegundasnauð og
jarðvegur ríkur af fremur ófrjósöm-
um og rofgjörnum gosefnum.63,64 Í
staðinn ráða jarð- og vatnafræðilegir
þættir meiru um vistfræðilega gerð
íslenskra stöðuvatna, þ.á m. gerð
kísilþörungaflórunnar, og rennir
það stoðum undir ágæti vatnaflokk-
unar Arnþórs Garðarssonar, sem
hann lagði grunn að á sínum tíma
þrátt fyrir takmörkuð gögn í vatna-
líffræðilegu tilliti.2
Hinum smágerðu botnlægu
gjarðeskjum er venjulega lýst sem
fremur ósérhæfðum þörungum sem
ekki geri miklar kröfur til umhverf-
isins. Þessi lýsing byggist á því að
gjarðeskin þrífast oft vel við erfiðar
aðstæður á norðurheimskautssvæð-
inu, í Ölpunum og víðar. Velgengni
gjarðeskjanna má aðallega þakka
þoli þeirra gagnvart kulda og lít-
illi birtu.50,51,52 Vegna þessa hafa
breytingar á hlutfallslegum fjölda
botnlægra gjarðeskja í rannsóknum
á fornlíffræði vatna oft verið túlk-
aðar sem vísbendingar um breyt-
ingar á umfangi og varanleika á
ísþekju vatnanna. Í framangreindu
ljósi stinga niðurstöðurnar um
gjarðeskin í íslensku stöðuvötn-
unum nokkuð í stúf, en í grynnri
vötnunum íslensku gætti þeirrar
tilhneigingar að hlutdeild gjarð-
eskja fór vaxandi eftir því sem
skilyrði í vötnunum bötnuðu, þ.e.
með aukinni basavirkni, rafleiðni
og styrk næringarefna (TN og SiO2).
Svipaðar niðurstöður hafa reynd-
ar einnig fengist í rannsóknum á
vötnum norðarlega í Kanada.65
Niðurstöðurnar frá Íslandi og Kan-
ada gefa tilefni til að ætla að um-
ræddar breytingar á samsetningu
gjarðeskjaþörunga í fornlíffræði-
rannsóknum á norðurslóð kunni
einnig að endurspegla breytingar í
vatnafræðilegum kringumstæðum
í tengslum við styrk næringarefna
og jóna.
Í vötnunum í rannsókninni sem
hér um ræðir kom ekki fram neinn
skýr munur milli einstakra tegunda
og eða tegundahópa hjá botnlægu
gjarðeskjunum m.t.t. mældra um-
hverfisþátta. En eins og búast mátti
við hneigðust þó kulvísu tegundirn-
ar tvær F. pinnata og F. construens var.
venter til að vera algengari í kaldari
vötnunum. Hvað sem þessu líður er
meginniðurstaðan sú að smágerðu,
botnlægu gjarðeskin teljist almennt
fremur ósérhæfð í vistfræðilegu til-
liti, en jafnframt að þau séu vel til
þess fallin að bjarga sér við kaldr-
analegar kringumstæður.
Vensl stórra, fjaðurlaga kísilþör-
unga við djúp, næringarsnauð vötn,
eins og fram komu í rannsókninni,
endurspegla líklega gott framboð
á grýttum búsvæðum sem henta
kröfum slíkra ásætuþörunga. Marg-
ir kísilþörungar af þessari gerð, m.a.
Diploneis ovalis, Nitzschia sigmoidea,
Synedra ulna og Tabelleria flocculosa,
hafa einnig verið greindir á grýtt-
um botni á strandgrunni Þingvalla-
vatns.40,41 Framleiðsla ásætuþörunga
á strandgrunninu í Þingvallavatni
hefur mælst býsna mikil, eða um
188 g C m-2 á ári, og þar af var hlut-
deild kísilþörunga um helmingur.40
Framangreindar upplýsingar um
frumframleiðslu í Þingvallavatni
og vensl stórgerðra botnlægra kísil-
þörunga við djúp vötn benda til
þess að kísilþörungaásætur séu sér-
staklega mikilvægur hópur í frum-
framleiðslu djúpra næringarsnauðra
vatna á Íslandi.
Kísilþörungaflóran og vatna-
flokkar Arnþórs
Kísilþörungaflóra vatnaflokkanna
sem rannsakaðir voru var töluvert
margbreytileg. Flóra lindavatna var
frábrugðin flóru draga- og dala-
vatna og flóra dala- og heiðavatna
var mismunandi. Í hinum næring-
arefna- og steinefnaríkari lindavötn-
um bar fremur mikið á Fragilaria-
gjarðeskjum en lítið á agneskjum
(Achnanthes), dóseskjum (Cyclotella)
og sáldeskjum (Aulacoseira) miðað
við flóruna í hinum næringar- og
steinefnasnauðu draga- og dalavötn-
um. Þessi munur í kísilþörungaflóru
samsvaraði 68% af muninum milli
linda- og dragavatna annars vegar
og 60% af muninum milli flóru linda-
og dalavatna hins vegar (3. tafla).
Munurinn á kísilþörungaflóru heiða-
og dalavatna var á svipaða lund,
þ.e.a.s. að í flóru heiðavatna voru
hin smágerðu botnlægu gjarðeski
mjög áberandi en hlutdeild agneskja,
dóseskja og sáldeskja var tiltölulega
lítil miðað við flóru dalavatnanna.
Um 60% munarins á flóru heiða- og
dalavatna byggðist á ólíkri hlutdeild
fjögurra síðastnefndu þörungahópa.
Ekki reyndist marktækur munur
á flóru heiðavatna annars vegar og
linda- og dragavatna hins vegar.
Þetta kann að stafa að hluta til
af því að vatnafræðileg skilyrði í
heiðavötnunum spönnuðu óvenju
breitt svið og voru breytilegri en í
hinum vatnaflokkunum. Eins og
áður er getið virðast vatnafræðilegir
þættir heiðavatna ráðast töluvert
af landfræðilegri legu þeirra og má
skipta þeim í tvo undirflokka með
hliðsjón af því, þ.e. heiðavötn á NA-
landi annars vegar og hins vegar á
N- og NV-landi. Efna- og eðlisþættir
heiðavatna í hvorum undirhópi fyr-
ir sig voru mismunandi að því leyti
að heiðavötn á Norður- og einkum
Norðvesturlandi voru heldur nær-
ingarefnaríkari og minna basísk en
heiðavötn á Norðausturlandi. Kís-
ilþörungaflóran í þessum tveimur
heiðavatnaflokkum var ólík að því
marki að í heiðavötnunum á Norð-
austurlandi bar meira á stórgerðum,
kísilríkum og botnlægum þörung-
um. Í heiðavötnunum á Norður- og
Norðvesturlandi voru smágerðir,
kísilsnauðir botnþörungar algengari,
þ.á m. tegundir meðal gjarðeskja
(Fragilaria), agneskja (Achnanthes) og
nafeskja (Navicula).
Meginniðurstöður rannsókn-
arinnar sem hér hefur verið greint
frá, að því er varðar þær umhverf-
isbreytur sem mestu virðast ráða
um mótun kísilþörungaflórunnar
í íslensku stöðuvötnunum, eru í
80 1-2#loka.indd 53 7/19/10 9:52:18 AM